Tvöfalt hærra sykurverð í ESB en annars staðar í heiminum

Samkvæmt Financial Times er sykurverð innan ESB tvöfalt hærra en ráðandi heimsverð. Ástæða verðmismunar er verndun á sykurframleiðslu innan ESB í formi kvóta.

Fyrir nokkrum árum ásakaði WTO ESB fyrir verðstríð í heiminum, sem kæmi í veg fyrir innflutning sykurs frá þróunarlöndum til Evrópu. ESB svaraði með sykurkvótakerfi, þar sem þróunarlöndunum var tryggt 15% af sölunni á markaði ESB. Þegar þróunarlöndin gátu ekki uppfyllt sölumagn þurfti að flytja inn sykur m.a. frá Brasilíu og Thaílandi á mjög háum verndartollum till ESB en sykur frá þessum löndum er utan kvótakerfisins.

Sem dæmi er nefnt að nýlega þurftu sykurinnflytjendur í ESB ríkjum að greiða um 85% í innflutningstolla til ESB. Næstum tvöfalt hærra útsöluverð er síðan notað til viðmiðunar innan ESB og hækkar sykurverð í öllum aðildarríkjunum.

Sykurkvótinn rennur út árið 2015 og margir eru þeirrar skoðunar að kerfið beri alfarið að leggja niður á meðan hagsmunaaðilar vilja framlengja kvótann til 2020.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekkert Esb.

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2012 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband