Ekki aðeins Danir hafa lagt á hilluna að nálgast ESB meira - fjarlægjast það frekar! - heldur eru bæði SVÍAR og FINNAR að hiksta við eða fráskilja sig frá ýmsu sem uppi er á tengingnum til að auka vald ESB í fjármálum og á fleiri sviðum.
Frá Svíþjóð berast þær fréttir, að þar var "samþykkt á þingi í dag að neita að stuðla að nýju bankabandalagi ESB eða að meiri fjárhagsvöld yrðu færð til Brussel. Bæði stjórn og stjórnarandstaða voru sammála í ályktuninni." (Gústaf Adolf Skúlason, varaformaður Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, en hann er búsettur í Svíþjóð; tekið hér beint úr nýkomnu bréfi frá honum.)
Þá vilja Finnar fara "varlega þegar kemur að aðstoð við önnur Evrópuríki vegna fjármálakrísunnar" og hafa nú "óska[ð] eftir frekari tryggingum fyrir lánveitingum til Kýpur ef evrópsk aðstoð, sem Kýpur hefur óskað eftir, á að vera fengin úr evrópska fjármálastöðugleikasjóðnum (e. EFSF). Þetta sagði forsætisráðherrann Jyrki Katainen í ræðu til þingsins fyrr í dag" (Mbl.is).
- Finnland, eitt af fáum ríkjum Evrópusambandsins sem er enn með AAA í lánshæfismat, hefur einnig sagt að ef það eigi að taka þátt í að aðstoða Spán vilji það fá auknar tryggingar og hlutabréf í spænskum bönkum. (Mbl.is)
Endilega lítið á greinina um Danmörku og ESB, sem er nánast nýbirt hér.
Jón Valur Jensson.
Finnar vilja frekari tryggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.