29.10.2012 | 09:42
VAKNIÐ - Stöðvum grískan harmleik á Íslandi!
Krafa þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um að Alþingi fari yfir stöðu efnahagsmála, sem er mjög alvarleg, á fyllilega rétt á sér. Myrkraverk ríkisstjórnarinnar með leynisamningum við hrægammasjóði verður að draga fram í dagsljósið. Þá voru útskýringar Más Guðmundssonar í Silfri Egils í gær langt frá tæmandi eða trúverðugar og minna meira á kæruleysislegan ungling, sem segir að það gerir ekkert til, þótt peningar séu teknir úr veskinu, því það hafi engin áhrif á mánaðarpeninginn.
Málið er, að ríkisstjórnin vinnur að ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og notar lánið, sem átti að vera "gjaldeyrissjóður" til að borga hrægammareikninga og skilur landsmenn eftir með skuldirnar. Þetta er glæpsamlegt athæfi, þar sem Alþingi fær ekki að vita, hvað er að gerast og kjörnum fulltrúum haldið utanvið tæmingu ríkissjóðs. Skuldir Íslands eru að nálgast skuldir Grikklands miðað við höfðatölu!!
Það er kominn tími til, að almenningur geri sér grein fyrir því, að framkvæmdastjórn ESB er í hlutverki rukkara fyrir vogunar- og hrægammasjóði eins og sést af hringingu Barroso forseta framkvæmdarstjórnar ESB til Geirs H. Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands, þar sem Barroso reyndi að breyta ákvörðun ríkisstjórnarinnar með neyðarlögunum. Barroso er að byggja upp nýtt heimsveldi, sem byggist á hrægamma- og vogunarsjóðum, sem eru að taka yfir sviðnar jarðir evruríkja í suður Evrópu. Öll tengsl við almenning eru skorin, þjóðar sviptar sjálfræði og lýðræðið fótum troðið.
Ríkisstjórn Íslands er í beinu sambandi við ESB og undir áhrifum þess. Ríkisstjórnin fylgir stefnu ESB og hefur gerst rukkari fyrir hrægammasjóði við strendur Íslands. Ef Íslendingar vakna ekki upp og stöðva þessa vegferð enda þeir á sama stað og Grikkir eru í dag.
Grikkland er á barmi hungursneyðar og algjört upplausnarástand ríkir, sem leitt getur til borgarastyrjaldar. Núna er t.d. búðum leyft að selja matvæli komin fram yfir síðasta söludag á lægra verði til fátækra. Millistéttin er horfin og hundruð þúsunda fyrirtækja komin í gjaldþrot. Þeir Grikkir, sem gátu flúið eru farnir. Blaðamaður, sem kom fram upplýsingum um bankareikninga grískra fjárglæframanna í Sviss, er handtekinn.
Þetta er sá raunveruleiki, sem ríkisstjórn krata og vinstrigrænna er að leiða þjóðina í.
VAKNIÐ ÍSLENDINGAR! gs
Barist um nýja og gamla Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Gústaf; og velkominn, í spjallvinahóp minn !
Þér; að segja, eru þau bæði - Lilja og Guðlaugur, 1/2 gildings Mél- Ráfur, í afstöðu sinni, gagnvart Fjórða ríkinu (ESB), Gústaf.
Ég hygg því varlegt; að treysta þeim nokkuð sérstaklega, í meintri og nýtilkominni ''andstöðu'' þeirra, við Brussel ofríkið, svo sem.
Og raunar; er alþingis slektinu öllu, vart treystandi fyrir horn - nema, þegar þau eru að sækja sér aukin einkafríðindi, eins og fyrir þinghlé, í Júní síðast liðnum, sér SJÁLFUM til handa, til dæmis.
Hið eina; sem getur komið Grikkjum til liðs, er valdataka Hersins - með Rússneskri hjálp, enda Rétttrúnaðarmenn, sem Rússar - og tækju upp Drökmuna á ný, með fullri sæmd.
Annar valkostur Grikkja; aðeins fjarlægari reyndar, væri innganga þeirra í ECO - með Tyrkjum - Kazökhum - Írönum og fleirrum, í Fríverzlunarbandalag Mið og Suður- Asíu þjóða, en þar yrði trúarbragða mismunurinn einna helzt, til þess að hamla því, þrátt fyrir upplýsingu 21. aldarinnar, ráða trúartáknin allt of miklu enn, í samskiptum þjóða, eins og við vitum.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 12:40
Sæll Óskar, ég var líka að hugsa um hrægammasjóðina, sem keyptu kröfur gömlu bankanna á brunaútsölu og eru nú að kyrkja Íslendinga, viða þurfum á öllum kröftum að halda á Íslandi til að hrinda þessum hrægömmum út á haf svo Ísland fari ekki sömu leið og Grikkland. Kkv.
Gústaf Adolf Skúlason, 29.10.2012 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.