Athyglisverðar þessar skoðanakannanir 365 fjölmiðla síðustu daga! Hve margir vildu að tillaga Vigdísar Hauksdóttur yrði samþykkt? Nærri því jafnstór meirihluti og í "Icesave 3"! Hve margir vilja hætta ESB-viðræðum? Yfirgnæfandi meirihluti! Hér er þetta hvort tveggja nánar:
(Heimild: http://bylgjan.visir.is/kannanir/)
Þeir eru tvöfalt fleiri sem vilja hætta viðræðum en hinir sem vilja halda þeim áfram!
Og svo var það könnun Fréttablaðsins ESB-sinnaða, birt í gær. Á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næstunni til að ákveða hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram? Já sögðu 57,9%, nei 42,1%.
Þeim er ekki alveg alls varnað á 365 fjölmiðlum að birta þó þessar staðreyndir!
Með ákvörðun sinni sl. fimmtudag, 24. maí, hefur meirihluti alþingismanna augljóslega gengið þvert gegn eindregnum vilja landsmanna. Hið sama gerðist raunar, þegar stofnað var til þessa óhæfuverks í júlí 2009. Í maíjúní það sama ár, þegar þingsályktunartillaga lá fyrir Alþingi um að sækja um "aðild" að ESB, var gerð Capacent-Gallup-könnun um afstöðu almennings og spurt: "Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?" Þá reyndust heil 61,1% svara: "Mjög miklu máli", en 15,2%: "Frekar miklu máli" (alls 76,3%), en 4,9% sögðu: "Frekar litlu máli" og 13% "mjög litlu máli" (alls 17,9%); en "hvorki né" sögðu 5,8%. (Heimild hér.)
Gegn þessum almenna vilja gekk Alþingi árið 2009 (raunar með múlbundnum vinstri grænum þingmönnum, þvert gegn þeirra eigin yfirlýstum vilja). Það sama gerðist nú, eins og ljóst er af báðum þeim könnunum nýliðinnar viku, sem hér var sagt frá.
Það er því sama, hvernig þingmenn og óbreyttir fylgismenn Samfylkingarinnar hælast um vegna niðurstöðunnar 24. maí og umsnúa staðreyndum -- sannleikurinn er kominn í ljós og hverfur ekki, meðan Íslendingar hafa augun opin.
Gleðilegan hvítasunnudag!
Jón Valur Jensson.
Meginflokkur: Skoðanakannanir | Aukaflokkar: Bloggar, Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:07 | Facebook
Athugasemdir
Gleðilegan hvítasunnudag
Þetta er alveg greinilegt! Samt heldur þetta lið áfram með misfærslunar og vitleysuna eins og sjá má í þessum nýja bækling þeirra já-ista.
* það mætti einhver taka sig til og laga bloggmyndina ykkar, félagar
Guðni Karl Harðarson, 27.5.2012 kl. 13:05
Þakka þér fyrir innleggið, Guðni Karl.
Hvað myndina hér efst varðar, tókst mér ekki að smækka hana (né stækka bláa bálkinn niður á við), en ég kann samt afar vel við hana, þetta er afar falleg mynd af landinu, með skýjafari inn á flesta firði - en greinilega einna þokukenndast á Austfjörðum.
Jón Valur Jensson, 27.5.2012 kl. 13:11
Gleðilegt hvítasunnukvöld eða nótt.
Við sjáum bara helminginn af landinu en ég er sátt fyrst minn fjörður er þarna en ekki borg Óttans og nágrenni.
Við getum farið aftur í tímann og rifjað upp kosningabaráttuna þegar Jóhanna og Steingrímur voru í 3 mán. stjórninni þar sem fyrsta mál var að reka Davíð Oddsson :-) Svo fengu þau kosningu og fyrsta mál á dagskrá var að hefja aðildarviðræður við ESB og borga skuldir Landsbankans - Icesave. Í kosningarbaráttunni sagði Jóhanna að þau myndu ekki fara í aðildarviðræður við ESB. Hún skrökvaði að þjóðinni og var búin að fá Steingrím með sér í lið. Hann braut gegn þjóðinni - fékk kosningu vegna þess að hann var alfarið á móti ESB. Þetta kallast kosningasvik - þannig var upphafið og ekki hefur þetta lagast.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.5.2012 kl. 23:40
Þakka þér, Rósa!
Og gleðilega hátíð.
Jón Valur Jensson, 28.5.2012 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.