20.10.2012 | 08:45
Smábátasjómenn gegn tröllauknu Evrópusambandi
Vitaskuld hafnar Landssamband smábátaeigenda inngöngu Íslands í ESB og mótmælir aðildarumsókninni. Þeir ættu líka að setja hnefann í borðið gegn þeirri nöturlegu staðreynd að ESB-meyrt stjórnlagaráð vill opna á uppkaup útlendinga á útgerðum hér á landi, rétt eins og það ólögmæta "ráð" vill beinlínis fljótvirka HEIMILD til að framselja ríkisvald, þ.m.t. allt æðsta löggjafarvald, til Evrópusambandströllanna í Brussel, en það veldur því að sjálfsögðu, að þjóðhollir menn verða að segja NEI við 1. spurningu þessa dags á kjörseðlinum.
Í 2. tölulið 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði sem leyfir stjórnvöldum að takmarka eign útlendinga í fasteignum; hefur það m.a. verið helzta vörn innanríkisráðherra gegn jarðeigna-ásælni Kínverja hér á landi, en sama ákvæði er "traust vörn gegn kaupum útlendinga á útvegsfyrirtækjum hér. Hefur Jón Bjarnason alþm. bent á, að ráðið vill þessa takmörkun á fasteignakaupum útlendinga feiga. Slík niðurfelling virðist þjónkun við óskir ESB-innlimunarsinna sem laumuðust inn í hið ólögmæta ráð," segir undirritaður í grein, sem birtist í Morgunblaðinu í dag og nefnist: Fullveldisframsal að vild evrókrata? Nei takk. Með því að kaupa blaðið í dag komast menn þá líka í stórgóða grein Ásmundar Einars Daðasonar, Stjórnarskráin og fullveldið.
Tökum ábyrga afstöðu í kosningunum í dag -- segjum NEI við aðalspurningunni fyrstu, fyrir Ísland, okkur sjálf og framtíðarkynslóðir landsins.
Jón Valur Jensson.
Smábátaeigendur hafna ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fiskveiðar, sjávarútvegur | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.