Fullveldi skemmt á fullveldishátíđarári? Ţing­menn í afgreiđsluhlutverki fyrir stórveldi?

Sorglegt var ađ horfa upp á at­kvćđin falla á atkvćđa­töflu Al­ţingis í beinni útsend­ingu ţings­ins frá loka­afgreiđslu frum­varps­ins um persónu­vernd og vinnslu persónu­upp­lýs­inga. 50 atkvćđi međ, gegn 7 á móti frumvarpinu!(3 greiddu ekki atkvćđi). Ţing­fundi var ađ ljúka, á 1. tímanum í nótt, og Alţingi frestađ til 17. júní.

Fjölmargar athugasemdir bárust Alţingi um máliđ (sjá hér: Öll erindi í einu skjali), og jafnvel Lögmannafélag Íslands varađi viđ ţví, ađ ţađ brjóti gegn ákvćđum stjórnarskrárinnar.

Eins og einn félagsmanna Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum ţess viđ Ísland, Gústaf Adolf Skúlason, benti á:

Alţingi á ađ fresta gildistöku laganna, ekkert annađ er uppi á borđinu ef einhver virđing er borin fyrir áliti löglćrđra manna.

Er ekkert ađ marka drengskaparheit alţingismanna viđ stjórnarskrá íslenska lýđveldisins? 

Einnig skrifađi Gustaf félagsmönnum ţessara Samtaka um rannsóknir á ESB nú undir kvöldiđ:

Laganefnd Lögmannafélags Íslands bendir á ađ međ EES-samningnum og samningum um stofnun Eftirlitsstofnunar og dómstóls, var komiđ fót sérstöku tveggja stođa kerfi ţar sem ekki var gert ráđ fyrir framsali ríkisvalds frá ađildarríkjunum til stofnana Evrópusambandsins,

Međ ţví ađ lögfesta ákvćđi reglugerđarínnar ţar sem stofnunum Evrópusambandsíns er faliđ samrćmingar og eftirlitshlutverk, er hugsanlegt ađ í ţví felist framsal ríkisvaldssem ekki er í samrćmi víđ 2. gr. stjórnarskrárinnar.
 
Jafnframt bendir Laganefndin á ađ birta ţurfi lög skv. 27. gr stjórnarskrárinnar skv. almennum lögum og bendir á ađ birta ţurfi nýju lögin í Stjórnartíđindum, sbr lög 15/2005. Í frumvarpinu er talađ um ”lögfestingu reglugerđa ESB međ tilvísunarađferđ”. Bendir laganefndin á ađ ekki megi verđa ”lex superior”-regla sem segir lög ESB ćđri íslenskum ef ég túlka máliđ rétt (bćtir Gustaf viđ). Í frumvarpi alţingis er talađ um ađ lögin öđlist gildi ţegar reglugerđ ESB 2016/679 hefur veriđ tekin upp í EES-samninginn og birt í EES-viđbćti viđ Stjórnartíđindi Evrópusambandsins. Sem sagt brot á íslenskum lögum um lagabirtingu í Stjórnartíđindum Íslands.
 
Mér finnst makalaust ef ţingmenn ćtla ađ skauta fram hjá afstöđu LMFÍ í málinu. Ţar koma fram afgerandi rök fyrir ţví ađ fresta afgreiđslu málsins og vanda betur texta svo lögin brjóti ekki í bága viđ stjórnarskrána. Hafa fulltrúar LMFÍ komiđ veriđ kallađir á fund alţingis í málinu? Ţeir bjóđa sig fram til ţess ... (Tilvitnun í GASk. lýkur)
 

Já, ţetta er sannarlega alvörumál og áhyggjuefni, ađ hér hafi veriđ samţykkt ákveđiđ valdaafsal okkar Íslendinga, m.a. til ćđsta úrskurđar ESB-dómstólsins í Lúxemborg, um ţessi mál, en hann hefur hingađ til ekki veriđ settur yfir íslenzkt réttarfar.

Ennfremur er ţetta ekki góđs viti um viđnám sitjandi alţingismanna gegn öđrum áreitnismálum hins evrópska stórveldis um íslenzk innanríkismál. Ţar er hćttulegasta máliđ um ţessar mundir s.k. ACER-mál, en í ţví fćlist, ef hér yrđi ađ lögum, framsal réttinda okkar yfir raforkuvinnslu og umfram allt dreifingu raforku, jafnvel gegnum rafstreng til Skotlands, en ţađ hefđi einnig mjög ófarsćl áhrif til hćkkunar á raforkuverđi hér til almennings og fyrirtćkja. En ţađ mál verđur sennilega rćtt á Alţingi í haust eđa vetur.

Enn einu sinni er ekki hćgt ađ taka ofan fyrir vinnubrögđum Alţingis. Ţetta persónuverndarfrumvarp kom mjög seint fram og mjög lítill tími gefinn til andmćla og kynningar.

Líta sumir ţingmenn á Alţingi sem afgreiđslustofnun fyrir Evrópusambandiđ? Er ekki öllu tímabćrara ađ hugleiđa, hvort tími sé til kominn ađ segja upp EES-samningnum, svo ađ viđ losnum viđ fleiri inngrip stórveldisins í okkar mál?

Stefnt hefur veriđ ađ úttekt á ţví, hvađ EES-samningurinn hafi fćrt okkur og hvađ hann hafi kostađ okkur. Svo mátti skilja sem sú úttekt yrđi jafnvel í höndum ESB-sinna međal embćttismanna í stjórnarráđinu, en allt kapp verđur ađ leggja á, ađ úttektin verđi hlutlćg og marktćk. Og ţar koma ekki ađeins bein fjárhagsleg sjónarmiđ til greina, til lokaálits um máliđ, heldur einnig mikil tímavinnsla og glatađur vinnutími fólks í mörgum stéttum vegna ESB/EES-tilskipana, margs konar annađ óhagrćđi, auk ţess beinlínis, ađ ráđin séu tekin úr höndum okkar um úrslitavald í málum eins og okkur sjálfum hentar bezt.

Tveggja stođa kerfiđ virđast stjórnvöld hér farin ađ líta á sem úrelt eđa of tímafrekt og kostnađarsamt til ađ halda gangandi, sbr. nýja grein um ţađ eftir Hjört J. Guđmundsson blađamann, sem lćrđur er međ tvćr gráđur í Evrópu­frćđum, en hér er sú grein hans, frá 7. ţ.m. (smelliđ): Kosiđ ađ fara ekki tveggja stođa leiđina. Menn eru hvattir hér til ađ lesa ţá afar upplýsandi grein.

Víđa heyrist hvatning til undirskriftasöfnunar međ áskorun á forseta Íslands ađ undirrita ekki ţessa löggjöf frá Alţingi, heldur leggja lokaákvörđun í hendur landsmanna í ţjóđaratkvćđagreiđslu. Mćttu sem flestir taka til máls um ţađ nauđsynjarmál, sbr. afar sterk rök Arn­ald­ar Hjart­ar­sonar, ađjúnkts viđ laga­deild Há­skóla Íslands, sem Hjörtur vitnar til í grein sinni:

Arnaldur "benti ... á ţađ í grein í Morg­un­blađinu um síđustu helgi ađ viđur­kennt vćri í frum­varpi ađ lög­um um inn­leiđingu per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins ađ ákv­arđanir Per­sónu­vernd­ar byggđar á ákvörđunum stofn­un­ar­inn­ar kynnu ađ hafa áhrif á hér­lenda ein­stak­linga og lögađila.

Arn­ald­ur seg­ir enn­frem­ur í grein­inni ađ inn­leiđing per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins virt­ist fara gegn stjórn­ar­skránni og hvatti til ţess ađ Alţingi tćki sér nauđsyn­leg­an tíma til ţess ađ kanna hvort gćtt hafi veriđ fylli­lega ađ ákvćđum henn­ar í samn­ingaviđrćđum rík­is­ins viđ viđsemj­end­ur sína á vett­vangi EES-samn­ings­ins."

Jón Valur Jensson.


mbl.is Frumvarp um persónuvernd samţykkt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 13. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband