Baráttan um Bessastaði

Gústaf Adolf Skúlason ritar:

200px-Coat_of_arms_of_Iceland.svg

Aldrei hefur þjóðin frá stofnun lýðveldisins 1944 áður staðið frammi fyrir því, að innlendir sjálfskipaðir fulltrúar erlends stórveldis, ESB, leggi allt í sölurnar til að koma manni sínum, Þóru Arnórsdóttur, að á Bessastöðum.

Leiðtogar Samfylkingarinnar eru fyrir löngu búnir að selja út Ísland gegn loforði um bitlinga og betri stóla í Brussel. Engin takmörk eru sett aðferðum þessara valdafíkla til að ná markmiðum sínum: "Við höfum ríkið, þingið og höfuðborgina. Núna tökum við Bessastaði."

Samfylkingin ætlar sér að þröngva þjóðinni inn í ESB á kjörtímabilinu og þá þarf að koma allri ESB andstöðu burt frá Bessastöðum. Búið er að gera hreinsanir í ríkisstjórn og samninganefndum. Síðasta varnarvirki Íslendinga, Bessastaðir, stendur eða fellur eftir því, hver verður næsti forseti. Milli Ólafs R. Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur er því spurningin fyrir ESB-sinna að koma Ólafi út og Þóru inn. Er þá engu til sparað og reynt að kaupa fylgi með persónudýrkun, pylsuáti og blöðrum. Nái Þóra Arnórsdóttir kjöri ná ESB-sinnar valdi á öllum helstu stofnunum íslenska lýðveldisins.

Íslendingar hafa fengið að kynnast:

  • breskum flokkssystkinum Samfylkingarinnar, þegar Gordon Brown listaði Ísland sem hryðjuverkaland a la Al-Quida. Kanski var sú stjórnlist unnin í samvinnu með flokkssystkinum á Íslandi, sem notuðu sér fjárhagskreppuna til að komast til valda.
  • starfsaðferðum ESB í Icesve málinu, þar sem láta átti skattgreiðendur greiða skuldir óreiðumanna. Málið er hjá EFTA dómstólnum, þar sem ESB gerist meðákærandi dómstólsins í fyrsta skipti í sögu dómstólsins.  
  • ESB í makríldeilunni, þar sem ESB lætur nú lagasérfræðinga sína leita að götum í EES-, WTO- og SÞ-samningum til að koma á viðskipta-, löndunar- og hafnbanni á Íslendina og Færeyinga.
  • hvernig samspillt Samfylking og VinstriGrænir breiða út virðingarleysi fyrir lögum og stofnunum lýðveldisins m.a. með því að hunsa og brjóta stjórnarskrána, lög um umhverfismál og jafnréttismál, vanvirða Alþingi og ganga gegn niðurstöðum Hæstaréttar.  
  • ríkisstjórn, sem varð til upp úr hruni banka sem rændir voru innanfrá. Sjálf var ríkisstjórnin helsti bandamaður þeirra afbrotamanna, sem enn ganga lausir og bera ábyrgð á eyðileggingu efnahagslífsins með skelfilegum afleiðingum fyrir fyrirtæki og heimili.
  • hvernig ríkisstjórnin hunsaði rannsóknarskýrslu Alþingis og notaði tímann fyrst og fremst til að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína, sinna þörfum fjármálaskjólstæðinga sinna og skilja landsmenn eftir á klakanum.
  • hvernig ríkisstjórnin ræðst á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar og skattpínir almenning og fyrirtæki á meðan embættismenn sjálfir mata krókinn.

Kanski hefur fv. forsætisráðherra Íslands, Geir Haarde, ekki hugsað út í þá merkingu orða sinna, þegar hann bað Guð að blessa Ísland, að skaparinn ætti fyrst og fremst að bjarga þjóðinni undan komandi ríkisstjórn. Hverjum datt þá í hug, að hægt væri að komast úr öskunni í eldinn? Þessa bæn verða landsmenn nú að biðja, svo auðlindum landsins til sjávar og sveita og sjálfum fjöllunum verði ekki stolið líka.

Fyrst komu bankaræningjarnir. Síðan skálmöld og siðspilling Samfylkingarinnar. Eina leiðin fyrir áframhaldandi afkomu margra Samfylkingarmanna er að komast á spenann í Brussel.

Ísland hefur aldrei áður, sem sjálfstæð þjóð, þurft að horfa upp á og glíma við valda embættismenn, sem svo grímulaust selja út land sitt fyrir loforð um stöður í framandi löndum.

Mikil er ógæfa þjóðarinnar með slíka embættismenn. Miklu meiri verður hún, ef embættismönnunum tekst ætlunarverk sitt. Lýðveldið stendur og fellur með vörnum þjóðarinnar.

Guð blessi Ísland, landsmenn og forseta vorn og forði okkur frá því, að Bessastöðum verði breytt í brúðuhús fyrir ESB.

Stokkhólmi 27. júní 2013

Gústaf Adolf Skúlason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.  Þessu þarf að komast hjá með öllum tiltækum ráðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2012 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband