Nýtt mat á EES-samningi er orđiđ brýnt; nefnd til ađ meta galla hans og kosti er grun­samlega fámenn, međ 2 ţekktum og 1 lítt ţekktum nefndarmanni

Utanríkisráđhr. skipađi 30/8 sl. 3ja manna starfshóp sem ćtlađ er ađ gera úttekt á kostum og göllum EES-ađildar Íslands. Nefndar­form. er Björn Bjarna­son, en Kristrún Heimisdóttir, fyrrv. ađ­stođarm. Ingi­bjargar Sól­rún­ar og síđar Árna Páls Árna­sonar viđ­skipta­ráđherra, situr í nefndinni međ Birni, og ţótt bćđi séu vitfólk mikiđ, er kannski ekki viđ ţví ađ búast, ađ ţau komi međ nýjar og óvćntar tillögur ađ rannsókn sinni lokinni. Björn hefur međ eindregnum hćtti ítrekađ lýst sig mjög hlynntan EES-samningnum, og ekki er Kristrún líkleg til ađ leggja neitt til, sem fjarlćgir okkur frá Evrópusambandinu, ţađ ţveröfuga gćti jafnvel gerzt.

Eflaust er ţađ rétt mat hjá Birni Bjarnasyni, ţegar hann segir á heimasíđu sinni: "Ţađ er vel viđ hćfi ađ gera ítarlega og vandađa úttekt á ađild Íslands ađ samningnum ţegar 25 ár eru liđinn frá gildistöku hans." En hér hlýtur ekki sízt ađ skipta máli, hvernig sú nefnd er skipuđ, sem gerir ţessa úttekt á ţví, hvort viđ höfum á heildina litiđ grćtt eđa haft gagn af EES-samningnum eđa hvort hann hafi jafnvel lengi veriđ ţjóđinni til ţyngsla á sumum sviđum.

En hver er ţriđji nefndarmađurinn? Bergţóra heitir hún Hall­dórs­dótt­ir, núv. lög­frćđing­ur hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og er­ind­reki um sam­starf at­vinnu­lífs­ins og ut­an­rík­isţjón­ust­unn­ar. Hún varđ 35 ára í fyrradag (til hamingju međ ţađ!), ólst upp í Reykjavík, og lauk ML-prófi í lögfrćđi frá Háskólanum í Reykjavík auk ţess sem hún lauk diplómaprófi í frönsku frá Aix-Marseille Université. Hún var fyrst saksóknarafulltrúi á sviđi skattamála hjá Embćtti sérstaks saksóknara, einnig sérfrćđingur hjá Sam­keppnis­eftir­litinu og sinnti lögfrćđiađstođ fyrir kosningaeftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnu­ráđs Evrópu áđur en hún hóf störf hjá SA, í upphafi á vinnumarkađssviđi samtakanna.

Nú er vitađ, ađ SA hafa mjög viljađ halla sér ađ Evrópusambandinu, og úr hópi stjórn­enda í ţeim samtökum atvinnu­lífs hafa t.d. allmargir forystu­menn ESB-sinna á Íslandi komiđ, sem og ţónokkrir af ţing­mönnum "Viđreisnar", sbr. hér og hér). Ţví liggur beint viđ ađ spyrja: Er líklegt, ađ lögfrćđingur SA sl. hálfan áratug sé fyrir fram hlutlaus gagnvart EES-samn­ingnum og Evrópu­sambandinu sjálfu?

En Björn Bjarnason er ósköp glađur yfir ţessu öllu saman og ritar ţess utan: "Fyrir okkur sem sitjum viđ ađ safna efni í ţessa skýrslu er ánćgjulegt ađ sjá ađ vinnulagiđ veldur ekki deilum á alţingi." Ţá upplýsir hann um, ađ Pétur Gunnarsson, sérfrćđingur í EES-málum í utanríkisráđuneytinu, er ritari hópsins.

Ef einhverjum ţykir hér ógáfulega spurt út í mál eđa of mikillar tortryggni gćta gagnvart nefndarmönnunum ţremur, ţá er sjálfsagt ađ nefna ţađ hér í athuga­semd og koma međ rök fyrir ţví, ađ ţetta sé allt í bezta fari undir leiđsögn Björns Bjarnasonar. Afstađa hans til Ţriđja (ACER) orku­mála­pakka Evrópu­sambands­ins dregur ţó ekkert úr áhyggjum undirritađs.

Í frétt á Mbl.is um ţetta mál sagđi svo:

Björn fjallađi um skip­un­ina á vefsíđu sinni [...] ţar sem hann sagđi međal ann­ars: "Ég var og er á móti ESB-ađild og tel ađ EES-leiđin sé best til óhjá­kvćmi­legs sam­starfs okk­ar viđ ESB. Ađ greina EES-stöđuna nú og draga álykt­an­ir af ţeirri vinnu er verđugt viđfangs­efni."

Fyrrverandi utanríkisráđherra fekk hér tilefni til ađ skjóta spotzkur á Björn (úr sömu frétt):

Ţessi um­mćli vöktu at­hygli Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, ţing­flokks­for­manns Miđflokks­ins, sem birti um­mćli Bjarn­ar á Face­book-síđu sinni og velti ţví fyr­ir sér hvort niđurstađa skýrslu starfs­hóps­ins lćgi fyr­ir í ljósi orđa for­manns hans: "Er ţá niđurstađan kom­in?" (!)

VIĐAUKI

Undirritađur setti eftirfarandi texta á Facebók, m.a. á Stjórnmálaspjalliđ, međ vísan á ţessa grein:

Er ţriggja manna nefnd undir forystu Björns Bjarnasonar treystandi fyrir framtíđarstöđu landsins? Hér er um afgerandi mikilvćgt endurmat á EES-samningnum ađ rćđa, en er ţá viđ ţví ađ búast, ađ ţrjár manneskjur, sem allar gćtu fyrir fram virzt vera hlynntar honum, gefi á sínum vel launađa 12 mánađa matstíma traustsverđa rniđurstöđu um allar hliđar ţess máls? Víst er, ađ samningurinn hefur kostađ mikiđ í árlegum útgjöldum ríkissjóđs vegna eilífrar ţýđingarvinnu á löggjöf, sem viđ höfum alla jafnan ekkert međ ađ gera og oft er til óţurftar og takmörkunar á athafnafrelsi Íslendinga, sem og međ fráleitum framlögum héđan til ţróunarstarfs ESB-ríkja í Austur-Evrópu, en ţađ versta er ţó, ef skuldbindingar okkar aukast enn, á borđ viđ ACER-máliđ skelfilega og sćstrengs-máliđ. Björn Bjarnason virđist forstokkađur fylgismađur Ţriđja orkumálapakka Evrópusambandsins, međ öllu hans fullveldisframsali til ACER og ESB, og er ţví naumast rétti mađurinn til ađ leiđa svona matsvinnu. Vísa ég um ţađ mál til frábćrs upplýsingastarfs Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfrćđings og nú síđast til greinar hans: Gagnrýni prófessors Peters Örebech (sérfrćđings í Evrópurétti) sem malar niđur í smátt hiđ afar međvirka álit međ Acer-samningnum sem Ţórdís Kolbrún, varaformađur Sjálfstćđisflokksins, kallađi eftir! -- Eitt er víst ađ ţessi mál eru ekki í góđu fari -- ađ mörgu er hér ađ ugga, en hér er grein Bjarna Jónssonar: https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2223574/

Sjá einnig athugasemdirnar og umrćđur hér á eftir.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Er ţá niđurstađan komin?“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband