29.7.2012 | 09:52
Núverandi kreppa er bara upphitun, segir fulltrúi fjárfesta
Núverandi kreppa er bara upphitun, segir Steven Desmyter hjá alþjóðlega fjármálafyrirtækinu Man Investments í viðtali við Sænska Dagblaðið 26.júlí.
Fallandi verðbréfamarkaðir, háar atvinnuleysistölur og neikvæð þjóðarframleiðsla á mörgum stöðum, nýlega með svokölluðu "double dip" í Bretlandi, einkenna efnahag heimsins síðustu árin.
Steven Desmyter er yfirmaður Norrænu- og Benelux deildar MAN Investments og hann telur, "að þetta er bara upphitunin eins og ég sé það. Staðreyndin er sú, að það er ekki einu sinni byrjað að framkvæma nauðsynlegar endurbætur enn þá."
"Hinn beiski sannleikur er sá, að við höfum alltof háa skuldastöðu í heiminum. Sem heldur áfram að stækka. Jafnvel lönd eins og Svíþjóð var með fjórum sinnum meiri skuldir en þjóðarframleiðslan í júní 2007. Í júní í ár voru skuldirnar 470%." (Samanlagðar skuldir ríkis, banka og fjármálafyrirtækja, sjá athugasemd neðar á síðunni/gs).
Steven Desmyter telur, að til þess að efnahagur heimsins komist aftur í jafnvægi og til að komast hjá "geysilegri verðbólguáhættu" þarf skuldabergið að lækka þannig að það verði að hámarki um 150 - 200% af þjóðarframleiðslunni. Og það gerist ekki sársaukalaust.
"Það er engin skyndilausn til. Við verðum að gera uppbyggilegar endurbætur á kerfinu í öllum heiminum. Það er heldur ekki hægt að lækka alla gjaldmiðla samtímis. Vextirnir eru komnir að núllinu svo ekki er hægt að lækka þá heldur. Það má segja, að bensíntankurinn sé að verða tómur," segir Steven Desmyter.
Það eina, sem er eftir, er niðurskurður. En það er mjög erfitt sjtórnmálalega að minka skuldsetninguna með meira en 10 % árlega og þá tekur það um 10 - 15 ár, að koma á jafnvægi. Því miður vantar stjórnmálalega samstöðu til að gera það, telur Steven Desmyter.
"Ef Þýzkaland og Frakkland komast ekki að samkomulagi getum við lent í hræðilegu ástandi."
Steven Desmyter telur það jákvætt, að Svíþjóð hafi ekki svo háa ríkisskuld, sem geri stöðu Svíþjóðar sterkari en margra annarra landa en það væri barnalegt að halda, að Svíþjóð komist undan án fórna.
"Við verðum að sjá yfir hyldýpið til að geta tekið þær ákvarðanir, sem þarf að taka. Við höfum sársaukafullt og mjög mikilvægt ferli framan fyrir okkur."
Aths. GS: Steven Desmyter talar um samanlagðar skuldir banka og ríkja, t.d. er ríkisskuld Svíþjóðar um 1000 miljarðir sek á meðan þjóðarframleiðsla Svíþjóðar ár 2011 var 3 492 miljarðir SEK, sem er meðal lægstu ríkisskuldarstöðu aðildarríkja ESB. Túlka má tillögur fjárfesta á borð við Steven Desmyter sem kröfu fjármálamarkaða til stjórnmálamanna, að þeir greiði götuna fyrir yfirtöku ríkja á skuldum banka og fjármálafyrirtækja og láti almenning vinna fyrir skuldunum í stað þess, eins og Íslendingar gerðu í Icesave, að láta banka og fjármálafyrirtæki sjálf taka afleiðingum eigin gjörða sinna.
gs
51% Þjóðverja vill evruna burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.