Danskir ráðamenn "styðja" ekki ESB-umsókn Jóhönnustjórnar nema í síngjörnum tilgangi

Í 18- og 18.30-fréttum Rúv og Stöðvar 2 er tíundað, að Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, hafi lýst yfir stuðningi við Evrópusambands-umsókn "Íslands" (eitt er víst, að þetta er ekki umsókn þjóðarinnar!).

Rangt er að útleggja þetta sem stuðning við Íslendinga. Það hefur komið fram hjá öðrum norrænum pólitíkusum, að þeir sjá "aðild" Íslands sem tækifæri fyrir þá sjálfa til að fá örlítið meira atkvæðavægi sem hópur á löggjafar- og ákvörðunar-samkundum Evrópusambandsins, en jafnvel hin "stóra" Svíþjóð er farin að óttast áhrifaleysi sitt í þessu stórveldi, með 2,9% atkvæðavægi nú, en verður ekki nema 1,85% frá 1. nóv. 2014 og fer jafnvel minnkandi.

Þá er þess að geta, að Danir eru mikil fiskveiðiþjóð og myndu vitaskuld nýta sér hinn jafna aðgang sem ESB-þjóðir hafa að fiskimiðum annarra ESB-þjóða.

Skálaræður segja oft í skásta falli fegraða hlið sannleikans. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Situr veislu með Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband