Endanlegur samningur um úrsögn Breta úr Evrópu­sambandinu 31. okt. væntanlega samþykktur næstkomandi laugardag!

Boris Johnson og Juncker voru að tilkynna að tekizt hafi samn­ingur milli ríkis­stjórn­ar Bret­lands og ESB um úrsögn Breta úr ESB 31. þ.m. Hann verður bor­inn undir brezka þing­ið nk. laug­ar­dag, til lukku von­andi, auk þess sem Juncker, forseti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, segir samn­ing­inn endan­lega verða borinn undir leið­toga­ráð Evrópu­sambandsins. 

Þótt ákvæði samningsins séu ekki að fullu kunn, þegar þetta er ritað, fer Juncker jákvæðum orðum um samninginn, að vilji beggja aðila til að semja hafa skilað sér, samn­ingur­inn sé sann­gjarn og að tekið hafi verið til­lit til óska Bret­lands jafnt sem ESB. Mun Juncker hvetja leiðtogaráðið til að taka vel í samn­ing­inn. (mbl.is)

Við Íslendingar munum margir fagna því, að Bret­land hverfi úr Evrópu­sambandinu. Það gerum við í Samtökum um rann­sóknir á Evrópu­sambandinu og tengslum þess við Ísland. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Nýr samningur um Brexit í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott til upprifjunar: Afstaða þingmanna til umsóknar um að Ísland gangi í ESB

Hér sést niðurstaða loka­at­kvæða­greiðslu 16. júlí 2009 um þings­álykt­un­ar­tillögu á Al­þingi um um­sókn um inn­göngu í Evr­ópu­sam­band­ið (heimild: althingi.is); áður birt á Krist.bloggi, en bætt við uppl. hér um núv. þingmenn:

Atkvæða­greiðsla

Alþingi 137. lög­gjaf­ar­þing. 45. fundur. At­kvæða­greiðsla 41080 
38. mál. aðild­ar­umsókn að Evrópu­samband­inu
Þskj. 38. , svo breytt,
16.07.2009 14:00
Samþykkt

Atkvæði féllu þannig: Já 33, nei 28, greiddu ekki atkv. 2
 fjarvist 0, fjarverandi 0

AtlG: nei, ÁI: já, ÁPÁ: já, ÁJ: nei, ÁÞS: já, ÁsbÓ: nei, ÁsmD: nei, ÁRJ: já, BÁ: nei, BirgJ: nei, BJJ: já, BjG: já, BjarnB: nei, BjörgvS: já, EKG: nei, EyH: nei, GuðbH: já, GLG: sat hjá, GÞÞ: nei, GStein: já, GBS: nei, HHj: já, HöskÞ: nei, IllG: nei, JóhS: já, JBjarn: nei, JónG: nei, JRG: já, KJak: já, KaJúl: já, KÞJ: nei, KLM: já, LRM: nei, LMós: já, MSch: já, MT: nei, OH: já, ÓÞ: já, ÓN: nei, PHB: nei, REÁ: nei, RR: já, RM: já, SDG: nei, SER: já, SII: já, SIJ: nei, SF: já, SkH: já, SJS: já, SVÓ: já, SSv: já, TÞH: nei, UBK: nei, VBj: já, VigH: nei, ÞKG: sat hjá, ÞSa: nei, ÞSveinb: já, ÞrB: já, ÞBack: nei, ÖJ: já, ÖS: já

 

Á nafnalistunum hér á eftir eru þeir þingmenn feitletraðir, sem eru alþingismenn nú í haust, 2019 (varaþingmenn, sem setið hafa, eins og Álfheiður Ingadóttir, eru ekki feitletraðir):

já:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

nei:
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman.

sat hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Það er athyglisvert, að einungis 16 af þeim þingmönnum í júlí 2009, sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, eru enn sitjandi alþingismenn, þar af 5 já-menn gagnvart tillögunni, 10 nei-menn og ein kona sem sat hjá (en gerðist reyndar síðar formaður helzta ESB-flokksins í landinu). Af þeim 33 þingmönnum, sem greiddu ESB-tillögunni atkvæði sitt 2009, hefur 27 ekki haldizt vel á þingsæti sínu, en einn er látinn; fimm sitja hins vegar enn á Alþingi. En af þeim 28, sem greiddu atkvæði á móti, eru tveir þingmenn látnir, tíu enn á þingi, en 16 viknir þaðan.

PS. (jvj): Á þessu sést, að Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði gegn þessari umsókn, sem Samfylkingin átti allt frumkvæði að. Jóni var síðar bolað út úr ríkisstjórninni. Þjáningarbróðir hans, Ögmundur Jónasson, greiddi hins vegar atkvæði með ESB-umsókninni, þeirri sem hér hefur löngum verið kennd við Össur Skarphéðinsson, sem þarna sést við hlið hans á listanum. Hvorugur þeirra er lengur á þingi, og naumast eiga þeir heldur erindi á Bessastaði! 

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 17. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband