Reglugerðir ESB skapa óhjákvæmilega næsta hrun

daniel hannan 140 small

 

Daniel Hannan

er blaðamaður og rithöfundur og hefur verið þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi fyrir Suðaustur England síðan 1999. Hann talar frönsku og spönsku og elskar Evrópu en trúir því, að Evrópusambandið geri sjálfstæðar þjóðir fátækari, ólýðræðislegri og minna frjálsar.

Í nýjasta pistli sínum í The Telegraph skrifar Daniel Hannan (tilvitnanir í lausri þýðingu), að Evrópusambandið geri næsta hrun óhjákvæmilegt með reglugerðum sínum.

"Evrópuþingið er komið í fullt starf aftur og heldur áfram eins og ekkert bjáti á fyrir utan veggi þess. José Manuel Durao Barroso kallar eftir samruna ríkja og nýju skipulagi í heiminum. Þingmenn setja reglur fyrir einkarekin fyrirtæki, án þess að skilja hvernig þau starfa.

Meginviðfangsefni þeirra á tímabilinu er fjármagnsgeirinn, sem þeir upplifa bæði sem óskiljanlegan og hræðilegan. Engum ætti því að koma á óvart, að tillögur þeirra muni flæma á brott fjármálaviðskiptin í heild út úr ESB og sér í lagi London. Það sem ætti að koma á óvart er, að þeir auka samtímis líkurnar á nýju bankahruni.

Gjaldþrot banka er ekki dæmi um, að kapítalisminn sé hruninn. Þvert á móti sýna þau, að kapítalisminn virkar. Markaðir byggja á því að illa rekin fyrirtæki hverfi af braut og gefa rými fyrir nýja keppinauta; það er þetta ferli, sem drífur áfram hagvöxt og bætir lífskjörin. Það hefur gefið okkur efnislega velmegun, sem langafar okkar gátu ekki einu sinni ímyndað sér að væri til.

Afstaða ESB til fjármálaþjónustunnar byggir á því að fyrirbyggja gjaldþrot. Sérhver tillaga – allt frá kröfum um eigiðfjármagn til utanaðkomandi eftirlits – er hönnuð fyrir kerfi, þar sem bankar fara ekki í gjaldþrot.

Raunverulega ætti markmið okkar að vera að hafa fyrirkomuleg, þar sem bankar geta farið á hausinn án þess að það hafi stórskaðleg áhrif; fjölbreytilegan markað með þúsundum birgja, sem keppa hver við annan og gjaldþrot eins verður tækifæri fyrir duglegri keppinaut, sem tekur yfir reksturinn og býður betri þjónustu."

Daniel Hannan víkur málinu að fjármálafyrirtækjum Bretlands og bendir á, að um ein miljón manns vinna hjá þeim og um helmingur þeirra hjá fyrirtækjum með færri en 200 starfsmenn:

"Minni fyrirtækjunum er stjórnað af eigendum, sem ekki þarf að minna á hvað traustur rekstur er, – að lenda í gjaldþroti þýðir að öllu er glatað. Samt sem áður er þeim gert að eyða sífellt meiri tíma til að fást við reglur Bretlands og ESB, sem ekki eru settar til að leysa nein sérstök vandamál heldur frekar til að láta líta út að verið sé að gera eitthvað. Leiðarvísir Fjármálaeftirlistins fyrir reglurnar er í dag upp á 10,500 blaðsíður."

Daniel Hannan meinar, að fáir lesi pappírana, sem séu sendir fjárfestum og skapi falska tilfinningu um öryggi fjárfestinga.

"Stjórnir stórra franskra banka eru fullar af fyrrum ríkisstarfsmönnum. Fjórir risabankar ráða núna yfir 85% af franska markaðinum. Í stórum hluta álfunnar og einnig núna í Bretlandi eru stórir bankar reknir eins og hálfþjóðnýtt fyrirtæki. Eins og öll þjóðnýtt fyrirtæki ganga þau út frá því sem vísu, að skattgreiðendur verði látnir borga, ef hlutirnir fara illa."

Daniel Hannan bendir á, að reglur ESB auki í vaxandi mæli á bankavandann innan ESB og bendir í lok greinar sinnar á að eftir að Brasílíumenn breyttu bankalöggjöf í þá veru, að stjórnendur voru gerðir persónulega ábyrgir á störfum sínum, hafa vandamálin snarminnkað þar.

"Því miður fer ESB í þveröfuga átt, sleppir fram bæði dýrum og ónýtum reglum, eyðileggur fyrir minni fyrirtækjum, ýtir undir samruna og byggir múra kringum greinina. Með öðrum orðum, þá er það Brussel sjálft, sem hefur skapað fyrirbærið "of stór til að fara á hausinn", sem er rótin að öllum vandanum."

gs 


mbl.is Fá meiri tíma en ekki meiri peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband