SI styðji verkalýð fremur en landeyður

Samtök iðnaðarins, SI, eru meðal við­semj­enda verka­lýðs­félaga. Þau ættu fremur að bæta kjör manna en að styðja þjóð­fjand­sam­lega starf­semi.

"Samtök iðnaðarins studdu Já, Ísland sem að­hyllt­ist samstarf við Evrópu­samband­ið."

Þetta kom fram í nýrri bók Helga Magnússonar, Lífið í lit, sem Björn Jón Bragason sagnfræðingur skráði. Frá þessu sagði í grein Jakobs Bjarnar í gær á vefsíðu Vísis.

Öfugmæla­samtökin Já, Ísland unnu að því að Ísland yrði enn eitt litla tannhjólið í Evrópu­sambandinu. Samtök iðnaðarins ættu fremur að stuðla að bættum kjörum verkalýðs á Íslandi heldur en að gera landið að undirlægju ráðherraráðs, framkvæmda­stjórnar og annarra stýri­appar­ata þessa stórvelda­sambands, sem að mestu leyti, í atkvæðavægi í ráðherraráðinu og á ESB-þinginu, hefur verið undir stýrivaldi hinna gömlu nýlendu­velda* álfunnar, en um það hefur áður verið fjallað hér í greinum.

Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hlakkar til að fara í verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband