Lestur á ESB-fréttablaðinu minnkar

Það er einkar ánægjulegt, að lestur á ESB-Fréttablaðinu minnkar skv. fjölmiðlakönnun Capacent. Blaðið er óverðugur málsvari undirgefni við erlent stórveldi, ritstjórinn skrifar sífelldan ESB-áróður og blaðamenn notaðir sem skæruliðar gegn sjálfstæðum þingmönnum eins og Jóni Bjarnasyni, Atla Gíslasyni, Vigdísi Hauksdóttur o.fl.

Eða hefur kannski enginn tekið eftir þessu nema undirritaður?

Eitt sem víst er: Ekki er útrásarvíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og kona hans (eigandi blaðsins) andvíg því, að Ísland verði innbyrt í Evrópusambandið.

Skammarleg var umfjöllun ESB-Fréttablaðsins um valdahlutföll innan Evrópusambandsins. Þar var mikið lagt á sig til að fela það í opnugrein, hve hverfandi lítið atkvæðavægi Íslands yrði þar eftir 1. nóvember 2014 og hve yfirgnæfandi vægi gömlu nýlenduveldanna í Evrópu (10 þeirra, öll nema Rúsland, eru í ESB).

Þetta er ein af fleiri sönnunum fyrir hlutdrægni ESB-Fréttablaðsins, gegn íslenzkri fullveldisbaráttu. Svo þurfum við á sama tíma að kljást við það, að Evrópusambandið brýtur hér Vínarsamþykktina um skyldur sendiráðs síns, sem dælir hér 230 milljónum króna í beinan áróður Evrópus[sambands]stofu, og sendiherrans Timos Summa, sem staðið hefur í löglausum áróðursferðum um landið. Reyndar hitnaði svo undir honum, vegna einarðrar gagnrýni Tómasar Inga Olrich, fyrrum sendiherra í París, að það var trúlega ástæðan til þess, að hann var látinn hverfa heim til Brussel.

Já, það gerist fleira á Íslandi en blasir við í fyrirsögnum blaðanna. Ef einhver skyldi ekki vita af því, fer nú fram barátta fyrir íslenzku sjálfstæði, gegn 1580 sinnum fólksfleira stórveldi, sem svífst hér einskis, og gegn 5. herdeild þess hér á Íslandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Lestur á Fréttablaðinu minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað er að marka tölur um lestur þessa sorprits?

Hér á Akranesi er blaðinu dreyft á ýmsa staði, oftast hent í búntum inn í forstofur stofnana. Sést hefur þegar heilu búntunum er kastað á götuna og fýkur þaðan um allt og sannar enn frekar sóðaskapinn sem af þessum pésa er.

Örfáum eintökum er síðan dreift í sjoppur staðarins, þar sem hægt er að kaupa blaðið. Það væri gaman að vita hverjar sölutölur eru þar, gæti trúað að þær væru freka lágar.

Það er því ljóst að ESB sneplinum er dreyft í miklum mæli hér í bæ, en hversu mikið er lesið af þessum eintökum? Hvernig er hægt að mæla slíkt?

Þetta er ekkert einsdæmi, vítt um land er þessi háttur hafður á við dreyfingu á pésanum. Þar fyrir utan er honum troðið inn um bréfalúgur á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, algerlega óháð því hvort fólk kærir sig um eða ekki!!

Tölur um lestur þessa ESB snepils eru sennilega jafn áreiðanlegar og bókhald 365 miðla, þar sem bókhaldarar félagsins fundu "viðskiptavild" að verðmæti 6,5 milljarða króna!!

Gunnar Heiðarsson, 11.7.2012 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband