Færsluflokkur: Umhverfismál

Áberandi meirihluti Breta vill að Brexit-ákvörðunin verði virt -- RÚV ekki með á nótunum?

Í skoðana­könn­un­ 6.-8. sept­. kom fram að 54% eru hlynnt því að Brexit-niðurstaða þjóðar­at­kvæðis­ins sum­arið 2016 sé virt, 25% voru því ósam­mála, en 21% tóku ekki af­stöðu. Hér sést (í könnun fyr­ir­tæk­isins Com­Res fyr­ir breska dag­blaðið Daily Tel­egraph) að drjúgur helm­ing­ur Breta tel­ur með Boris Johnson, "að virða eigi niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar sem fram fór í Bretlandi, þar sem meiri­hluti kjós­enda samþykkti að landið skyldi ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu" (Mbl.is).

Þegar aðeins eru taldir þeir, sem afstöðu tóku, voru 68,3% sammála því að virða Brexit-niðurstöðuna, en 31,7% ósammála.

Af þeim sem kusu með áfram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu 2016 vilja 35% nú að Bret­land gangi úr sam­band­inu. Tæp­ur helm­ing­ur, eða 49%, er and­víg­ur því að út­göng­unni verði frestað frek­ar en 29% eru hlynnt því. Þá vilja 43% að Bret­ar gangi úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings ef sam­bandið gefi ekki eft­ir en 32% eru því and­víg.

Hátt í helm­ing­ur Breta, eða 44%, vill frek­ar yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið án samn­ings en að Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, verði næsti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, en þriðjung­ur er á önd­verðum meiði. Helm­ing­ur aðspurðra sagðist telja það ólýðræðis­legt af hálfu þeirra þing­manna sem væru að reyna að koma í veg fyr­ir að Bret­land gengi úr sam­band­inu í ljósi lof­orðs þings­ins um að fram­kvæma niður­stöðu þjóðar­at­kvæðis­ins. Rúm­ur fjórðung­ur, eða 26%, sagðist því ósam­mála. (Mbl.is)

Þessi býsna eindregnu viðhorf brezks almennings virðast lítt fá að njóta sín í almennum frétta­burði Ríkisútvarps­ins af Brexitmál­um. Ítrekað er því einnig slegið upp ­að varpað sé skugga á Johnson og vaktar efasemdir um heilindi hans. Iðulega er nei­kvæður tónninn í fréttaritara Rúv í Lundúnum, Sigrúnu Davíðs­dóttur, sem virðist hallari undir álit Brussel-manna en brezkra stjórn­valda. Væri fróðlegt að fá upplýst, hve margar boðsferðir hún hefur þegið til Brussel.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja að þjóðaratkvæðið verði virt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband