Íhlutun ESB í innanríkismál Póllands sýnir í hnotskurn valdhrokann í Brussel

Evrópusambandið sýnir nú hug sinn í verki gagn­vart sjálf­stæð­um ákvörð­un­um að­ild­ar­ríkja í lög­gjaf­ar­málum: breytt­um starf­stíma hæsta­réttar­dóm­ara í Pól­landi hafnar ESB og fer í mál við Pólverja fremur en að láta þá um sína eigin stjórn á málum! Að baki býr svo sú hótun að svipta Pólland atkvæðisrétti sínum í Evrópu­sambandinu, verði ekki látið undan forræðishyggjunni þar!

Þetta sýnir ESB-ríkjum sem öðrum, að jafnvel svo stórt land sem Pólland getur ekki talið sér óhætt að gera ráð fyrir að halda fullveldi sínu þar að meira eða minna leyti óskertu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is ESB höfðar mál gegn Póllandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband