Ólafur Ragnar Grímsson er andvígur inngöngu í Evrópusambandið

  • Af þeim þúsundum mála, sem Alþingi hefur afgreitt meðan ég hef verið forseti, eru það aðeins þrjú mál sem ég hef haft afskipti af, og það er Icesave, það er Evrópusambandsmálið, og það er fjölmiðlafrumvarpið.

Svo mælti langvinsælasti forsetaframbjóðandinn (skv. nýjustu skoðanakönnun) í viðtali á Útvarpi Sögu, sem endurtekið var á þessu laugardagskvöldi (nokkurn veginn orðrétt hér og efnislega 100% þannig).

Fyrr í viðtalinu ræddi Ólafur bæði EES-samninginn og ESB-inntökumálið all-ýtarlega og gerði andstöðu sína við samning um "aðild" deginum ljósari. Væri fengur að því að fá upptöku eða afrit af því viðtali hingað á vefsíðuna.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ólafur Ragnar með 58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér kemur lítið við afstaða hans til einstakra mála, enda á hún ekki að ráða úrslitum hjá forseta. Þarna finnst mér gæta mikils misskilnings hjá mönnum, sem telja þetta vera atriði varðandi vald hans. Forseti, sem fer eftir pólitískri sannfæringu, jafnvel þótt það sé á skjön við þjóðina, er ekki forseti í lýðræðisríki.

Hans hlutverk er að svara kalli þjóðarinnar, ef stjórnvöld ætla að ganga þvert á vilja hennar. Það er ekkert flóknara en það. Málskotsrétturinn er þjóðarinnar, en ekki forsetans í þeim skilningi. Ef sýnilegur meirihluti er ekki andvígur lagasamþykkt, þá samþykkir hann lög, ef mótbyrinn er afgerandi eða þjóðin klofin, þá lætur hann hana sjálfa skera úr um það, hvort sem það verður til góðs eða ills. 

Í þessu samhengi finnst mér þessi fyrirsögn mæla meira gegn Ólafi en hitt. Það er algert aukaatriði hvort hann er sammála meirihluta þjóðarinnar eða ekki. Ef hann rækir skyldur sínar samkvæmt stjórnarskrá, þá er það mér nóg. 

Þótt hann væri Evrópusambandsinni, en sverði eið að því að leyfa þjóðinni að ráða, burtséð frá því, þá kýs ég hann. Það er ópólitískur forseti sem skilur hlutverk sitt og skyldur, sem við þurfum. Ekki despot eða diktator sem fylgir eigin duttlungum.  Helsti andstæðingur hans er aftur á móti ekki þannig forsetaefni.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.6.2012 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband