24.8.2012 | 09:20
ESB einu heimilt að setja lög um sjávarútvegsstefnu, milliríkjasamninga, peningamál, samkeppnismál og tolla
ESB aðildarsinnar, þ.e.a.s. þeir sem eftir eru á Íslandi, ættu að lesa Lissabonsáttmálann. Samkvæmt Lissabonsáttmálanum um valdheimildir ESB er því einu heimilt að setja lög um sjávarútvegsstefnu, milliríkjasamninga, peningamál, samkeppnismál og tolla. Þetta er fyrsta ákvæði bálks um flokka og svið valdheimilda sambandsins. Hvaða ofangreinda flokka skilja ESB-sinnar ekki að verða afhentir einræðisvaldi ESB í Brussel við inngöngu Íslendinga í ESB?
ESB-sinnar ættu að sjá sóma sinn í að upplýsa um skilyrði inngöngu í ESB í stað þess að ljúga um að einhverjir englar fjarlægi skilmálana úr pakkanum og komi með einhverja himneska dýrð í staðinn. Þessi aðferðafræði minnir einna helst á Islam og sjálfsmorðssprengjumenn, sem lofað er sjötíu og tveim jómfrúm í himnaríki takist þeim að sprengja sjálfa sig í tætlur og taka sem mest af saklausu fólki með sér í ódæðinu.
Ísland afhendir fullveldi sitt til Brussel á þessum sviðum með inngöngu í ESB. Þetta er líka skýringin á stjórnarskrárbröltinu, sem enn er ekki séð fyrir endann á.
Hér er slóð svo menn geti kynnt sér málið sjálfir: Lissabonsáttmálinn
Það eru hæfileikar á háu stigi að geta afneitað raunveruleikanum í sama mæli og talsmenn ríkisstjórnarinnar á Íslandi gera. Trúlega springur evran og ESB áður en lygaáróður ríkisstjórnarinnar hættir og þá verður honum sjálfhætt.
Samfól hætta ekki að vera fól, sama hversu mikið logið er. Að kveldi dags eru það hlutir eins og vinna, matur, húsnæði, klæðnaður og þrif, sem hafa sinn gang. Skrifað hefur verið að raunveruleikinn sé skáldskapnum fjölbreytilegri. Vinstri Grænir komast ekki frá því að breytast í samfól samspillingarinnar og ræður meira að segja samkeppni milli ríkisstjórnarflokkanna í hvor þeirra geti framleitt fáranlegustu lygarnar.
ESB viðræðum ber að hætta og draga umsóknina tilbaka. Ekki á að halda áfram á þeirri braut án þess að Íslendingar fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Dómur sögunnar mun ekki verða ríkisstjórninni náðugur.
Fáir embættismenn hafa svo illa vélað þjóð sinni óheil ráð sem núverandi og verður það þjóðinni frelsun að losa sig við þetta sértrúarlið í næstu kosningum./gs
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.