Ólaf Ragnar eða Þóru?

Er ekki sjálfsagt mál fyrir frambjóðendur að upplýsa um afstöðu sína til mest umdeilda málefnis samtímans, málefnis sem varðar sjálfa stjórnskipun okkar og grundvöll lýðveldisins? Hér er vitaskuld átt við Evrópusambands-málið. Um þetta mál var fjallað í grein hér í morgun (smellið!): Afstaða forsetaframbjóðenda til ESB sýnir afstöðu þeirra til lýðveldisins og fullveldisákvæða stjórnarskrár. Lítið á þetta, og veltið líka fyrir ykkur ástæðu þess að nú vill Þóra Arnórsdóttir ekki upplýsa um afstöðu sína til Evrópusambandsins og inntöku Íslands í það mikla efnahagsveldi. Er hún skoðanalaus í því mikla máli, eða þykir henni ekki hentugt að upplýsa um afstöðu sína, af því að einungis um 27,5% aðspurðra í nýjustu skoðanakönnun vilja að Ísland gangi í þetta valdfreka ríkjasamband?

JVJ. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband