Fer forsætisráðherra Íslands með ósannindi um stöðu ESB-mála?

Því er blákalt haldið fram í leiðara Mbl. Fari blaðið rétt með, er það vitaskuld alvarlegt mál. Á Alþingi sagði Jóhanna

  • kannanir hafa "sveiflast mjög frá því að lögð var inn aðildarumsókn" og að fylgið sé "nokkuð lítið núna". Hún sagði að skýringarnar "liggi nokkuð ljósar fyrir" og nefndi makríldeilu og meðalgöngu ESB vegna Icesave-málsins í því sambandi. Þar að auki hafi staðan í Evrópu "á umliðnum vikum og mánuðum" haft áhrif en það sé vonandi tímabundið. "Ég hygg því að bakslagið sé tímabundið að því er varðar þessa skoðanakönnun," sagði Jóhanna. (Tilvitnun hér úr leiðara Morgunblaðsins í dag: Ósannindi um stuðning.) 

Er þetta rétt hjá henni? Er hér um stutt eða tímabundið "bakslag" að ræða frá "fylgi" við ESB-umsókn flokks hennar og Vinstri grænna? Fjarri fer því. ALDREI hefur verið meirihlutastuðningur við "aðild" náð meirihlutafylgi í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem þó hefur barizt fyrir þessu máli nánast frá fyrstu tíð og nýtur til þess stuðnings voldugra fjölmiðla (rétt eins og í sínu Icesave-máli) og nú síðast beinnar áróðursfjárveitingar frá Evrópusambandinu, sem veitr heilum 230 milljónum til "kynningarstarfs" í gegnum Athygli hf. og tvær svokallaðar "Evrópustofur", í Reykjavík og á Akureyri.*

Upplýsingar, sem staðfesta MEIRIHLUTASANDSTÖÐU við "aðild" allt frá upphafi umsóknarinnar verða birtar hér sundurliðaðar á þessu vefsetri í annarri grein innan tíðar.

Ofangreind ummæli lét Jóhanna Sigurðardóttir falla í liðinni viku í svari við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, en hann hafði spurt hana þar um afstöðuna til aðildarumsóknar "í ljósi vilja þjóðarinnar,"og vísaði hann til nýlegrar, vandaðrar skoðanakönnunar, þar sem fram kom, að meirihluti var á móti aðild, en einungis 27,5% fylgjandi henni."

Hvetja ber alla til að lesa þennan leiðara Morgunblaðsins í dag, Ósannindi um stuðning, bls. 20. Þótt ekki sé hann langur, fær svar Jóhönnu þar eins afgerandi röklega hrakningu eins og verða má. Svar hennar er í raun "fjarstæða" (orð leiðarahöfundar, studd gildum rökum), og hún "hlýtur að vita betur" í raun og veru. Engar umtalsverðar sveiflur hafa verið á andstöðu þjóðarinnar við inngöngu í Evrópusambandið, og þar þurfti hvorki makrílmál né aðild ESB að lögsókn á hendur okkur fyrir EFTA-dómstólnum til, og það væri réttast að Jóhanna viðurkenndi með "ísköldu mati" í stað þess að fara með ósannindi, eins og hún gerði á sjálfu Alþingi í svari sínu. Eða er málinu kannski þannig farið, eins og segir í lok leiðarans: "Er staða umsóknarinnar svo veik að hún þoli ekki að sannleikurinn komi fram?"?

* Síðarnefnda "Evrópustofan" var opnuð nú í kringum 1. maí, á sama tíma og ESB hleypti hér af stokkunum vikulöngum hátíðahöldum á s.k. þjóðhátíðardegi Evrópusambandsins. Í sjálfum ESB-löndunum tíðkast aðeins að halda upp á þetta einn dag á ári. Greinilega þykir Brusselmönnum ekki af því veita að herða sig hér, með mikinn meirihluta þjóðarinnar á móti aðild Íslands að þessari stórveldisviðleitni, en aðeins 27,5% með!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband