Fjórflokkurinn brást gervallur - meiri háttar svik Vinstri grænna o.fl. á Alþingi vegna forréttindafrumvarps í þágu ESB

IPA-styrkjum í þágu Evrópusambandsins var rennt með hraði í gegnum Alþingi í kvöld. stjórnarandstöðu-flokkarnir brugðust þjóðinni með þvi að bregða ekki fæti fyrir þetta gerræðisfrumvarp sem gefur útsendurum ESB fordæmalaust skatt- og tollfrelsi á öllum sviðum fyrir sitt hafurtask og starfsemi sína hér á landi!

Jafnréttisákvæði 65. gr. stjórnarskrárinnar er hér þverbrotið ("Allir skulu vera jafnir fyrir lögum ... Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna"). Kalla mætti þetta mismununarfrumvarpið mikla, en jafnframt þókknunar-frumvarpið harmræna til að staðfesta þýlyndi ýmissa þingmanna, allra í Samfylkingu, flestra í VG og tveggja annarra, gagnvart Evrópusambandinu.

Fyrir þessu stendur sjálft Alþingi Íslendinga (31:18 var niðurstaða atkvæðagreiðslunnar, og vantaði einn upp á, að raunverulegur meirihluti næðist allra þingmanna).

Sjá um þetta dæmalausa mál þessa ýtaregri grein undirritaðs í kvöld: GERVALLUR Fjórflokkurinn svíkur þjóðina í IPA-málinu til þægðar ESB, en VG með eindregnustum hætti auk evrókrata. -- Í greininni má svo að sjálfsögðu finna afgerandi rökstuðning fyrir því, sem fram kemur í fyrirsögninni.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is IPA-styrkir samþykktir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

IPA styrkir og Vaðlaheiðargöng! Þetta siðleysi endar með hörmungum. Sumir skilja ekkert fyrr en eitthvað mjög alvarlegt gerist.

Landsmenn þola ekki að það sé endalaust brotið á þeim, án þess að það birtist í einhverri mynd. Það verður á ábyrgð þessa siðleysis og lögbrota-liðs, sem vanvirða og brjóta endalaust stjórnarskrá, lög, siðferði og mannréttindi.

Til hvers að fara eftir lögum, ef reiknað er með að þau skulu brotin? Til hvers að vera siðferðis-sinnaður ef reiknað er með siðleysi?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.6.2012 kl. 01:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála ykkur báðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband