Færsluflokkur: Ferðalög
23.12.2015 | 06:14
Galdraformúla evrunnar virkar engan veginn á Finna
Evran, sem öllu átti að breyta hér til batnaðar, var helzta beita Samfylkingar til að narra Íslendinga inn í stórveldi, sem nú er í stöðnun og stórfelld vandræði fram undan.
Þótt Finnar vogi sér ekki að sleppa evrunni (54% vilja halda henni, 31% vilja losa sig við hana), telja rúmlega tvöfalt fleiri þeirra, að finnskt efnahagslíf væri í betri stöðu án evrunnar, heldur en hinir sem álíta að það hefði slæm áhrif að segja skilið við hana.
- Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir finnska ríkisútvarpið YLE. Samtals eru 44% Finna á því að efnahagur Finnlands væri í betri málum án evrunnar en 20% telja að finnskt efnahagslíf væri í verri stöðu utan evrusvæðisins. 30% segja að það myndi engu skipta. (Mbl.is)
Alveg er ljóst, að við Íslendingar höfum komizt miklu betur af eftir bankakreppuna með okkar sjálfstæða gjaldmiðil heldur en Írar, sem með evruna á bakinu og þær tilætlanir Evrópusambandsins, að þjóðin tæki ábyrgð á bönkunum, hafa glímt mun lengur við eftirköst bankahrunsins. Hér í norðri aftur á móti gaf sveigjanleg krónan okkur vítamínsprautu til útflutningsatvinnuvega, og gengisfallið 2008 stórlækkaði hér verðlag í alþjóða-samanburði og varð þannig öflugur hvati til þeirrar byltingar í ferðamannastraumi sem hefur átt sér stað síðan, með stóraukningu gjaldeyris- og þjóðartekna.
Grafið hér fyrir neðan sýnir m.a., að frá því að sá fæddist, sem þetta ritar, hefur erlendum ferðamönnum fjölgað hér nánast úr núlli og uppi í eina milljón og raunar yfir 1200 þúsund á þessu ári, og ekkert lát er enn á aukningunni.
Enn má nefna, að atvinnuleysi á Írlandi er nú 8,9%, en hér á landi er það 3,5%. Í Finnlandi er atvinnuleysið 8,2% nú undir lok ársins.
Jón Valur Jensson.
Telja Finnland betur sett án evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 06:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2015 | 16:41
Ekki þurftum við á Evrópusambandinu að halda til að fá allan þennan fjölda ferðamanna
Árið 2012 fjölgaði ferðamönnum hingað um 20%, árið 2013 um 21%, fyrra um 24%, en eftir fyrstu 10 mán. þessa ársins er aukningin 30% milli ára, var 1.109.000 manns (855 þús. á sama tímabili í fyrra).
Ekki hefði þetta gerzt í þvílíkum mæli, ef við hefðum verið í Evrópusambandinu, þegar bankakreppan reið yfir. Við hefðum lent í sömu súpunni og Írar, sem búa við talsvert atvinnuleysi og miklu rýrari hagvöxt en við, enda þrælbundnir evrunni, sem gaf þeim engan sveigjanleika til að taka áfallinu 2008.
Jón Valur Jensson.
Ferðamannafjöldinn umfram allar spár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2014 | 04:16
Ferðin sem aldrei skyldi farin hafa verið
Kjaran auglýsir nú EBA-pappírstætara, þýzka hágæðaframleiðslu. Er þetta tilvalið tækifæri og viðblasandi lausn á þvi vandræðamáli sem Össurarumsóknin ólögmæta hefur verið okkur allt frá upphafi. Nú er tilvalið að renna henni í gegnum tætarann og að upplýsa Brusselmenn um þau farsælu endalok hennar.
Merkilegt annars með þessa "vegferð" Samfylkingarmanna með gervalla þjóðina. Henni má líkja við langt ferðalag, sem hópi nokkrum var gert að fara austur á Langanes, án þess að hann fengi nokkru um það ráðið, en þegar hann hafði á nær hálfnaðri leið fengið sína menn til að taka yfir stjórn á rútunni, þá sem höfðu ekki áhuga á lokatakmarkinu fremur en hópurinn sjálfur, þá heyrðist kveðið úr horni: "Nei, nú verður að kjósa um það, fyrir lítinn kvartmilljarð, hvort við höldum ferðinni áfram, úr því að við erum komin svona langt, eða setjum ákvörðun um það á ís, af því að það er aldrei að vita, hvað kynni að vera í pakkanum sem við fengjum, þegar á leiðarenda yrði komið!"
Jón Valur Jensson.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 04:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)