23.9.2012 | 09:54
Eyðilegging lýðræðis í Evrópu á lokastigi
Tvískinnungur stjórnmálamanna hefur opnað hliðið að alríki ESB með því að gefast upp á lýðræðinu.
Orðin eru Václav Klaus, forseta Tékkóslóvakíu í viðtali sunnudagsblaðs The Telegraph. Hann varar við þróuninni, sem hann telur að stjórnmálamenn á flótta frá ábyrgð gagnvart kjósendum, geri mögulega með tvískinningi sínum. Þar talar hann einnig um stjórnmálamenn hægri flokka.
Nýji þrýstingurinn um stofnun Sambandsríkis í Evrópu með eigið stjórnarfar og eigin her er "lokastig" eyðileggingar lýðræðis og þjóðlegra ríkja, segir Václav Klaus.
"Við verðum að hugsa um að endurreisa þjóðríki okkar og sjálfsákvörðunarrétt. Það er ómögulegt í sambandsríki. ESB ætti að fara í þveröfuga átt."
Í síðustu viku lögðu Þýzkaland, Frakkland og níu önnur ríki í Evrópu tillögur um að leggja niður neitunarvald þjóða í öryggismálum. Utanríkisráðherra Þýzkalands Guido Westerwelle lagði til að forseti ESB yrði persónulega kosinn með vald að skipa ráðherra "ríkisstjórnar Evrópu."
Westerwelle vísaði til andstöðu Breta og sagði að leggja yrði niður neitunarvald ríkja í öryggismálum "til að koma í veg fyrir að einstök ríki gætu stöðvað framgang tillagna" sem "gætu meðal annars fjallað um sameiginlegan evrópskan her."
José Manuel Barroso tilkynnti hugmyndir sínar um fullbúiið sambandsríki þegar ár 2014. Í ræðu í Hradcany kastalanum í Prag, sem er þjóðartákn Tékka, sagði Václav Klaus að ræða Barroso væri mikilvægur vendipunktur.
"Þetta er í fyrsta skipti, sem Barroso hefur tilkynnt raunveruleg markmið aðalsöguhetja dagsins um áframhaldandi og enn frekari samruna í Evrópu. Fram að þessu hafa menn eins og Barosso haldið þessum markmiðum leyndum fyrir almenning. Ég er hræddur um, að Barroso telji tímann réttan til að tilkynna um slíka algjörlega, ranga þróun."
"Þeir halda, að þeir séu að ljúka við hugmyndina um Evrópu en í mínum huga, þá eru þeir að eyðileggja hana."
Viðtalið er mun lengra og hægt að nálgast það hér.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.9.2012 kl. 06:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.