Átta aðildarríki ESB senda inn mótmælabréf við hækkun lífeyriskostnaðar starfsmanna ESB

Lekið hefur út mótmælabréf átta aðildarríkja ESB sem mótmæla harðlega auknum fjárálögum vegna hærri krafna ESB um lífeyrisgreiðslur til starfsmanna sambandsins. Samkvæmt bréfinu er áætlaður heildarkostnaður vegna lokalauna starfsmanna, sem fara á eftirlaun ESB 2045, um 2 miljörðum enskra punda.

Það þýðir, að t.d. Bretar verða að borga um 270 miljónir punda aukalega í gjald til ESB til að búrókratar geti hætt störfum og farið á eftirlaun við 63 ára aldur á meðallárslaunum upp á 57,000 pund.

Frá þessu skýra Express og Telegraph í Bretlandi. 

Löndin átta eru Bretland, Þýzkaland, Frakkland, Austurríki, Danmörk, Holland, Finnland og Svíþjóð. Þau lýsa yfir áhyggjum af ört hækkandi kostnaði vegna kjara starfsmanna ESB, sem geta hætt störfum 63 ára gamlir á 70% launum. Togstreita ríkjanna átta, sem eru aðal fjárveitendur sambandsins, stafar einnig af því, að ESB krefst sífellt hærri fjárlaga og meiri peninga frá aðildarríkjunum t.d. með því að auka fjárlög ESB frá 45 miljörðum enskra punda upp í 57 miljarða enskra punda á ári milli 2014 og 2020.

Framkvæmdastjórnin svarar ekki bréfinu og bendir á, að hún verði að fá bréf undirritað af öllum 27 ríkjunum til að taka kvartanirnar til greina.

Fyrir nokkru var haldinn fundur í Stokkhólmi, þar sem vinnualdur var til umræðu og tók Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Íslands þátt í honum. Á blaðamannafundi eftir fundinn sögðu ráðherrar á fundinum að vegna efnahagsástandsins yrði fólk að vinna lengur en áður, til 67 ára aldurs eða jafnvel lengur. Þá sagði Jóhanna Sigurðardóttir að það væri ekkert mál að vinna til sjötugs.

Greinilega er framkvæmdastjórn ESB ósammála./gs 


mbl.is Minna en helmingur 55-64 ára í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband