Árni Páll Árnason telur sambandsríki vera merkimiða andstæðinga til að gera ESB fráhrindandi

Í silfri Egils s.l. sunnudag reyndi Árni Páll Árnason að gera lítið úr Illuga Gunnarssyni formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem benti réttilega á, að hann vissi ekki hvort íslenska þjóðin hefði áhuga á því að ganga í hið nýja sambandsríki ESB.

Svar Árna Páls var: "Það er enginn vandi að hengja einhvern merkimiða á Evrópusambandið til þess að gera þá fráhrindandi, kalla það sambandsríki eða eitthvað."

Froða Samfylkingarmanna er mikil og áhættan, sem þeir stöðugt taka er, að áheyrendur þekki ekki neitt til um, hvað sé að gerast úti í Evrópu.

Árni Páll er með þessum orðum sínum í sömu afneitun og flokksbróðir hans Össur Skarphéðinsson, sem telur, að José Manuel Barroso, forseti framkvæmdarstjórnar ESB ætli sér "ekki að leysa upp þjóðríkin!" Um það skrifar leiðarahöfundur MBL. í dag.

Það er með ólíkindum að vera vitni að, hvernig Evrópusambandsumræður eru á Íslandi í dag. Samfylkingin keyrir áfram með lygar um, hvert ESB stefnir og virðast að hluta til komast upp með það, vegna upplýsingaskorts hjá stórnarandstöðu og venjulegu fólki. Illugi Gunnarsson virðist hins vegar hafa tekið við sér eftir fundinn með Árna Pál hjá SUS í síðustu viku, þegar hann taldi það rétt af ESB að stofna sambandsríki til að bjarga evrunni. Núna gefur hann þjóðinni möguleikann á aðkomu málsins en ríkisstjórnin gerir allt til að keyra yfir þjóðina að henni forspurðri.

Það var að sjálfsögðu Barroso sjálfur sem talaði um sambandsríki í ræðu sinni fyrr í mánuðinum, þegar hann útskýrði nauðsyn þess að koma á sameiginlegri stjórn þjóðríkja ESB með flutningi fullveldis fjárlaga ríkjanna til Brussel. En hann vildi fyrir engan mun kalla það "stórveldi" og útskýrði þá, að sambandsríki væri "ríki ríkjanna" í sambandinu. 

Þannig – ef taka á Árna Pál á orðinu – þá er Árni Páll á móti skilningi forseta framkvæmdastjórnar ESB á hvað sambandsríki er.

Ekki fer Barroso sjálfur að hengja merkimiða á ESB til að gera sambandið fráhrindandi?

Finnast meiri lýðskrumarar í þessum heimi en talsmenn Samfylkingarinnar á Íslandi? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Finnast meiri lýðskrumarar í þessum heimi en talsmenn Samfylkingarinnar á Íslandi?

NEI

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2012 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband