26.10.2012 | 10:40
Virðingarleysi stjórnlagaráðs fyrir þjóðarsamstöðu; og af bjúgverpli Jóhönnu
Sambandslögin voru samþykkt hér með 90% atkvæða árið 1918. Í þeim var ákvæði um, að til uppsagnar þeirra þyrfti 2/3 alþingis og síðan 75% atkvæði almennings í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þarna var vakandi vitund um nauðsyn ÞJÓÐARSAMSTÖÐU um gerbreytingu á grunni samfélagsskipunarinnar. Kærulausir og að stórum hluta reyndar evrókratískir "fulltrúar" (fulltrúar 30 þingmanna!) í stjórnlagaráði spila hins vegar rússneska rúllettu um sjálfstæði þjóðarinnar, með tillögu í 111. grein sinni um heimild til fullveldisframsals til Evrópusambandsins (í raun, þótt ekki sé sagt berum orðum) og það jafnvel þótt eitt einasta atkvæði gæti skilið að, og tryggilega er svo gengið frá því í 67. greininni, að fólkið eigi EKKI heimtingu á þjóðaratkvæðagreiðslu um að snúa þessari ákvörðun aftur til baka. En þetta finnst t.d. "ráðsmanninum" Lýði Árnasyni allt í lagi, það sé þá bara "lýðræðið í verki", ef einföld meirihlutaákvörðun með eins atkvæðis meirihluta leiðir til framsals fullveldis til Evrópusambandsins!!! Þjóðarsamstaða um svo afdrifaríka ákvörðun er víst bara eitthvað til að gera gys að í hugum þessara manna.
Jóhanna Sigurðardóttir reyndi á Alþingi í vikunni að bera saman kosninguna sl. laugardag við eitthvað annað en kosninguna um lýðveldisstjórnarskrána (þar sem var 98% kjörsókn og 95% sögðu JÁ), hún taldi sig geta fundið betri samanburð í kosningunni um sambandslögin 1918, af því að þar hefði kjörsóknin verið 40%. En hún sleppti því viljandi að geta um tvennt: að þá lá þjóðin í sárum vegna spænsku veikinnar, mannskæðrar drepsóttar sem gekk um landi, og átt ekki auðhlaupið á kjörstaði; í 2. lagi var niðurstaðan þar 90% stuðningur við sambandslögin -- ekki 2/3 stuðningur við óljósa og mistúlkanlega 1. spurningu nú, en 1/3 andstaða.
Þannig koma blekkingar Jóhönnu eins og bjúgverpill (boomerang) gegn henni sjálfri.
Notið tækifærið til að lesa þetta líka, ef tími er til: Kristin stjórnmálasamtök lýsa andstöðu við fullveldisframsals-heimild stjórnlagaráðs
Svo á Gústaf okkar Skúlason frábæra grein í Morgunblaðinu í dag um stjórnarskrármálið: Stjórnarskrá Bardenfleths - hin síðari
Jón Valur Jensson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.