Guðfríður Lilja Grétarsdóttir: Illu heilli var ESB-umsóknin lögð fram

"Það er vel hægt að taka upplýsta ákvörðun um aðild á grundvelli þess sem við þegar vitum," segir hún réttilega í Mbl.-viðtali og telur að endurskoða verði aðildarviðræðurnar hið allra fyrsta, að þjóðin fái að kjósa um það.

"Ruddalega" segir Jón Bjarnason, flokksbróðir Guðfríðar Lilju, þá framkomu Árna Þórs Sigurðssonar, formanns nefndarinnar, í Guðfríðar garð, að hún skyldi ekki höfð með í ráðum þegar utanríkismálanefnd vísaði margra milljarða IPA-styrkjum frá ESB til afgreiðslu þingsins, þ.e.a.s. í stað þess að kæfa þá ósvífnu, ólögmætu aðgerð í fæðingu. Þetta gerist á sama tíma og Evrópustofa undirbýr mikil hátíðahöld hér á Íslandi á næstu dögum! Frá henni segir í Morgunblaðinu í dag.

Guðfríður minnir einnig á alvarlegar hótanir Evrópusambandsins út af makrílveiðum okkar "að ógleymdri aðild að málsókn vegna Icesave," og er greinilegt, að hún hefur fengið sig fullsadda af þjónkun flokksforystu sinnar við þráhyggju og stjórnsemi Samfylkingarinnar. Kemur það fáum kunnugum á óvart. Hriktir nú mjög í tæpum stjórnarmeirihlutanum, sem svo er trausti rúinn, að einungis 22% aðspurðra segjast styðja stjórnarflokkana í nýjustu skoðanakönnun.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þjóðin verði spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stuttungur

Er ekki nóg komið af þessur ESB bulli. Það er sagt að reynslan sé til að læra af en mér sýnist eftir lestur margra blogga hér að öll sjálfstæðisbarátta forvera okkar sé gleymd og grafin og við eigum sem fyrst að gera annan "Gamla Sáttmála" við ESB og afhenda okkar auðlindir og sjálfáhvörðunarétt möglunarlaust. Lýsum vantrausti á núverandi ríkisstjórn, veljum fólk sem enn hefur að leiðarljósi heiðarleika og vilja til að byggja upp land og þjóð án þess að láta eiginhagsmuni ráða ferð. Til að vitna í orð sem sögð voru á hátindi sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19 öldinni, "Vér mótmælum allir!" og eiga sterklega við í nútíð. Gaman væri að vita hvert allir þessir milljarða styrkir fóru?

Stuttungur, 28.4.2012 kl. 07:55

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

wtf?

Sleggjan og Hvellurinn, 28.4.2012 kl. 09:31

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Forustusveit VG er bullandi meðvirk gagnvart Samfylkingunni, þeir kunna ekki annað og geta ekki annað.  Forusta VG er búin að leggja flokkinn í rúst og reyna að draga þjóðina með sér í svaðið.

Nú þurfa þeir þingmenn VG sem ekki eru í meðvirknihópnum að taka sína stöðu og setja flokksforustunni stólinn fyrir dyrnar, að öðrum kosti er ekkert að marka það sem þetta fólk segir.  Stundum þurfa menn jafnvel að stöðva mál sem þeir annars vildu styðja, í þeim tilgangi að sýna forustunni og samstarfsflokknum að þeim er alvara þegar kemur að þeim málum sem skipta máli, ESB í þessu tilfelli.

Þeim mun ævinlega verða minnst sem hetjum stöðvi þau framgöngu ESB-sinna, ekki seinna en núna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.4.2012 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband