Innan við 10% af lögum Evrópusambandsins ná hér í gegn með EES-samningnum

  • "Margir mjög stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál, og er EES innan við 10% af ESB-aðild, eins og segir á vef Heimssýnar:
  • "Á árunum 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34.733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3.119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent. Þessar upplýsingarnar eru sóttar úr gagnabönkum og gefa raunsanna mynd af hlutfalli ESB-löggjörninga sem teknir eru upp í EES-samningnum. 
  • Ef EES-samningnum yrði sagt upp myndu sjálfkrafa taka gildi fríverslunarsamningar sem voru í gildi áður en EES-samningurinn var gerður, sbr. 120. grein samningsins. Við getum því róleg sagt upp EES-samningnum og kvatt Evrópusambandið áður en það sekkur undan eigin þunga. 
  • Enginn áhugi er í Noregi að ganga í Evrópusambandið. Allar líkur eru á að EES-samningurinn muni halda gildi sínu um sinn þótt vaxandi krafa sé í norskri umræðu að endurskoða samninginn og færa hann í búning tvíhliða samkomulags."
  • Heimild: Heimssýn."

Tekið hér af ESB-málefnasíðu Hægri grænna, en sá flokkur, sem nýtur um 7% fylgis í nýlegri skoðanakönnun, "er alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið."

jvj.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband