Sjálfstæði og fullveldi landsins er árangurinn af baráttu sem stóð yfir í ótrúlega skamman tíma, en grunninn lagði þjóðskörungurinn sem fæddur var þennan dag, Jón Sigurðsson. Einstök gæfa fylgdi hinu lánsama, nýja ríki lengst af, en nú stafar okkur ógn af yfirráðahyggju evrópsks stórveldis, sem seilist hér til æðstu valda yfir öllum helztu málaflokkum þjóðlífsins, einkum hinum efnahagslegu, með stjórn peningamála og viðskipta við önnur ríki, og með auðlindastýringu, sér í lagi í sjávarútvegi.
Yfir þessum málaflokkum öllum tekur Evrópusambandið sér FULLAR VALDHEIMILDIR, eins og varaformaður Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, Gústaf Adolf Skúlason, ritaði hér fyrir nokkrum dögum:
"Skýringin á því, hvers vegna aðildarferlið dregst, er meðal annars að finna í sjávarútvegskaflanum en ESB fer með einhliða og alhliða vald yfir þeim málaflokki. Svið valdaheimilda ESB er skýrt skilgreint í Lissabonsáttmálanum í 1. bálki um flokka og svið valdheimilda Sambandsins, 2. gr. (feitletur og undirstrikanir mínar/gas):
- "1. Þegar Sambandinu eru veittar fullar valdheimildir á tilteknu sviði í sáttmálunum er því einu heimilt að setja lög og samþykkja lagalega bindandi gerðir en aðildarríkjunum er því aðeins heimilt að gera slíkt að Sambandið veiti þeim umboð til þess eða í því skyni að koma gerðum Sambandsins til framkvæmda."
- Í 3.gr. eru hin tilteknu svið skilgreind:
- "1. Eftirtalin svið skulu falla undir fullar valdheimildir Sambandsins:
- a) tollabandalag,
- b) setning nauðsynlegra samkeppnisreglna vegna starfsemi innri markaðarins,
- c) peningamálastefna fyrir þau aðildarríki sem hafa evru sem gjaldmiðil,
- d) verndun lífrænna auðlinda hafsins innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar,
- e) sameiginleg viðskiptastefna.
- 2. Sambandið skal einnig hafa fullar valdheimildir þegar kemur að gerð milliríkjasamninga ef kveðið er á um gerð þeirra í lagagerð Sambandsins eða hún telst nauðsynleg til að gera Sambandinu kleift að beita valdheimildum sínum á vettvangi sínum eða að því marki sem gerð slíkra samninga er til þess fallin að hafa áhrif á sameiginlegar reglur eða breyta gildissviði þeirra."
Samkvæmt ofangreindum skilmálum er algjörlega ljóst, að Íslendingar afsala sér sjálfsákvörðunarrétti sínum varðandi stjórnun peningamála, 200 mílna lögsögu sjávar og auðlindum hafsins, milliríkjasamningum Íslendinga og sameiginlegri viðskiptastefnu.
Í heimsóknum Stefans Fúle til Íslands hefur hvorki hann né hafa aðrir ráðamenn ESB reynt að upplýsa landsmenn um kröfur Lissabonssáttmálans né þýðingu þeirra krafna fyrir framtíðar stjórnarhætti Íslands, gangi Ísland með í ESB." (Tilvitnun lýkur í grein Gústafs Skúlasonar.)
Jón Valur Jensson.
Sólbrenna líklega fáir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fullveldi og sjálfstæði Íslands | Aukaflokkar: Evrópumál, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.