1.6.2012 | 12:11
Umboðsleysi ESB-aðildarsinna
Það er ekki hefð fyrir því á meðal nágrannaþjóða okkar að kjósa um hvort fara eigi í aðildarviðræður við Evrópusambandið eða ekki," sagði Baldur Þórhallsson, ESB-maður mikill (og styrkþegi) í viðtali við Mbl.is. Ekki var honum annt um að fólkið fengi að kjósa, ekki frekar en Evrópusambandið vildi leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur um Lissabon-sáttmálann, sem er endurvinnsluplagg á þeirri ESB-stjórnarskrá, sem franskir og hollenzkir kjósendur höfnuðu mjög eindregið þrátt fyrir alla "kynningarherferðina".
Þingheimur hafi sent skýr skilaboð út í samfélagið og til Evrópusambandsins í dag,
sagði Baldur, en þetta voru ekki skilaboð þjóðarinnar til Brussel, heldur flokka sem virðast vera rúnir trausti, hafa í 1. lagi um 17,5% stuðning þjóðarinnar við það að ganga í Evrópusambandið og eru í 2. lagi með met-atkvæðaflótta á kjörtímabilinu: Samfylkingin með einungis 13,6% fylgi skv. skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 (sjá blaðið, bls. 8 í gær), á sama tíma og Framsókn er með 15,8% og Sjálfstæðisflokkurinn 43,7% og Vinstri grænir 9,2%, en Dögun (með Hreyfinguna innanborðs, en einnig tilstyrk Borgarahreyfingarinnar, Frjálslyndaflokksins og stjórnlagaráðsmanna) með einungis 2,7%!
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Skoðanakannanir, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Fullt nafn samtakanna er: Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland (smellið hér!) Athugasemdir skrifist hér, vinsamlegast, undir fullu nafni, og gæti menn fyllstu kurteisi. Rakalaust persónuníð ekki liðið hér.
Efni
Nýjustu færslur
- Boris Johnson hefst strax handa við að löggilda Brexit-niðurs...
- FÁKEPPNI í fjölmiðlun: ESB-maðurinn Helgi Magnússon, sem á Fr...
- Stórsigur Íhaldsflokksins blasir við í brezku þingkosningunum...
- Löngu tímabær þingsályktunartillaga komin fram um að draga t...
- Kolbrún Bergþórsdóttir þæfist við í sínum ESB-predikunum sem ...
- Óhjálpfús Björn Bjarnason við leitina að sannleikanum um EES
- Nú er Fréttablaðið alfarið eign Helga Magnússonar, ESB-innli...
- Endanlegur samningur um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu...
- Gott til upprifjunar: Afstaða þingmanna til umsóknar um að Ís...
- Ein EU Liebesgedicht
- Skýrslan um EES-samninginn og áhrif hans virðist í mörgu till...
- Skýrsla 3ja manna nefndar utanríkisráðherra um meinta kosti o...
- Sjálfstæðisflokkurinn á erfitt uppdráttar með ótryggan Bjarna...
- Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði vir...
- Orkupakka-gróðaáform undirbúin með margra ára fyrirvara! Helm...
Færsluflokkar
- Auðlindir og orkumál
- Bloggar
- Bretland (UK)
- Dægurmál
- English, blogs in
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fiskveiðar, sjávarútvegur
- Fjármál
- Fullveldi og sjálfstæði Íslands
- Hermál, varnarmál
- Innflytjendamál
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Norræn málefni
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Spilling í stjórnmálum
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Spurt er
Tenglar
EVRÓPUSAMBANDIÐ
- NEI við ESB vefsetur samtaka gegn ESB-aðild Lítið á fróðlega vefsíðuna!
- Nei við ESB Facebókarsíða samtakanna
- EVRÓPUSTOFA - Jón Valur Jensson er ekki sáttur við Evrópustofu Viðtal við JVJ á Bylgjunni (Í Bítið) 27. jan. 2012
Mínir tenglar
- Fréttaknippi Mbl.is um ESB-mál Fjöldi frétta um fullveldismálin og hið ágenga stórveldi, sambræðslu gamalla nýlenduvelda umfram allt
- Evrópuvaktin, öflugur vefur færra manna Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson reka þessa vefsíðu, sem fylgist afar vel með öllum hræringum ESB-málefna
- ESB og almannahagur Mjög athyglisverð vefsíða Páls H. Hannessonar félagsfræðings sem hefur lengi starfað fyrir verkalýðshreyfinguna og sem blaðamaður, m.a. á danska blaðinu Notat.dk sem sérhæfir sig í skrifum um ESB.
- Heimssýn, heimasíðan
- Moggablogg Heimssýnar
- Vinstrivaktin gegn ESB Mjög góður vefur
Bloggvinir
- jonvalurjensson
- zumann
- halldojo
- gunnlauguri
- maeglika
- hhraundal
- bassinn
- ragnhildurkolka
- asthildurcesil
- benediktae
- bjarnihardar
- westurfari
- alyfat
- eggertg
- einarbb
- ea
- vidhorf
- bofs
- falconer
- gmaria
- alit
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gustaf
- halldorjonsson
- diva73
- hjorleifurg
- isleifur
- jaj
- fiski
- islandsfengur
- ksh
- krist
- pallvil
- rosaadalsteinsdottir
- samstada-thjodar
- tibsen
- viggojorgens
- postdoc
- vinstrivaktin
- thjodarheidur
- ornagir
- arnarstyr
- axelaxelsson
- bjarnijonsson
- diddmundur
- egill
- bjartsynisflokkurinn
- sunna2
- esbogalmannahagur
- gudjonelias
- gudjul
- hreinn23
- coke
- gustafskulason
- heimssyn
- kliddi
- thjodfylking
- johanneliasson
- jonbjarnason
- prakkarinn
- jvj
- koala
- kristjan9
- lifsrettur
- maggiraggi
- predikarinn
- ragnargeir
- undirborginni
- seinars
- thflug
- skolli
- doddidoddi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Eldri færslur
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefðar-herrann Baldur Þórhallsson kennir fólki hvernig hefðarfólkið telur eðlilegt að hundsa lög og lýðræðisrétt almúgans.
Eitt sinn var talað um hefðarfrúr, en nú eru það bæði hefðarherrar og frúr elítunnar, sem réttlæta afbrot sín gagnvart almúgafólki. Svo kennir þetta hefðarfólk sig við jöfnuð, mannúð og réttlæti, og kallað er á svika-pólitísku máli VINSTRI-(eitthvað).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2012 kl. 12:45
Þetta er merkileg fullyrðing þessa manns og í rauninni haugalygi. Hann gæti alveg eins haldið því fram að það væri ekki hefð fyrir lýðræði í víðara samhengi, eða þjóðaratkvæðum yfirleytt. Er hann að segja það sé ekki hefð fyrir þjóðaratkvæðum um eitt mikilvægasta liðinn í ferlinu og því beri að sleppa slíkum óþarfa á grunni hefðar? Hvort vegur svo þyngra lýðræði eða einhver hefð? Hvað er hefð í þessu sambandi?
1994 voru haldin þjóðaratkvæði um hvort sótt yrði um (Accession) hjá: Austurríki, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, svo það má aldeilis segja að það sé hefð fyrir þessu á Norðurlöndum allavega.
2003 voru það Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettlan, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía og Slóvenía.
Er hægt að fela sig á bakvið hefð þegar tæplega helmingur bandalagsþjóða hefur kosið um það hvort sótt yrði um? Er það hefð að tveimur þjóðum fleiri hefur ekki gert það?
Það er rétt að vara við ákveðnum blekkingarleik í þessu sambandi, en það er sú staðreynd að ríkistjórnir þessara ríkja hafa byrjað á því að sækja um en síðan hefur sú ákvörðun verið borin undir þjóðaratkvæði. Í einu tilfelli féllu þau í tvígang umsókninni í óhag og var hún þar með dregin til baka.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2012 kl. 14:01
13 þjóðir hafa skotið fyrst og spurt svo. Það þýðir ekki að þær hafi gengiðinn í bullandi aðlögunarferli fyrst og haft í höndum samkomulag áður en kosið var. Það var kosið áður en lagt var upp.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2012 kl. 14:05
Að minni vitund eru það engir aðrir en Bretar, sem hafa farið þennan farveg. Þeir lofuðu þjóðaratkvæðum í lok ferlisins en sviku síðan þjóðina um það. Niðurstaðan er sú að óeining hefur ríkt í landinu um málið frá upphafi og núna þar sem mikill meirihlut villhreinlega segja sig úr sambandinu. Enn eru 70% sem heimta þjóðaratkvæðin sem lofað var í tvígang.
Hér ætla menn líklega að fara sömu leið og ganga lengra en bretar í raun og láta samþykkt fyrir upptöku Evru fylgja með í kaupunum án þess að bera það undir þjóðina. Bretar höfðu þó duggun í sér að kjósa um það eins og meirihluti ES þjóða, og af þeim hópi höfnuðu margar myntinni. Þ.á.m. Bretar.
Það sem Ólaf Ragnar grunar, eins og mig, er að ætlunin sé að fara Bresku leiðina inn í sambandið. Það er möguleiki og hefur verið gert.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2012 kl. 14:17
Mín persónulega skoðun á Baldri Þórhallssyni er að hann sé skoffín sorrý, ég hef ekki snefil af virðingu gagnvart þessum prófessor, fyrir mér er hann persóna nongrata, það er mín persónulega skoðun og þannig er það bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2012 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.