- "Frá báðum hliðum var fast sótst eftir fylgi Rúmena [um 1914-15]. Rússar buðu stjórnmálamönnunum fje og útsendarar miðveldanna stofnuðu blöð og keyptu blöð í landinu til þess að halda fram sínum málstað ..." (Þorsteinn Gíslason: Heimsstyrjöldin 1914-1918 og eftirköst hennar, útg.: Steindór Gunnarsson og Þorst. Gíslason, Rv. 1924, bls. 270-1).
Þetta sjá allir sem íhlutun í innanríkismál, en þegar hliðstæða þess gerist hér á Íslandi, þar sem lög mæla gegn slíku athæfi, þá virðumst við sitja uppi með lamandi hræðslu ríkissaksóknara við að styggja okkar Evrópusambands-innlimunarsinnuðu stjórnvöld, sem mælt hafa bót ófyrirleitnum fjáraustri Evrópusambandsins í áróðursstarfsemi s.k. "Evrópustofu" hér á Íslandi. Jafnvel Steingrímur mælir athæfinu bót með 100% meðvirkum hætti, þannig ekki virðist flísin komast á milli hans og Jóhönnu í þessu efni.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur svarað fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis vegna kæru samtakanna Samstöðu þjóðar, sem sættu sig ekki við það, að ríkissaksóknari hæfi ekki málssókn vegna ólöglegs framferðis sem stjórnvöld hér hafa leyft sendiráði og sendiherra Evrópusambandsins að komast upp með, þvert gegn Vínarsáttmálanum (sem Sigríður tekur ekkert tillit til, af því að hann tiltaki engin refsiákvæði!) og lögum hér.
Í svari Sigríðar virðist hún hengja sig í afar þröngan skilning lagagreina um þessi mál, telur t.a.m. "blöð" einungis geta vísað til reglubundinnar útgáfu dagblaða, vikublaða og tímarita (ekki t.d. bæklingaútgáfu). Hún horfir ennfremur alveg fram hjá því, að dómafordæmi eru komin fyrir því í meiðyrðamálum, að lögjöfnun sé beitt um meiðyrði á vefnum rétt eins og í blöðum eða á prenti, þótt einungis hið síðarnefnda sé tiltekið sérstaklega í meiðyrðalöggjöfinni.
Þá tekur Sigríður ekkert tillit til gígantískrar upphæðar ESB-áróðursfjár hingað, 230+ milljóna króna, eins og þetta gríðarlega umfang geri athæfið ekki hætishót alvarlegra!
Ef Upplýsingastofnun Bandaríkjanna hefði á um tveggja ára tímabili eytt hér jafnvirði 230 milljóna nýkróna til kynningar á sérlegu ágæti Bandaríkjanna og góðum kosti þess að Ísland gerðist þar 51. meðlimaríkið, þá hefði engum blandazt hugur um, að sá fjáraustur hefði falið í sér beina íhlutun í okkar innanríkismál. Hinn rauði Steingrímur J. Sigfússon hefði t.d. brugðizt afar hart við slíku, eins og eðlilegt hefði verið. En nú situr hann lúpulegur undir dagskipunum Jóhönnu Sigurðardóttur og talar þvert gegn áður þekktum eigin hug og eigin flokksmanna í þessum efnum.
Undirritaður fær ekki annað séð en að ríkissaksóknari bregðist með hliðstæðum hætti vonum þjóðhollra Íslendinga í þessu efni, með þröngsýnni, legalistískri túlkun laganna og með því að ætlast til þess að Vínarsáttmálinn sé gerður óvirkur vegna þess eins, að hann kveður ekki sérstaklega á um, hverja refsingu sendiherrann frá Brussel ætti að fá.
En skítt með refsinguna: Það er athæfi sendiherrans og framhald þess, sem átti að BANNA, af því að hann hafði ekkert leyfi til þess, heldur þvert á móti beina skyldu til að virða Vínarsáttmálann og friðhelgi síns gistilands.
Ríkissaksóknari á að starfa í þágu Lýðveldisins Íslands, ekki erlends stórveldis. (Er nokkur ósammála?!)
Tveggja blaðsíðna svarbréf Sigríðar er opinbert plagg og verður væntanlega birt hér á síðunni ásamt frekari gagnrýni.
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Löggæsla, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 04:29 | Facebook
Athugasemdir
Ég á ekki von á neinu réttlæti frá þessari snót,þarf ekki annað en sjá hana.
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2012 kl. 00:50
Ef þeir brjóta lög á Íslandi án þess að gripið sé inn, gerir það okkur miklu léttara að hreinsa út þegar byltingin óhjákvæilega kemur og fólkið og landið fær aftur "sjálfstæði" sitt til baka.
Eyjólfur Jónsson, 26.6.2012 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.