Manuel Hinds telur upptöku Bandaríkjadals álitlegan kost, en ekki upptöku evrunnar

Manuel Hinds, ráðgjafi stjórnvalda í El Salvador, var í Silfri Egils í dag og VARAÐI Íslendinga við upptöku evru vegna fylgifiska hennar, þ.e. vegna þess tröllaukna reglukerfis sem myndi fylgja. Íslendingar hafi búið við mjög frjálst (liberal) efnahagskerfi, jafnvel á tíma vinstri stjórna, en þarna yrði breyting á, ef samið yrði við Evrópusambandið.

Á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, í fyrradag (sjá tengil neðar) taldi hann raunhæfan kost fyrir Ísland að taka einhliða upp Bandaríkjadal. "Hann segir það ekki rétt sem haldið hefur verið fram að það kosti mikla fjármuni að stíga slíkt skref" (Mbl.is) og sagði í Silfrinu í dag, að jafnvel þótt Bernake í Bandaríkjunum legðist gegn einhliða upptöku dollarans hér, hefði það ekkert að segja, því að svo mikið magn sé af Bandaríkjadal í umferð í heiminum og því auðvelt fyrir okkur að fá lán í þeirri mynt.

Við fjöllum e.t.v. nánar um þetta mál hér í annarri grein -- og bjóðum velkomnar allar umræður um það -- og ekki má taka þetta frétta-viðbragð til marks um afstöðu Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland (fullveldi.blog.is) til gjaldeyrismála. Við höfum ekki tekið neina afstöðu í þeim málum og ýmsir félagsmanna sennilega fylgjandi því, að við höldum áfram með krónuna; í hópi þeirra er t.d. undirritaður.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telur einhliða upptöku færa leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband