12.10.2012 | 05:59
Spillingin í styrkjakerfi ESB er algjör
Fréttin um kaup ESB á fiski til að "hækka" verð til neytenda gengur þvert á "stefnu" sambandsins um jafna samkeppnisaðstöðu. Með því að nota fé skattgreiðenda til að kaupa fisk til að farga á ruslahaugunum er ESB að grípa beint inn í markaðslögmál framboðs og eftirspurnar og setja frjálsa samkeppni úr leik.
Það er með eindæmum, að þetta skuli viðgangast. En við nánari athugun á styrkjum ESB þarf enginn lengur að vera hissa á þeirri ógeðfelldu spillingu, sem nærist með miðstýringavaldi búrókratanna í Brussel.
Á vefsíðu FISHSUBSIDY.ORG koma margar miður fagrar staðreyndir fram í dagsljósið. Meðal annars, hvernig ESB greiðir styrki til útgerða til að vinna að endurbótum skipa á sama tíma og ESB veitir styrki til sömu útgerða til að stykkja niður sömu skip og verið er að endurbæta og selja í brotajárn eða eldivið!
Hér er listi yfir sjávarútvegsstyrki ESB til aðildarríkja, smellið á löndin til að sjá hafnir, útgerðir og skip:
http://fishsubsidy.org/countries/
Gegnum árin verða styrkirnir að óheyrilega háum upphæðum, sem skipta miljörðum evra úr vasa almennra skattgreiðenda aðildarríkjanna. Ekki er furða þótt lönd eins og Frakkland, Spánn og Portúgal neita að breyta fiskveiðistefnu ESB, þegar sjávarútvegur landanna nærist að miklum hluta af styrkjum frá Brussel. Styrkjakerfið hefur skapað þvílíka óreiðu í peningamálum, þar sem almannafé er sólundað í hverja vitleysuna á fætur annarri og lögmál markaðarins eru algjörlega sniðgengin. Ekki er hægt fyrir Íslendinga að keppa við þetta bákn og ættu menn að fara að hugsa sinn gang og leita annarra miða um samstarfsaðila en gjörspillt ofurvald Brusselklíkunnar.
Tilvitnun Evrópuþingmannsins Christofer Fjellner frá Svíþjóð í Maríu Damanaki um að
"allt að 91% af fiskistofnum ESB hrynur innan áratugar ef ekkert róttækt gerist!"
útskýrir, hvers vegna ESB ásælist svo sterkt að komast inn á íslensku fiskimiðin til að ryksuga þann fisk, sem þar er. Það róttæka, sem Maria Damanaki vill að gerist er, að Ísland gangi með í ESB, svo hún geti deilt kvótum Íslandsmiða til franskra, spánskra, portúgalskra og allra annarra togara ESB á meðan fiskistofnarnir endast.
Íslendingar eiga að slá hnefanum í borðið í makríldeilunni og senda ESB tilbaka heim með heimalexíuna að fara að taka til í eigin húsi, áður en þeir fari að gera kröfur til annarra.
Íslendingar mega undir engum kringumstæðum semja við ESB með allan sinn flota að hleypa aðildarríkjum sambandsins í fiskveiðilögsögu Íslands. Endalok íslensks sjávarútvegs yrðu þá á næsta leyti. /gs
Kaupa fisk til að kasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fiskveiðar, sjávarútvegur, Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:48 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki málið þannig vaxið að það eru lágmarkverð í gildi í samningum milli Sjómanna/útgerðarmanna og stjórnvalda, ef lámarksverð næst ekki á fiskimörkuðum þá verður að farga fisknum.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.10.2012 kl. 12:59
Þetta verður að skoða í ljósi þess, að minna en 10% er eftir af fiski í hafinu miðað við magn eftir stríðslok, að sjómenn ESB kasta allt að 80% af aflanum dauðum aftur í hafið vegna veiðireglna ESB, að sjávarútvegsmálaráðherra ESB, Maria Damanaki, varar við að 91% af þeim fiskistofnum, sem eftir eru HRYNJI INNAN 10 ÁRA nema eitthvað róttækt verði gert. Hvers vegna að borga fyrir skipulag í starfsgrein, sem er að gera hafið að líflausu eyðibýli? Síðan þegar allir styrkir ESB til sjávarútvegs innan sambandsins eru lagðir saman, kemur í ljós að um ríkisrekinn búskap er að ræða. Væri mun vistvænara að leggja niður alla styrki ESB til greinarinnar til að gefa fiskinum tækifæri að ná sér aðeins. Búrókratar ESB í Brussel nota almannafé til að borga og halda uppi útgerðum til að eyðileggja höfin og það sem í þeim er. Það er sjávarútvegsstefna ESB í dag. Betra væri, að ESB lærði af íslenskum sjómönnum í staðinn.
Gústaf Adolf Skúlason
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 12.10.2012 kl. 15:15
Gleymdi að segja, að í Svíþjóð kaupir ESB fisk á mörkuðum fyrir almannafé, þegar verðið fer niður fyrir umsamið lágmarksverð. Keyptur er fiskur, þar til verðið hefur hækkað nógu mikið til neytenda. Með þessu verðlagskerfi ESB er hinn frjálsi markaður algjörlega settur úr umferð. Framboð og eftirspurn fá aldrei heiðarlegt tækifæri að mætast. Stjórnmálamenn þykjast kunna betur en þeir, sem best þekkja til í greininni og nota almannafé til að halda uppi gerviverði. Þegar því er náð, þá er fisknum hent! Þetta fiskveiðikerfi vill ríkisstjórnin innleiða á Íslandi./GS
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 12.10.2012 kl. 22:20
eru samtök ykkar, samtök sem kanna bæði galla og kosti þess að Ísland fari inn í EU ???
el-Toro, 13.10.2012 kl. 16:37
Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland vilja vernda og varðveita fullveldi lýðveldisins Íslands. Við teljum það ekki þjóna hagsmunum Íslendinga að ganga með í Evrópusambandið, þar sem ESB krefst alræðisréttar samkvæmt Lissabonsáttmálanum, yfir utanríkismálum Íslendinga, samningum Íslands við önnur ríki, yfirráðarrétt yfir sjávarlögsögu Íslands og lífríki sjávar, yfirráð yfir fjármálum Íslands, ef Ísland stefnir að upptöku evru o.s.fr.
Við viljum samstarf þjóða á jafnréttisgrundvelli með gagnkvæmri virðinu fyrir hverjum öðrum. Lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur þjóða ásamt markaðsbúskap eru leiðarljós fullveldisvaktarinnar.
Við rannsökum þau málefni, sem Ísland varðar og reynum að upplýsa um kosti og galla valkosta. T.d. höfum við bent á að svokölluð "pakka" umræða á Íslandi er blekkingarleikur settur á svið af íslenskum stjórnmálamönnum til að villa fólki sýn á aðildarkröfum ESB, sem skýrt koma fram í Lissabonsáttmálanum./gs
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 14.10.2012 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.