Ríkisstjórn í bjölluati hjá þjóðinni

Evrópuvaktin skýrir frá því 26. október, að komið hafi fram í skriflegu svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Atla Gíslasyni alþingismanni sem lagt var fram á þingi fimmtudaginn 25. október, fimm dögum eftir að ríkisstjórnin lagði fyrir þjóðina spurningar í skoðanakönnum um afstöðu til nýrrar stjórnarskrá að:

"Ekki liggur fyrir nein stefna hjá forsætisráðherra eða ríkisstjórninni um hvaða breytingar gera þurfi á stjórnarskránni fyrir eða í kjölfar hugsanlegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið." 

Kom fram að ríkisstjórnin hefur sér til ráðgjafar og stuðnings sérstakan hóp um lagaleg málefni sem "vinni að samantekt varðandi álitamál um stjórnarskrárbreytingar." Björg Thorarensen, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er formaður hópsins og jafnframt einn varaformanna viðræðunefndar Íslands við ESB. Hópurinn kom síðast saman 9. janúar í ár.

374775_4538811143850_127925502_n.jpgStóra spurningin eftir þessar upplýsingar er, hvers vegna það er Jóhönnu Sigurðardóttur og flokki hennar svo mikið kappsmál, að tillögur Stjórnlagaráðs, sem ekki má gera neinar efnislegar breytingar á, á að keyra með látum gegnum Alþingi og kasta framan í kjósendur í Alþingiskosningum næsta vor fyrst til er "alvöru" stjórnarskrárhópur, sem vinnur að "álitamálum" um stjórnarskrárbreytingar.

Á sama tíma og verið er að afnema stjórnarskrá lýðveldisins fyrir nýja ESB-stjórnarskrá með hávaðalátum og stjórnarskrárbroti með ólöglegri kosningu til stjórnlagaþings, skipun stjórnlagaráðs með sama fólkinu til að sniðganga niðurstöður Hæstaréttar kemur forsætisráðherrann fram og talar um sjálfa sig sem arftaka Jóns Sigurðssonar og vitnar í aðra nefnd, sem gera á breytingar á stjórnarskránni fyrir ESB.

Stjórnlagaráð hefur breytt þjóðfundi 2010 í betra bjölluat en bjölluat ríkisstjórnarinnar í Brussel með "kíkja í pakkann" umsóknina. Þjóðinni var þá sagt, að ekki væri verið að sækja um aðild Íslands að ESB, sem komið hefur skýrt í ljós að var og er haugalygin uppmáluð.

Nú er þjóðinni sagt, að tillaga stjórnlagaráðs, sem formaður Samfylkingarinnar vill ekki breyta efnislega, sé engin aðlögun að ESB. Hvers vegna þá í ósköpunum öll þessi læti og kostnaður fyrir ekki neitt?

Halló, Samfylkingin: af hverju þorið þið ekki að segja upphátt, hvað þið eruð að reyna að gera? Hvaða eilífi blekkingarleikur er þetta eiginlega.

Haldið þið virkilega að bjöllutrikkið virki eina ferðina enn???!

gs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband