Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Takið eftir : Hörð afstaða gegn ESB-inngöngu er margfalt algengari en hörð afstaða með henni

Afar ólík hlutföll áhuga og áhugaleysis

Samkvæmt könnun Vísis.is, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sem gerð var sumarið 2012 var "áhuginn" meinti á ESB þvílíkur, að á móti hverjum einum, sem var mjög áhugasamur um að Ísland gangi í ESB voru nálega fjórir og hálfur mjög andvígir því. Einungis 18% aðspurðra höfðu veika afstöðu í málinu, þ.e. voru annaðhvort „nokkuð hlynnt“, „nokkuð andvíg“ eða hlutlaus. Yfirgnæfandi meirihluti hafði sterka skoðun á málinu, þar af voru 67% landsmanna „mjög andvíg“ inngöngu Íslands í ESB, en einungis 15% „mjög hlynnt“. Einungis 3% voru hlutlaus, 8% „voru nokkuð hlynnt" og 7% „nokkuð andvíg" (heimild).

Þarna voru sem sagt 74% andvíg því, að Ísland gangi í Evrópusambandið, en 22% hlynnt því, en greinilega gerólík samsetning þessara tveggja hópa, því að innan þess síðarnefnda er mikli áhuginn á "jáinu" nær tvöfalt minni en linari áhuginn, þveröfugt við samsetningu hins hópsins, þar sem mikli áhuginn á NEIINU var í margföldum meirihluta!

Það eru slíkar skoðanakannanir, sem einnig verður að athuga vel, þegar menn vilja ráða í styrk andstöðunnar í þssu máli. Greinilega slær hjarta íslenzku þjóðarinnar með fullveldi lands síns.

En nú um stundir, skv. nýjustu skoðanakönnun, eru 70% almennings andvíg því, að Lýðveldið Ísland verði partur af Evrópusambandinu. Er þá til of mikils ætlazt af núverandi stjórnvöldum, sem fengu umboð til að staðfesta einmitt þá afstöðu, að þau geri það í verki, fremur en að halda enn við lýði hinni alræmdu Össurarumsókn, sem átti sér ekki einu sinni stoð í stjórnarskrá? [skrifaði undirritaður þá, en raunar var fyrirbærið afgreitt með ótvíræðu broti gegn 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar, eins og fjallað hefur verið um hér áður.]

Jón Valur Jensson.


Lokum Evrópusambands-áróðursstofunum báðum!

Það á að loka áróðursbatteríi stórveldisins, hinni rangnefndu "Evrópustofu", og það sem fyrst. Þeim í Brussel nægði ekki að setja í þetta 230 millj. kr. fyrstu tvö árin – vilja nú bæta við jafnmiklu næstu tvö árin!!! Yfirgangurinn er óskammfeilinn og ótakmarkaður.

En nú situr ekki héraleg, ESB-meðvirk Samfylkingarstjórn að völdum, heldur stjórn sem er andvíg ESB-inntöku landsins, og síðasti landsfundur Sjálfstæðisfokksins ályktaði, að loka ætti Evrópustofu. Fótgöngulið flokksins, grasrótin, ætlast til þess, að farið verði eftir þeirri landsfundarsamþykkt; allt hik í þeim efnum yrði einungis til að rýra álit forystunnar í augum kjósenda flokksins.

Gleymið svo ekki, að það er önnur "Evrópustofa" fyrir norðan, á Akureyri, partur af sama útþenslumarkmiði Evrópusambandsins.

ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ESB!


Það, sem Bretar geta ekki í ESB, getum við enn síður

Brezk stjórnvöld hafa greitt atkvæði gegn 55 málum í ráðherraráði ESB sl. 18 ár. ÖLL hafa þau samt náð fram að ganga þrátt fyrir þá andstöðu og orðið að lögum í Bretlandi. Þetta kemur fram hér í frétt á Mbl.is (sjá tengil neðar), þ.e. niðurstöður rannsóknar samtakanna Business for Britain sem birtar voru í dag.

Já, tökum eftir þessu! Hversu lítilfjörlegt yrði þá ekki atkvæði okkar í ráðherraráði ESB í löggjafar-ákvörðunum sem varða okkar eigin hag! –––JVJ.

PS. Fyrir alla muni lesið greinina Fjárhagur Evrópustofu margfaldur á við það sem sagt var í upphafi?! Styrkir hennar (ætlaðir til áróðurs) fara víða til að hafa áhrif á hugi manna! – ef þið hafið ekki lesið hana nú þegar! Og tengið á Facebók!


mbl.is Höfnun Breta engu skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárhagur Evrópustofu margfaldur á við það sem sagt var í upphafi?! Styrkir hennar (ætlaðir til áróðurs) fara víða til að hafa áhrif á hugi manna!

Halldóra Hjaltadóttir stjórnmálafr.nemi og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, voru í viðtali á Útvarpi Sögu þennan mánudag. Þar kom fram, að "Evrópustofa" fær árlega (til brúks og dreifingar) 700.000 evrur. Þetta eru 109.942.000 kr. m.v. núv. gengi. Samt var í upphafi talað um, að Evrópustofa fengi í heild 230 millj. kr. En 110 millj. á hverju ári eru strax á 3. ári komnar fram úr þeirri upphæð!

Hér virðist ausið inn ómældu magni af áróðurs- og upphitunarfé úr sjóðum Evrópusambandsins, í miklu meiri mæli en menn töldu í upphafi. Takið eftir, að þar er ekki verið að ræða um IPA-styrki, aðeins fjárhagsveldi "Evrópustofu"!

Halldóra nefndi, að ungir jafnaðarmenn, ungir framsóknarmenn, ungmennafélög, stúdentaráð, skátarnir, tvær kirkjur o.fl. aðilar hefðu fengið styrki frá Evrópustofu!

Það er greinilegt, að allar leiðir eru reyndar til að kaupa sig inn á Íslendinga, og lík var einmitt reynsla fleiri þjóða sem hurfu inn í þetta stórveldi, oft á naumum meirihluta atkvæða í lokin, og þegar svo sumar þjóðirnar sáu sig um hönd eftir á (eins og Svíar), þá var ekki hægt að snúa til baka!

Þá er rétt, að fram komi, að hin sama "Evrópustofa" (= Evrópusambands-áróðursstofa) sendi fyrir skemmstu starfsmenn sína í vinnustaðaheimsókn í Samherja, til að kynna Evrópusambandið og nýja sjávarútvegsstefnu þess (sem hefur þó alls ekki verið samþykkt!) fyrir starfsfólki fyrirtækisins í Reykjavík. Ennfremur er Evrópustofa með "námskeið" fyrir meðlimi ASÍ og BSRB um ESB í samstarfi við Félagsmálaskólann, og ber það heitið "Hvernig starfar ESB?"

Allt er greinilega reynt til að útbreiða áróður til að mýkja veikgeðja Íslendinga til að gleypa við flugum ESB, en áður höfðu sendiherrar ESB og útþenslumálastjórinn fyrrverandi, Olli Rehn, reynt með afar gagnrýnisverðum hætti að hlutast til um íslenzk innanríkismál, eins og áður hefur verið frá sagt.

Í framhjáhlaupi má geta þess, að Halldóra Hjaltadóttir, sem er formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, upplýsti m.a. í þættinum að hún sendi Fréttablaðinu grein um ESB-mál til birtingar, en fekk hana ekki birta. Einnig hefur félag hennar sent 5 ályktarnir til fjölmiðla. Fjórar af þeim birtust í Morgunblaðinu, en engin í Fréttablaðinu! Þetta er dæmigert fyrir hlutdrægni og ESB-þjónkun þess fjölmiðils, sem í viku hverri er með margvísleg þókknunarskrif í þágu Evrópusambandsins.

Jón Valur Jensson.


Gísli Marteinn er líklega ESB-sinni - og Björn Ingi Hrafnsson er það - og af nær algerum ESB-stuðningi fjölmiðla!

Gísli Marteinn valdi þrjá ESB-sinna til viðræðu við sig í sjónvarpsþætti þennan sunnudagsmorgun. Sá harðasti er Ólafur Stephensen, en Kolbrún Bergþórsdóttir er yfirlýstur ESB-sinni, og Björn Ingi Hrafnsson, aðalmaðurinn á Eyjunni og Pressunni, tilkynnti þarna í þættinum, að hann hafi verið fremur með en móti "aðild".

Þetta er fátæklegt "val" (kannski sjálfval?) hjá Gísla Marteini, en mjög er hann grunaður um græsku að vera sjálfur ESB-sinni, eins og skynja mátti á mæli hans, rétt eins og á valinu á álitsgjöfunum. 

Fjórir í einni umræðu og allir ESB-sinnar – er það ekki ofílagt, jafnvel á Rúv?!

Hvenær ætlar yfirstjórn Rúv að taka fyrir hina augljósu misnotkun Fréttastofu Rúv og annarra starfsmanna á þessari ríkisstofnun í þágu Evrópusambands-málstaðarins? Hefðu þeir verið uppi og haft sitt útvarp og sjónvarp um miðja 13. öld, virðist augljóst af fenginni reynslu, að þeir hefðu lagzt á sveif með Hákoni konungi Hákonarsyni, ekki íslenzka þjóðveldinu, í togstreitu og átökum þeirrar tíðar.

En að Björn Ingi Hrafnsson er ESB-sinni, er, þótt flestir hafi kannski talið það gefið hingað til, af áherzlum Eyjunnar og Pressunnar að dæma, samt sem áður áhyggjuefni með það í huga, að NÆSTUM ALLIR FJÖLMIÐLAR hér á landi eru ESB-inntökusinnaðir. Það á við um 365 fjölmiðla (Bylgjuna, Stöð 2 og Fréttablaðið), DV, Rúv (Rás 1 og 2 og Sjónvarpið, þrátt fyrir eignarhald þjóðarinnar, sem á nú einu sinni þetta lýðveldi og vill halda því, en EKKI fara inn í Brussel-stórveldið), einnig Eyjuna og Pressuna – eina undantekningin Morgunblaðið. Jafnvel eigandi Útvarps Sögu er farinn að predika ESB-inntöku landsins fyrir lítt hrifnum hlustendum sínum, en vinnur í því að fá þá á sveif með sínum vægast sagt óskynsamlega málflutningi í þessa veru.

PS. Snilldarhugur Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra, sem rannsakanda og greinanda, birtist með afgerandi hætti í ótrúlega afhjúpandi grein hans í Morgunblaðinu í dag: ESB-viðræðunum lauk í mars 2011. Þetta er alger skyldulesning allra með áhuga á ESB-málefnum og "gangi viðræðnanna"! Í raun kemur í ljós, að steigurlæti fyrrv. utanríkisráðherra, Össurar, er ekkert minna en breitt Pótemkíntjald fyrir hans vangetu til að ráða við andstöðu Frakka, Spánverja og Portúgala við skilmála utanríkisnefndar Alþingis í sjávarútvegsmálum, sem góðu heilli voru látnir fylgja umsókn "Íslands" 2009. Í raun er málið strand síðustu þrjú árin og það hlálegasta, að þetta veit Össur Skarphéðinsson, en heldur þó áfram að spraðurbassast með það eins og hann hafi sigurbikarinn í höndunum! -- Lesið hina merku rannsóknargrein Björns, sem er með allt öðru og alvarlegra orðfæri en hér var gripið til í þessari ábendingu. Ennfremur er í blaðinu merkur pistill hins einstaklega skarpa blaðamanns Stefáns Gunnars Sveinssonar, Gíslatakan, og fjallar um ástandið síðustu vikurnar í ESB-umræðunni, einkum varðandi Sjálfstæðisflokkinn.

Jón Valur Jensson. 


Ekki eiga sér stað eiginlegar samningaviðræður!

Úr ESB-skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands:

"Fram kemur í sérstökum leiðarvísi sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins gefur út, og af hálfu Evrópusambandsins hefur það verið ítrekað, að ekki eigi sér stað eiginlegar samningaviðræður. 

Varasamt sé að nota það orðalag vegna þess að það gefi til kynna að menn séu að semja um eitthvað. Viðræður við Evrópusambandið snúist ekki um að semja, heldur snúist þær um það með hvaða hætti umsóknarríkið ætli að aðlaga sig reglum sambandsins.
  • "Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið blekkjandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði og tímasetningar umsækjandans fyrir samþykki, innleiðingu og beitingu ESB-reglna – um það bil 100.000 blaðsíðna af þeim. Þessar reglur (einnig þekktar sem acquis, sem er franska og þýðir „það sem hefur verið samþykkt“) eru aftur á móti ekki umsemjanlegar [NOT NEGOTIABLE]. Fyrir umsækjendur snýst þetta einfaldlega um að samþykkja hvernig og hvenær þeir taki upp og innleiði reglur og málsmeðferðarreglur ESB. Hvað ESB varðar er mikilvægt að það fái tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar reglnanna hjá hverjum umsækjanda." (Úr opinberri yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB 27.7. 2011 – hér er hún:  http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/)

Neðanjarðarstarfsemi Dags B. Eggertssonar og Samfylkingar í sveitarfélögum í þágu ESB-innlimunar Íslands

Dæmigerð, en að engu hafandi er sú moldvörpustarfsemi sem evrókratar hafa tekið upp á vettvangi sveitarfélaga (eins og á öðrum vígstöðvum, m.a. í "Óðinsvéum" síðustu vikur). Dagur B. fekk tillögu samþykkta hjá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. febrúar sl. þar sem hún hvatti til þess "að Alþingi tryggi sveitarfélögunum í landinu ráðrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna málsins," þ.e. vegna þingsályktunartillögu utanríkisráðherrans um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Engin sérstök þörf er á afskiptum sveitarfélaga af þessu málefni Alþingis. Um stefnu flokkanna var kosið í vor, og lýðræðið kvað upp sinn úrskurð eftir fjögurra ára vandræðastjórn hinnar ESB-þýlyndu Samfylkingar: þjóðin taldi rétt að kippa henni úr 29,8% fylgi niður í 12,9%. Áttundi hver maður á landinu reyndist þannig fylgja Jóhönnu- og Árna Páls-flokknum, þegar upp var staðið, enda hafði þessi flokkur haft forgöngu um að freista þess að láta Íslendinga borga risavaxnar, en ólögvarðar kröfur tveggja gamalla nýlenduvelda, en allt það athæfi studdi Evrópusambandið opinberlega og beitti sér hart gegn okkar þjóðarhagsmunum.

Til að kóróna óhæfuna sótti Samfylkingin um inntöku Íslands í Evrópusambandið og framkvæmdi þá gjörð sína með þrýstingi á annan flokk að láta hann svíkja sín kosningaloforð, en lokahnykkurinn á verkinu fólst í því að brjóta gegn ákvæðum 16.–19. gr. stjórnarskrárinnar um þingsályktanir í miklilsverðum málum, eins og ítrekað hefur verið fjallað um hér á vefsetrinu.

Kyndugt er, með þessa ljótu fortíð málsins, að Samfylkingunni ærusviptu takist nú að fá aðra vinstri þingflokka, jafnvel einn sem þykist á móti ESB-inngöngu (enda ekki annað fært, þar sem þannig er hugur grasrótar hans), til að hamast gegn sjálfsagðri tillögu utanríkisráðherrans að gera út af við þessa umsókn Össurar og fylginauta hans fúsra sem ófúsra.

Sveitarfélögin eiga enga þá "aðkomu" að þessu landsstjórnarmáli, að það réttlæti ógáfulegar yfirlýsingar sveitarstjórna í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjavík. Eina "aðkoma" sveitarstjórnarmanna í þessu máli virðist helzt sú, sem snertir þerra eigin pyngju og frítíma, vellystingar og vonda samvizku, en þeir hafa þegið óspart af boðsferðum á vegum ESB til Brussel og víðar, ókeypis flugferðir og keyrslu, hótelgistingu og risnu og dagpeninga í þokkabót. Æ sér gjöf til gjalda, og nú fannst þeim kannski sem komið væri að skuldadögunum eða vildu ekki missa fleiri slíka spóna úr aski sínum.

En það mega sveitarstjórnarmenn í nágrenni Reykjavíkur vita, að þar er vinstri meirihluti alls staðar hruninn samkvæmt skoðanakönnunum. Þessum ótrúu fulltrúum fólksins væri því nær að sinna beinum starfsskyldum sínum en að gera neitt til þókknunar því Evrópusambandi, sem þjóðin hefur í ÖLLUM skoðanakönnunum frá Össurarumsókninni tjáð sig andvíga því að verða partur af.

Það væri líka mesta áfall sveitarfélaga landsins, ef stjórnvöldum við Lækjartorg og Austurvöll tækist að véla landið inn í Brusselbandalag gömlu stórveldanna í Evrópu, með tilstyrk áróðursfjár frá hinu sama stórveldabandalagi og auðsveipra útsendara þess hér á landi. Ein afleiðingin yrði t.d. sú, að útgerðarmenn gætu selt aflaheimildir sínar hæstbjóðanda í því hinu sama ESB, og þar með færi aflinn til erlendra togara með erlendum áhöfnum, sem skila myndu sínum sköttum til sinna eigin landa, enda aflanum landað þar. Það sjá það allir fyrir sér nema blindir ESB-dýrkendur, hvílíkt reiðarslag það yrði fyrir tekjustofna sveitarfélaga við sjávarsíðuna, en þar eru skipstjórnarmenn og sjómenn langdrýgstir meðal útsvarsgreiðenda. Auðn og atvinnuleysi myndi blasa við í slíkum sjávarbyggðum, verðfall á fasteignum og flótti fjölskyldna í þéttbýlið syðra, en með lítil efni til að koma sér þar þaki yfir höfuðið. Hrapið í gjaldeyrisöflun landsins vegna tapaðs afla og vegna samdráttar í afleiddum störfum og iðngreinum yrði svo engu síður hnekkir fyrir þjóðarhag.

En þetta er nú einu sinni framtíðarsýn Salfylkingarinnar, sú sem hún aldrei minnist á. Hitt er ekki að efa, að fremstu flokksspírur hennar ættu að kjötkötlum að ganga fyrir sjálfa sig í Brussel, hálaunaembættum og skattafríðindum. Svikin við alþýðu Íslands og sjálfstæðishugsjónir 19. og 20. aldar manna væru hins vegar augljós.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja ljúka aðildarviðræðum að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir eru svo viðkvæmir fyrir hrakningu ESB-meðvirkra skrifa sinna

Friðrik Hansen Guðmundsson verkfræðingur fer mikinn í baráttu fyrir ESB-málstaðinn þessa dagana og var þó a.m.k. um tíma sjálfstæðismaður. Vont er að sjá hann ritskoða síðu sína nú orðið, taka ítrekað út innlegg sem voru þó ekki á neinn hátt meiðandi persónulega. Tvívegis hefur undirritaður sett þar inn athugasemd, sem jafnóðum er tekin út. Hún er við grein hans Ríkisstjórnin er ekki réttkjörin og á að segja af sér, sem nú hefur verið lokuð fyrir öllum frekari athugasemdum, en hér er mín aths. (í seinni gerðinni, þ.e. með nýjum formáls- og eftirmálsorðum): 

  • Tókstu í alvöru út innlegg mitt hér, Friðrik?
  • Hér er það, hafirðu glatað því í klaufaskap:
  • http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/1365538/#comment3503312
  • Góð Helga! Einnig Kristján -- og svör Friðriks út í Hróa.
  • Þú ert, Friðrik, sennilega einn í veröldinni um þessa fáheyrðu þverstæðuskoðun þína á stjórnarskrárbreytingu. Og sem betur fer var lögleysugjörðin stöðvuð, jafnvel Samfylkingin var með nógu slæma samvizku af henni til að voga sér ekki að keyra hana í framkvæmd.
  • Svo eruð þið ESB-sinnarnir greinilega að reyna á alla mögulega vegu að fremja hér valdarán, þ.e. koma til leiðar fullkominni óvirðingu þingræðisins.
  • Jón Valur Jensson, 19.3.2014 kl. 01:50
  • En þú hefur einnig tekið út innlegg þeirrar mætu konu Helgu Kristjánsdóttur í Kópavogi og þar að auki a.m.k. eitt í viðbót, eins og ég fekk sjálfkrafa tilkynningu um inn í minn netpóst, það var athugasemd frá Ragnari Gunnlaugssyni. Ertu farinn að beita hér harðri ritskoðun, Friðrik minn, eða voru þetta mistök í stjórnborðinu? Þau er þá hægt að laga. Jón Valur Jensson, 19.3.2014 kl. 11:15

En ekki kaus hann að laga þetta; hann vildi einfaldlega ekki textann! Það sama átti við um innlegg frá Helgu Kristjánsdóttur, sem hann hefur þurrkað út, og annað hvassyrtara sem ég fekk afrit af í netpóst minn, þetta:

  • Ragnar Gunnlaugsson: Eins gott að Friðrik náði ekki að smygla sér inn á þing í skjóli Sjálfstæðisflokksins í N.Vesturkjördæmi,eins og hann reyndi á sínum tíma,skömm okkar hefði verið mikil. 

Til að textar glatist ekki, er tilvalið að menn taki afrit af þeim. Wink

Mér er vel við Friðrik og get alls ekki kvartað undan honum persónulega. Vona að þetta verði honum til góðs lærdóms.

JVJ


ESB-umsókn Össurar átti að falla 31-30

Út er komið mjög athyglisvert Heimssýnarblað (marz 2014). Einn af mörgum merkum pistlum þar hefur fyrirsögnina hér ofar og hljóðar svo í heild:

"Þrír þingmenn VG greiddu atkvæði gegn yfirlýstri sannfæringu sinni þegar ESB- umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009 með 33 atkvæðum gegn 28, en 2 sátu hjá. Ef þingmenn VG hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, þá hefði ESB- umsóknin aldrei verið samþykkt heldur felld með 31 nei-i gegn 30 já-um.

Álfheiður Ingadóttir sagði þetta í sinni atkvæðaskýringu er hún samþykkti tillögu Össurar:

„Frú forseti. Stuðning minn við þessa tillögu um aðildarviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evrópu sam­bandinu. (Gripið fram í: Nú?) Ég er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðildarviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auðvaldi og yfirþjóðlegri drottnun þess.“

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lét eftirfarandi ummæli falla í ræðustól þingsins þegar hún samþykkt ESB­umsóknina:

„Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.“

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði frammi fyrir alþjóð þegar hún studdi tillögu Össurar um að sækja um aðild að ESB:

„Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.“

Ef þessir þingmenn VG, þar af tveir ráð­herrar, hefðu greitt atkvæði samkvæmt yfirlýstri sannfæringu sinni, þá hefði tillaga Össurar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fallið, 31 hefði sagt nei, 30 já og 2 setið hjá.

ESB­-umsóknin fór umboðslaus frá alþingi, VG klofnaði og almenningur kaus af sér vinstriflokkana með afgerandi hætti vorið 2013. Það eina sem eftir er að gera er að afturkalla umboðslausu umsóknina." (Tilvitnun lýkur í Heimssýnarblaðið.)

Hér skal að lokum minnt á 48. grein stjórnarskrárinnar (feitletr. hér):

  • Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
Er ekki nokkuð augljóst, að þessi þrír alþingismenn brutu gegn 48. gr. stjórnarskrárinnar með því að taka þátt í umsókn um inntöku landsins í stórveldabandalag þrátt fyrir sannfæringu í þveröfuga átt?!
 
Til viðbótar við þetta skal minnt á, að Össurarumsóknin 2009 var EKKI afgreidd í samræmi við fyrirmæli 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. HÉR! Og gróf stjórnarskrárbrot eru meðal alvarlegustu mála!

Vel mælt, í tilefni áróðurs-ásóknar á þingmeirihlutann sem vill ekki sjá neina ESB-inntöku landsins

  • Hermann Guðmundsson lét svo ummælt í blaðagrein, að það væri umhugsunarefni þegar fólk, sem enginn hefði kosið, gerði aðsúg að kosnum fulltrúum með fúkyrðum, uppnefningum, útúrsnúningum og háðsyrðum, allt til að hafa áhrif á ákvarðanir þeirra.
  • "Þetta er allt gert í nafni lýðræðisins," segir Hermann. "Markmiðið er síðan að færa lýðræðið frá fólkinu til fulltrúanna í Brussel sem enginn hefur kosið og ekki er hægt að fjarlægja með lýðræðislegum hætti.
  • Er furða þó að manni verði orða vant?" 

Mbl. í dag, bls. 36. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband