Fullyrðingar Samfylkingarmanna um klofna afstöðu sjálfstæðismanna til ESB eru tilefni fyrir þá fyrrnefndu til að skoða sjálfa sig í spegli

Einungis 10,2% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru hlynnt inngöngu í ESB skv. skoðanakönnun, en þegar litið er til Samfylkingar, eru 12,3% mótfallin inngöngu. 73,8% kjósenda Samfylkingarinnar eru hlynnt því að Ísland gangi í ESB, en 77% sjálfstæðismanna eru því andvígir.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn er sagur klofinn í þessu máli, þá ætti það miklu fremur að segjast um Samfylkinguna!

Grasrótin í Sjálfstæðisflokknum er einarðari í þessu máli en í nokkrum öðrum flokki sem nú er á þingi. Annað mál er, að forystan í Valhöll lætur ekki nógu vel að stjórn flokksmanna og er enn með all-lina afstöðu í ESB-málinu, eins og greina mátti á tali Bjarna Benediktssonar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. Þá eru hreinni línur hjá Guðmundi Franklín Jónssyni í Hægri grænum í andstöðunni við Evrópusambands-inngöngu. En þvílík er andstaðan við hana í Sjálfstæðisflokknum, að það á vel að vera unnt að setja þar traustan fullveldissinna á formannsstól eða ætlast til skeleggari afstöðu núverandi formanns. Hann hefði yfirgnæfandi fjölda fylgismanna flokksins með sér í því máli.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mest andstaða hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband