ESB vill leggja 1% á allan virðisaukaskatt í beinar tekjur til sín ásamt nýjum gjöldum á eldsneyti og ferðalög

Í dag reyna Bretar að stöðva áætlanir ESB að leggja á 1% ofan á allan virðisaukaskatt aðildarríkjanna og nýja skatta á ferðaiðnað og eldsneyti.

Framkvæmdastjórnin fer fram á eigin beina skattheimtu á neytendum og fyrirtækjum innan bandalagsins og lofar að lækka a.m.k. hluta af áskriftagjaldi aðildarríkjanna á móti.

Bretar hafa reiknað út að einungis virðisaukaskatturinn þýði 235 punda nýjan skatt á meðalfjölskyldu árlega. Við þá upphæð bættist svo hækkun eldneytis og ferðalaga vegna nýrra skatta ESB.

David Lidington Evrópuráðherra Breta segir, að Bretar muni ekki samþykkja neina nýja skatta. Lidington berst einnig gegn 11% aukningu í fjárlögum ESB sem áætlað er að verði um 1,09 trilljónir evra tímbilið 2014-2020.

Lesið meira á ensku hér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband