Færsluflokkur: Lífstíll
28.5.2012 | 04:51
Það sem fólki dettur í hug! (ástæður til að tapa sjálfstæði)
Ýmsar hlálegar röksemdir fyrir því, að sumir vilja "ganga í Evrópusambandið", er að finna í blaðinu Unga Evrópa (þau meina: Evrópusamband!). Hér er t.d. svar Daða Rafnssonar, sem er þó ekkert verra en hvert annað þar:
- Hver er helsta ástæðan fyrir því að þú viljir ganga í Evrópusambandið?
- Helsta ástæðan fyrir því að ég vil sjá Ísland eiga aðild að Evrópusambandinu er sú að þar eru þjóðir Evrópu að vinna saman að sínum markmiðum í stað þess að vinna gegn hverri annarri [= hver gegn annarri]. Þetta stuðlar að velsæld, friði og öryggi. Með því að standa utan þessarar samvinnu óttast ég að íslensk þjóð sé að taka sér stöðu sem annars flokks Evrópubúar, með lítil völd og hverfandi áhrif á atburði sem varða eigin hagsmuni.
- Hvers vegna ætti ungt fólk að vilja ganga í ESB?
- Ungt fólk vill hafa velsæld, vinnu og öryggi næstu sextíu til áttatíu árin á meðan það lifir sínu lífi og lengur fyrir börnin sín. Heimurinn í dag er ekki heimurinn sem foreldrar okkar ólust upp í og heimurinn sem börnin okkar munu búa í verður ólíkur þeim sem við þekkjum í dag.
Þvílík vantrú á þróunargetu eigin lands og nánast ofsatrú á þróunargetu gömlu Evrópu!! Veit Daði ekki, að bara vegna fárra fæðinga þar undanfarna áratugi lendir álfan í nýjum hremmingum aldursmisskiptingar upp úr 2030, í ofanálag við allan óstöðugleikann?
Já, þessi vin stöðugleikans, sem átti að heita, er nú orðin suðupottur óstöðugleikans og evrusvæðið raunar hættu-fenjasvæði fyrir ekki bara Evrópu, heldur alla jarðkringluna!
Það er ekki að furða, að hvatvísir og bláeygir leiti í slíkt sæluríki!
Jón Valur Jensson.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 05:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)