Nú er ESB komið með vopnið, sem á að svínbeygja Íslendinga

images

Það er alltaf eitthvað svo "virðulegt", þegar búrókratar skrifa undir yfirlýsingar og lög. Enda eru lög og reglur þeirra ær og kýr og því meira, sem skrifað er undir því betra. En fyrir þaulvana menn eins og forseta Evrópuþingsins geta hlutirnir orðið hversdagslegir.

Eins og til dæmis að skrifa undir lög um að afnema fjórfrelsi samningsaðila á Evrópska Efnahagssvæðinu. 

Þetta er bara nýjasta dæmið um þá heimsvaldabraut, sem ESB er komið inn á. Það er ekki lengur þörf á umræðum með virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti smáþjóða. Fyrir ESB nægir að koma með hótanir, sem verða efndar ef viðkomandi þjóð lyppast ekki fullkomlega niður. Það eina sem gildir er vilji ESB. – Ísland hentu þér í Almannagjá.

Og þar sem opnað var, þegar ríkisstjórnin hringdi dyrabjöllunni, þá er engin önnur ástæða en að sýna nýjasta umsóknarríkinu, hver það er sem ræður í sjávarútvegsmálum. Í ákafa sínum að gera þjóðina að sálarlausu amti stórveldisins, hefur ríkisstjórnin opnað holsár í síðu lýðveldisins. Ábyrgð hennar er stór fyrir kíkja í pakkann lygina og fyrir enn eitt stjórnarskrárbrotið ofan á öll hin með því að taka ekki upp aðildarumsókn við ESB á ríkisráðsfundi með forseta Íslands. Ríkisstjórnin er í raun umboðslaus í ESB umsókninni og leikur háskalegan leik með landsmenn. Með íslensku ríkisstjórnina í vasanum, verður það leikur einn fyrir framkvæmdastjórnina að leggja upp ferlið að komast yfir Ísland og taka fiskimiðin. 

Tíminn er knappur og liggur á, því innan 10 ára er 91% af fiskistofnunum í sjávarlögsögu ESB hruninn. Eftir eru ránsveiðar við vesturströnd Afríku og árásir á eyríki í Atlantshafinu. Það gæti framlengt veiðitíma og fullkomna eyðileggingu ESB á lífríki sjávar í nokkur ár til viðbótar með skelfilegum afleiðingum fyrir fiskiþjóðir eins og Ísland og Færeyjar.

Og allt í nafni sjálfbærra veiða.

Eins gott að Samfylkingin flýti umsóknarferlinu, svo Ísland geti farist sem fyrst með Evrópusambandinu./gs 

 


mbl.is Heimild ESB til refsiaðgerða lögfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sé stórbrotnu barna myndina ,,Lyon king, fyrir mér í hvert sinn sem þetta landssölulið bærir á sér. Höfundum tekst að gera fyrirmyndirnar ljóslifandi í líki ljónanna,þar sem ,mannlegar, kenndir skapa átökin milli árásargjarnra,valdasjúkra sem svífast einskis,og þeirra sem verjast yfirgangi þeirra. Hyenurnar spila stórt hlutverk,hægt er að etja þeim í hvað sem er fyrir lamadýrslæri,því þær hafa hvorki hæfileika né þor til að afla sér matar. Auk þess illgjarnari en kölski sjálfur. Nú trúi ég að leysist úr læðingi hlaðin spenna mótmælenda, líkt og sú í iðrum jarðar og hristi og skeki valdastóla Evrópu-Kratanna íslensku. Þau eru heppin að jólin koma fyrst.

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2012 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband