ESB-trúboð Fréttablaðsins

Fréttablaðið birtir í dag 2 grein­ar í þágu Evr­ópu­sam­bands­ins, leið­ar­ann og pist­il Þor­steins Víg­lunds­son­ar í "Við­reisn".

Dæmi­gerð­ur er leið­ari evró­krat­ans Kol­brún­ar Berg­þórs­dótt­ur -- fjallar ger­sam­lega ein­hliða um Brexit-málið. Hún sér ENGIN rök sem Brexit-menn hafi haft fyrir sínum mál­flutningi (og þar skrökvar hún í leiðinni) og velur svo að tala ein­ungis þá fáu Brexit-mál­svara, sem misst hafa stjórn á sér í bræði í and­stöð­unni við ESB, sem nánast einu skýru dæmin um Brexit-afstöðuna! Uppteiknar sem sé fuglahræðu til að auðvelda sér leikinn!

Svona eiga menn ekki að skrifa leiðara. Í blaði, sem varpað er fyrir hvers manns dyr, á að vera hægt að ætlast til þess, að fjallað sé í leiðurum af sanngirni og hlutlægni um mikilvæg mál, án þess að draga bara hlut annars aðilans í deilu­mál­um, ef hinn á sér sín rök líka, já, án þessarar bullandi ESB-aðdáunar sem Kolbrún sýnir hér í dag.
 
Þessi ævi­sögu­ritari Jón Baldvins Hanni­bals­sonar, K.B., virðist ekki hafa komizt yfir hrifningu sína af þeim stjórn­mála­manni, og þegar margt á þessu ári sýnir okkur, að allt of langt var gengið með hættulegum EES-samningnum, sem Brussel-valda­klíkan notar til að herja enn meira á okkar stjórnsýslu (einkum sveitar­félaga) með persónu­verndar­lögunum, sem við þurfum ekkert á að halda, og þegar ACER-orku­skipulags­málið vofir yfir okkur í haust (sjá einkum greinar þessa frábæra verkfræðings: https://bjarnijonsson.blog.is), auk annarra kostnað­ar­mikilla EES-mála, þá ætti Kolbrún nú að hafa sett sig inn í þau mál og leggja réttlætinu lið sitt, ef eitthvert gagn er þá að því, í stað þess að skrifa leiðara til þókknunar Evrópu­sambandinu. Reyndar eru Jón Ásgeir Jóhannesson og Ólöf Skaftadóttir, sem hafa sín miklu áhrif á stefnu og skrif Frétta­blaðsins, bæði eindregnir ESB-innlimunarsinnar!
 
Þorsteinn Víglundsson er einn ESB-postulanna í "Viðreisn". Setning hans í Frétta­blaðsgrein í dag: "Mánaðarleg útgjöld fjögurra manna fjölskyldu eru um 80 þúsund krónum hærri til matarkaupa hér en á hinum Norðurlöndunum," er sennilega rakin skreytni, enda vegur mánaðarlega matarkarfan ekki nema um 14% af útgjöldum meðal­fjölskyld­unnar. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bænda­samtaka Íslans og fyrrverandi formaður Heimssýnar, hefur sýnt fram á rangan samanburð verðlags hér við verðlag í Skandinavíu.
 
En Þorsteinn vill hugsa í peningum og mata ofan í okkur falstúlkun sína á vaxta- og verðlagsmálum og virðist ganga út frá því sem gefnu, að almenningur vilji selja frá sér fullveldið í löggjafar-, framkvæmda- og dómsmálum fyrir aurana sem hann þykist sjá eftir vegna sjálfstæðrar stöðu Íslands.
 
Það er hneisu- og sorgar-efni að menn skuli geta skrifað þannig á aldar­afmæli þess fullveldis Íslands, sem er grunnur þess og alger forsenda, að við ráðum okkar eigin fiskimiðum sjálf og þurftum ekki að lúta valdboði Evrópu­sambandins um að borga Bretum og Hollendingum falskröfu þeirra vegna Icesave-reikninga prívat­banka og að beygja okkur fyrir þeim vilja Brussel-manna, að hlutur okkar í makríl­veiðum í NA-Atlants­hafi yrði aðeins um tvö til þrjú prósent í stað þeirra ca. 16% sem við tókum í okkar hlut (mest fyrir einurð Jóns Bjarnasonar ráðherra, sem síðar varð formaður Heimssýnar).

 

Skammsýni virðist að fækka um 100 þúsund fjár, eins og nú stefnir í. Hér þarf að fara fram duglegt markaðsátak til að auglýsa nýjar framleiðslueiningar af lamba­kjöti handa erlendum ferðamönnum. Það er ekki landinu til ábata, að sveitir fari í eyði.

 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Fækka þarf um rúmlega 100 þúsund fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband