Færsluflokkur: Vefurinn
2.12.2014 | 01:34
Góð samkoma Heimssýnarfólks
Góður var fundurinn í Heimssýn, samtökum sjálfstæðissinna í Evrópumálum, að kveldi 1. desember, og er full ástæða til að hvetja sem flesta til að sækja þær öflugu samkomur. Dr. Atli Harðarson flutti aðalerindi kvöldsins, einnig töluðu Jón Bjarnason og Halldóra Hjaltadóttir, auk þriggja söngsveita sem héldu uppi afar góðri stemmingu sem endaði loks með fjöldasöng. Fríar veitingar voru á staðnum að vanda. Þollý Rósmundsdóttir var fundarstjóri og aðalskipuleggjandi þessarar samkomu sem tókst með þvílíkum ágætum. jvj.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2013 | 23:30
Vilja Danir Ísland í Evrópusambandið?
Frú Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, talar ekki fyrir munn danskra þegna, þegar hún segir "það alltaf [hafa] verið ósk Danmerkur að Ísland gangi í ESB," en þau orð lét hún falla eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra okkar, í dag. Málið hefur aldrei verið borið undir dönsku þjóðina.
Sigmundur kvaðst sjálfur "ánægður með heimsóknina. Við ræddum Evrópusambandið og stöðu Íslands þar, sagði hann. Þau ræddu meðal annars aukna áherslu á norðurslóðamál, norræna samvinnu og vest-norrænt samstarf." (Mbl.is / Ritzau.)
Mörg innfjálg orð eru látin falla á fundum þjóðaleiðtoga. Hér ber að greina hismið frá kjarnanum. Ríkisapparatið er ekki þjóðin. Kjörnir pólitíkusar eru ekki þjóðin. Þjóðin ein er þjóðin.
Jón Valur Jensson.
Danir vilja Ísland í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2012 | 19:47
Ólaf Ragnar eða Þóru?
JVJ.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)