Ætli Samfylkingarmenn trúi yfirlýstum vilja leiðtoga Þjóðverja til að auka miðstýringu Evrópusambandsins og hraða samrunaferlinu?

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble.

Áhrifamikill fjármálaráðherrann í ríkisstjórn Þýzkalands, Wolfgang Schäuble, "vill að ríki Evrópusambandsins framselji aukið vald til sambandsins á "mikilvægum pólitískum sviðum án þess að ríkisstjórnir landanna geti stöðvað ákvarðanir"," skv. viðtali við hann í Der Spiegel í dag, AFP-fréttaveitunni og Mbl.is (tengill neðar).

"Til þessa hafa ríki ESB nær alltaf haft síðasta orðið. Það gengur ekki lengur," segir Schäuble og vill í staðinn "breyta framkvæmdastjórn ESB í raunverulega ríkisstjórn, styrkja Evrópuþingið í sessi og kjósa í almennri kosningu forseta sambandsins."

  • Í frétt AFP segir að ummæli Schäuble komi í kjölfar ítrekaðra yfirlýsinga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að aukinn Evrópusamruna þurfi til þess að takast á við efnahagserfiðleikana innan ESB, en ekki minni."

Þetta ætti að vera deginum ljósara, hvert ráðamenn Þýzkalands vilja fara: í átt til sterkara ESB og veikari þjóðríkja innan þess, veikari hvað eigin fullveldisrétt og ákvörðunarvald þeirra varðar.

  • Schäuble varaði einnig við því ef evrusvæðið liðaðist í sundur. Hann sagði að ef það gerðist myndu koma fram efasemdir um margt annað sem sett hafi verið á laggirnar undir merkjum Evrópusamrunans eins og innri markað ESB og frjálsa för fólks um Evrópu. "En að ESB liðist í sundur er út í hött. Heimurinn er að færast saman og að hvert ríki í Evrópu stæði á eigin fótum? Það getur ekki gerst, má ekki gerast og skal ekki gerast." (Leturbr. JVJ.)

Þetta eru harla ákveðin iorð, og hér skulu menn hafa í huga, að vægi Þýzkalands í leiðtogaráði ESB og í ráðherraráði þess er nú 8,41%, en eykst hinn 1. nóvember árið 2014 í 16,41%, þ.e. nær tvöfaldast. Heldur einhver í alvöru, að Þýzkaland muni ekki nota þessa yfirvofandi sterku aðstöðu sína til að reyna að gera Evrópusambandið að enn valdfrekari einingu, stórríki raunar? Það er einmitt það, sem Jacques Delors og Barroso, sem báðir hafa gegnt æðstu valdastöðu þar, sem og Gordon Brown, meðan hann enn var við völd, hafa tjáð hver um sig: þ.e. drauminn um hið volduga heimsveldi. 

Ísland yrði í slíkri stórveldaeiningu nánast áhrifalaust með öllu og trampað á hagsmunum okkar, þegar voldugri þrýstiþjóðir innan ESB myndu telja sér henta. Þannig gerast kaupin á eyrinni í Brussel nú þegar, og sú þróun, sem frá greinir hér á undan, gerir ekki annað en að draga úr vonum flestra viti borinna manna um, að hægt yrði að viðhalda íslenzku sjálfstæði og fullveldi innan þessa stórveldabákns.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill að ESB fái ríkisstjórn og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Andspyrnuhreyfingu strax!!!

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2012 kl. 02:49

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þakka þér, Helga.

Jón V.J.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.6.2012 kl. 02:59

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta eru ótrúleg og óhugnarleg orð satt að segja...

Það getur ekki gerst, má ekki gerast og skal ekki gerast að hvert ríki í Evrópu standi á eigin fótum...

Hvílíkur hugsanaháttur segi ég bara, það er ekki verið að stuðla að því að hver og einn geti séð um sig sjálfur í hverju ríki fyrir sig, nei það gæti orðið hættulegt þeim sem vilja ráða að einhverjir gætu haft það gott...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.6.2012 kl. 08:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að samfylkingarfólk trúi öllu sem kemur utan að.  Útlendingar eru svo miklu merkilegri en landinn sveitavargurinn íslenski.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 09:18

5 Smámynd: Sólbjörg

Takið eftir að Jóhanna Sig talar mjög líkt og Wolfgang: " Það getur ekki gerst, má ekki gerast og skal ekki gerast." Svona hljómar rödd einræðiskúgunar.

Járnhælinn er kominn á loft!

Sólbjörg, 24.6.2012 kl. 12:46

6 Smámynd: Sólbjörg

Ásthildur ef þú rifjar upp tilvik þar sem fólk tekur engum rökum hlustar ekki á nein sjónarmið og lætur réttlæti róa, þá eru alltaf peningar og/eða völd gulrótin, bregst ekki.

Sólbjörg, 24.6.2012 kl. 12:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég veit Sólbjörg mín, en svo eru allir hinir sem trúa og treysta forystunni, þeim er ekki ætlað að græða neitt á þessu.  Nytsamir sakleysingjar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2012 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband