74,8% Norðmanna segja NEI við "aðild" Noregs að Evrópusambandinu

Glæsileg er afstaða Norðmanna til Evrópusambandsins, 3/4 á móti "inngöngu" í það og aðeins 17,2% fylgjandi, rétt rúmlega 6. hver maður! Norðmenn vita sem er, að það er eftir engu að slægjast í ESB.

Norðmenn ráku sig á vegg í samningum 1993-4 við Evrópusambandið, gátu ekki fengið norðurhluta landhelgi sinnar undanskilinn frá hinum jafna aðgangi ESB-borgara til fiskimiðanna og heldur ekki fengið "regluna" um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða múraða inn í aðildarsamning sinn -- af því að Brussel-valdið vill geta breytt þeirri "reglu" ("princípi") á róttækan hátt, þegar ráðandi þjóðaleiðtogum þar sýnist (og það getur einmitt ráðherraráðið, þar sem við fengjum í mesta lagi 0,06% atkvæðavægi). Eins gæti það gerzt, um leið og okkur yrði hrint inn í ískalda sturtu veruleikans, að "reglunni" þeirri arna yrði hreinlega skolað út með baðvatninu.

Fullveldið er flestum öðrum jarðargæðum dýrmætara og var okkar helzta hjálp til framfara og auðlegðar, í krafti þess veittist okkur fjögurra, 12, 50 og 200 mílna landhelgi. Þetta ætti hvert skólabarn að vita, jafnvel allir "Evrópu-fræðingarnir" vestur á Melum, uppi undir Öskjuhlíð og í Bifröst í Borgarfirði.

JVJ.


mbl.is 75% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband