Evrusvæðið hættulega berskjaldað gagnvart efnahagskreppum

Þetta er nú mat Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og sagt komið til af pólit­ískum mistökum sem gerð hafa verið í tengsl­um við evru­svæðið.

Christine Lagarde, forstjóri AGS. Fram­kvæmda­stjóri AGS, Christ­ine Lag­ar­de, sagði á fimmtu­dag­inn að bank­ar á evru­svæðinu stæðu ekki nógu styrk­um fót­um kæmi til frek­ari efna­hagserfiðleika.

Lausn­ina sagði Lag­ar­de, sem er fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Frakk­lands, auk­inn samruna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og meðal ann­ars með einni sam­eig­in­legri inni­stæðutrygg­ingu. (Mbl.is)

Það er ekkert nýtt, að krísur og áföll í Evrópusambandinu þyki þar jafnóðum vera tilefni til enn meiri samrunaþróunar -- handhæg réttlæting fyrir því að stórríkið fái enn og aftur að belgja sig enn meira út, með meiri valdheimildum o.s.frv., en þá um leið með enn meira í húfi fyrir öll evrusvæðis-ríkin, skyldi þetta mikla hrófatildur verða fyrir nýjum áföllum, sem ekki voru fyrirséð eða gert ráð fyrir í skólabókadæmum tilraunasmiðanna í Brussel og í Evrópubankanum.

Og þetta er það sem íslenzkir ESB-sinnar hafa verið að mæla með eins og trúarjátningu, sem sjálfu akkeri stöðugleikans!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Evrusvæðið hættulega berskjaldað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband