29.5.2012 | 10:46
Unga Evrópa - hvar er framtíð þín?
Svíar hafa verið meðlimir í ESB síðan 1995 eða í 17 ár. Berlínarmúrinn féll 1989. Á tæpum aldarfjórðungi hefur Þýskaland reist sig úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar. Stálgrár ægishjálmur Germaníu kastar enn á ný skugga yfir Evrópu. Í suðurhluta Evrópu eru mörg ríkin að falli komin.
Hvernig gat þetta gerst?
Megin-skýringuna er að finna í myntbandalagi ESB og hinni sameiginlegu evru. Með því fyrirkomulagi var peningastjórn landanna afnumin og sett í hendur miðstýrðs bákns, sem stjórnað er af búrókrötum, sem engir hafa kosið.
"Ég er kjörinn," segir forseti framkvæmdastjórnarinnar, Barrósó. Hann var valinn af meðlimum stjórnmálaklúbbsins, hinni nýju valdastétt álfunnar, þar sem almennir kjósendur fá ekki að vera með. Ekki er hægt að setja Barrósó af né neinn annan í framkvæmdastjórninni, þótt ákvarðanir þeirra svelti fólkið. Lýðræðishallinn breiðist út með ógnarhraða.
Eina ríkið, sem grætt hefur á evrunni, er Þýskaland. Evran er gengislækkað deutsche Mark. Þýskar iðnaðarvörur eru fluttar út sem aldrei fyrr. Iðnaður annarra evruríkja lendir undir í samkeppninni. Alþjóðlegir þýskir þjóðarsósíalistar nugga hendurnar. Þeir sem klöppuðu fyrir Gordon Brown, þegar hann talaði á Evrópuþinginu um hið nýja hlutverk ESB að verða hið fullkomna ríki, sem stjórna mun heiminum. Þar trónir pólitíska valdastéttin og óreiðumennirnir á toppnum á meðan líf almúgans er afborgun með vöxtum. Draumurinn um ESB-stórveldið er Palli var einn í heiminum.
Icesave eurosafe. Þjóðin reis upp og stóð af sér fyrstu árásina. Núna segist ríkisstjórn Íslands vera búin að "bjarga" öllu. Samt er talað um, að bankarnir fari aftur á hausinn. Margur sveltur, er án vinnu og framtíðarmöguleika. Búinn að missa aleiguna.
Sænskir skattgreiðendur borga daglega um 82 milljónir sænskra króna til ESB. Ca. helmingurinn er beinn óafturkræfur styrkur. Skrímslið stækkar og þarf sífellt meira og sænska krónan er matmeiri en útþynnt evran. Í Málmey hafa bara 42% af utanlands fæddum íbúum atvinnu en 74% af þeim innfæddu. Alþjóðlegu sænsku þjóðarsósíalistarnir, sem stjórnað hafa Málmey í fjöldamörg ár, kalla ríkisstjórn Svíþjóðar rasista fyrir að hafa gert sérstöðu utanlandsfæddra á atvinnumarkaðinum sýnilega.
Í sumum evrulöndum er atvinnuleysi ungmenna að nálgast 60%. Með sama áframhaldi deyr framtíð Evrópu. Unga fólkið mun spyrja, hvað þeir eldri hafa gert.
Unga Evrópa, fyrir peninga má segja hvað sem er. Pakka inn áróðri og fela staðreyndir á bak við tálbeitur. Komið með, það er svo gaman. Látið ykkur dreyma meðan tími gefst.
Í Aþenu búa þrjár kynslóðir í lítilli íbúð og lifa á ellilífeyri ömmu gömlu. 3000 Grikkir, margir ungir, hafa svipt sig lífinu.
Innihaldið í pakkanum á eftir að versna.
Stokkhólmi 29. maí 2012,
Gústaf Adolf Skúlason.
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:00 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Gústaf Adolf; og þakka þér fyrir, drungalega frásöguna - en nauðsynlega, samt !
Svo furða Vesturlandabúar sig á; að frændur mínir Mongólar - sem aðrir Asískir, séu að ná undirtökunum, í nágranna álfunni Evrópu.
Þjóðverjar; (Germanir) hafa skilið eftir sig brunninn svörð, allt frá Þjóðflutninga tímabilinu (4. - 6. öldum), og því er nú komið, sem komið er.
Velkomnir; í spjallvinahóp minn ESB rannsakendur, góðir.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.