Steingrímur Sigfússon reynir að halda öllum heitum (en ekki öll heit sín) vegna kosninga

Sannarlega hafa orðið "forsendubreytingar" varðandi Evrópusambandið sem Össurarflokkurinn sótti um innlimun í, þó ekki þær, að ESB stefni á að verða sambandsríki, því að það gerði það þegar árið 1997.*

Ummæli Steingríms J. í þætti Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun má ekki oftúlka -- ekki fram yfir það, sem hann sagði fyrir fáeinum dögum: að hann vilji gefa Evrópusambandinu "þrjá mánuði" til að sjá, hvernig fari með erfiðleika evrusvæðisins. Steingrímur er því enn ekki kominn á fremsta hlunn með að brjóta upp stjórnarsamstarfið; það verður trúlega ekki fyrr en í lok þess!

  • "Auðvitað hljótum við að fylgjast grannt með því hvernig Evrópu tekst að leysa úr sínum málum og hvers konar Evrópusamband rís þá upp úr þessum sviptingum," sagði Steingrímur [í þessu viðtali í dag] og bætti við að ef þróun sambandsins leiðir til stóraukins samruna, með aukinni miðstýringu, hljóti Ísland að þurfa að leggja sjálfstætt og nýtt mat á það. (Mbl.is.)

Steingrímur hefur unnið þvert gegn stefnu flokks síns frá upphafi stjórnarsetunnar, bæði í Icesave- og ESB-málinu og AGS-málinu að auki. Hann virðist hafa gert allt til að halda flokki sínum við völd -- ekkert gjald verið of hátt fyrir það markmið. Þess vegna virðist hún tilkomin þessi algera auðsveipni við Samfylkinguna, sem sjálf virðist fjarstýrð frá Brussel, enda stefna þau sjálf að því að draga Evrópusambandsfánann að húni yfir sjálfu Alþingi og á öll sendiráð landsins.

En nú er Steingrímur farinn að láta á sér skilja, að hann setji fyrir sig frekari valdþjöppun í Brussel, hugsanlegan "stóraukinn samruna, með aukinni miðstýringu". Hann á þó að vita það eins og allir upplýstir menn, að sjálfir grunnsáttmálar Evrópusambandsins gera okkur nú þegar ókleift að ganga í það án missis fullveldis okkar og forræðis yfir náttúruauðlindum okkar, þ.m.t. fiskistofnunum (sbr. nýbirta grein hér).

En refjar voru þetta útspil hans: Hann er farinn að reyna að höfða þarna til kjósenda VG á ný og undirbúa að stökkva frá öllum saman ESB-áhuganum alveg undir lok kjörtímabilsins, þegar ekki þarf að kalla fram aukakosningar, og minnir þarna á skipstjóra sem síðastur stekkur frá borði á sökkvandi fley sínu; þannig gangi hann líka óbundinn til nýrra kosninga og ekki taglbundinn Jóhönnu Sigurðardóttur eins og nú. Með þessu getur þá ennfremur náð því markmiði að tryggja eins kjörtímabils þingmönnum sínum (sem og stimamjúkum Hreyfingarmönnum) full biðlaun í 6 mánuði. Þannig getur Steingrímur t.d. launað viðhengi sínu úr NA-kjördæmi, Birni Vali Gíslasyni, margháttaða, óþjóðholla þjónustusemi í þessum ESB-málum að ógleymdu Icesave, sem Björn sá var frá upphafi æstur að sporðrenna með hraði. Endurkosning Björns Vals er nefnilega alls ekki á dagskrá hjá þjóðinni á næsta ári, nema kjördæmaráðið verði svo heillum horfið að setja hann á oddinn, þegar Steingrímur fær hugsanlega vel launað pláss í Brussel eins og gamall vinur þarlendra, 10 milljóna ESB-maðurinn Árni Þór Sigurðsson.

En refjarnar eru líka fólgnar í þessu: að Steingrímur reynir ekki aðeins að halda kjósendum VG heitum, heldur einnig Jóhönnu, með því að gefa sjálfum sér áðurnefndan þriggja mánaða gálgafrest til að hafna Evrópusambandinu, og þá styttist nú í það, að hann geti þreyð þorrann út kjörtímabilið með hjálp sinnar ótrúlega lipru tungu!

Jón Valur Jensson. 

* "Í samþykkt [ESB-]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61% -- það ákvæði sáttmálans tekur gildi 1. nóvember 2014.


mbl.is Gætum þurft að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband