Össur Skarphéðinsson getur varla beðið eftir að sækja um neyðarlán hjá ESB

Nýlega fengu utanríkisráðherrarnir Erato Kozakou-Marcoullis og Össur Skarphéðinsson að vera saman á mynd fyrir fjölmiðla á Íslandi og ef til vill á Kýpur, sem nú fer með formennsku í ráðherraráði ESB.

Það drýpur gleðin af ráðamönnum Kýpur yfir að fara fyrir ráðherraráði ESB. Þetta er sú staða, sem Össur og margan íslenskan kratann dreymir um komist í. Þá er hægt að halda alls konar fundi og segja alls konar hluti á launum, sem fær sjálfan Má Seðlabankastjóra að líta út sem lágtekjumann til samanburðar.

Erato Kozakou-Marcoullis, hefur alla ástæðu til að vera glöð. Kýpverjar leita nefnilega eftir neyðaraðstoð frá björgunarsjóði evrunnar og seðlabankastjóri Kýpur telur að fjármálakerfi landsins fari á hausinn ef neyðaraðstoðin berist ekki fljótlega.

Ekki tók það mörg ár hjá Kýpur í ESB-dýrðinni að ná þessu markmiði.

Þetta er tízkan hjá ESB – að betla peninga hjá neyðarsjóði evrunnar eða fara á hausinn.

Núna vill Kýpurráðherrann, að litlu löndin myndi bandalagið á kúpunni.

Íslenskir kratar geta ekki vatni haldið af hrifningu og flýtir það för þeirra að gráttunnunum í Brussel.

Eins og nýja slagorð ESB-sinna segir:

"Betra að betla í Brussel en gera handtak sjálfur."

gs 


mbl.is Utanríkisráðherra Kýpur í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband