Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Málþóf og áfram reynt að knýja á um að ríkisstjórn vinni þvert gegn stefnu sinni

Vitaskuld er það rétt hjá forsætisráðherra, að "það er órökrétt að sækja um [Esb-]aðild og vera að reyna að komast inn í sambandið ef menn vilja ekki að þær viðræður beri árangur." 

Málþóf örvæntingarfullra Evrópusambandssinna á Alþingi í dag, undir liðnum 'störf forseta', sem flestir hafa þó lýst trausti sínu á, blasir við þeim, sem fylgjast með umræðunni. Reynt er að þæfa málið í stað þess að ræða það sem er efsti liður á óafgreiddri dagskrá þingsins í dag: 'Umsókn Íslands [sic] um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka' (340. mál).

Kl. rúml. 17 í dag gerði þingforseti hlé á þingfundi, og hefst hann aftur kl. 17.45, en verður þá aftur farið að ræða 'störf forseta'?!

JVJ. 


mbl.is „Það geta ekki allir orðið glaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðin sem aldrei skyldi farin hafa verið

Auglýsing  Kjaran auglýsir nú EBA-pappírstætara, þýzka hágæðaframleiðslu. Er þetta tilvalið tækifæri og viðblasandi lausn á þvi vandræðamáli sem Össurarumsóknin ólögmæta hefur verið okkur allt frá upphafi. Nú er tilvalið að renna henni í gegnum tætarann og að upplýsa Brusselmenn um þau farsælu endalok hennar.

Merkilegt annars með þessa "vegferð" Samfylkingarmanna með gervalla þjóðina. Henni má líkja við langt ferðalag, sem hópi nokkrum var gert að fara austur á Langanes, án þess að hann fengi nokkru um það ráðið, en þegar hann hafði á nær hálfnaðri leið fengið sína menn til að taka yfir stjórn á rútunni, þá sem höfðu ekki áhuga á lokatakmarkinu fremur en hópurinn sjálfur, þá heyrðist kveðið úr horni: "Nei, nú verður að kjósa um það, fyrir lítinn kvartmilljarð, hvort við höldum ferðinni áfram, úr því að við erum komin svona langt, eða setjum ákvörðun um það á ís, af því að það er aldrei að vita, hvað kynni að vera í pakkanum sem við fengjum, þegar á leiðarenda yrði komið!"

Jón Valur Jensson.


Ólafur Stephensen lýgur að þjóðinni

Í þágu ESB-innlimunar skrifar hann dag eftir dag í viðleitni til að framlengja Össurarumsóknina ólögmætu, þrætir ótrúverðugur fyrir upplýsingar sérfróðra um að engar undanþágur fást varanlega frá lagaramma ESB fyrir umsóknarríki og gætir þess að minnast hvergi á þvera höfnun Stefans Füle stækkunarstjóra ESB á hugmynd Össurar um "klæðskerasaumaðar sérlausnir" fyrir Ísland.

Í Fréttablaðinu í dag heldur Ólafur áfram þunnum áróðri sínum og blekkingum, við hliðina á lítilsvirðandi skopmyndum af utanríkisráðherra Íslands (og ekki þeim fyrstu í því blaði).

Hann heldur því fram, að "ótal dæmi" séu "um varanlegar undanþágur í aðildarsamningum ESB-ríkja, sem hafa verið veittar á grundvelli þjóðarhagsmuna," án þess að nefna eitt einasta dæmi um slíkt. Styrkirnir við landbúnað í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni voru t.d. ekki varanlegir og hafa verið helmingaðir, í kringum inntöku austurevrópskra ríkja, og geta að lokum horfið. Varanlegt kann leyfi Dana að vera til að stugga við þýzkum sumarhúsum í hluta ríkis síns, en það leyfi fekkst aðeins af því, að þá þegar höfðu Danir neitunarvald í sambandinu, en engin ný umsóknarríki hafa slíka aðstöðu nú, fyrir utan, að það mál er einber tittlingaskítur í efnahag og stjórnkerfi þjóða.

Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri.

Þvert gegn Ólafi Stephensen segir próf. Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri, í nýrri frétt hér á Mbl.is, "að ekki sé um neinar sérlausnir eða undanþágur að ræða, nema þá tímabundnar og þá ekki sem yrðu hluti af löggjöf Evrópusambandsins. Ágúst segir að í ljósi þess að ekki verði hægt að fá neinar varanlegar sérlausnir eða undanþágur sé aðildarviðræðum í raun sjálfhætt."

Ennfremur segir dr. Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við lagadeild HÍ, í bók sinni Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (2011, 108 bls.), á síðu 66: 

  • "Um varanlegar undanþágur frá reglum ESB. Skoðun á aðildarlögum einstakra ríkja staðfestir að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða, hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála."

Það er kannski ráð fyrir Ólaf Stephensen að setjast á skólabekk á ný?

En meðan hann veltist um í vanþekkingu sinni (nema um beinar blekkingar sé að ræða), skrifar hann eins og sjá má í leiðaranum í dag: 

  • "Í þriðja lagi eru sérlausnir, þar sem löggjöf ESB er breytt til að mæta hagsmunum umsóknarríkis. Slík lausn er til dæmis breyting á landbúnaðarstefnu ESB fyrir „heimskautalandbúnað“ Svía og Finna. Það er að sjálfsögðu varanleg lausn [SIC!!!]; hún hefur gilt í 20 ár og stendur ekki til að hrófla við henni."

Þvert gegn þessari meinloku ESB-predikarans Ólafs segir próf. Stefán Már í fyrrnefndri bók sinni, bls. 167:

"Breyting á reglum ESB í þágu einstakra aðildarríkja. Sem dæmi um þetta má nefna 142. grein fyrrnefnds aðildarsamnings en þar segir svo í lauslegri þýðingu:

  • Framkvæmdastjórnin skal heimila Noregi, Finnandi og Svíþjóð að veita langtíma innanlandsstuðning með það að markmiði að tryggja að landbúnaður verði áfram stundaður á tilteknum svæðum. Þessi svæði eiga að ná til landbúnaðarsvæða norðan 62. breiddargráðu og nokkurra aðliggjandi svæða innan þeirrar breiddargráðu, sem búa við svipaðar veðurfarsaðstæður sem gera landbúnað erfiðan.

Stuðningur samkvæmt þessari grein er bundinn ströngum reglugerðarákvæðum sem framkvæmdastjórnin [í Brussel] setur. Sem dæmi má nefna að hámark er sett á heildarstuðning og tegund stuðnings er ákveðin eftir ströngum mælikvarða. Af þessu er ljóst að litið er á ákvæðið sem sérstaka útfærslu ESB-réttar. Það er ESB sem ákveður öll skilyrði fyrir stuðningnum og hann getur eftir atvikum alveg fallið í burtu með breyttri stefnu og löggjöf sambandsins í landbúnaðarmálum." (Tilvitnun lýkur í bók Stefáns Más; leturbr. JVJ.)

Hér er greinilegt, að Ólafur Stephensen fer með rakin ósannindi, þegar hann heldur því fram, að sérlausnin fyrir Finna og Svía sé "að sjálfsögðu varanleg lausn".

Þá reynir Ólafur í málefnafátækt sinni að nefna Möltu til sögunnar sem ríki sem fengið hafi "sérlausn ... til að mæta sérstöðu Möltu í sjávarútvegi." Þetta er allsendis hlálegt, því að Malta fekk ekki að halda sinni stóru landhelgi, nú mega stór skip Spánverja og annarra veiða þar upp að 25 mílna mörkum, en sjálfir halda Möltumenn um 1800 tonna ársafla í heild!!! Þar að auki var ákvæðið um 25 mílurnar eingöngu til að hafa þar sér-veiðisvæði fyrir litla báta, sem erfiðara er að gera út frá öðrum ríkjum, en hins vegar ekkert sem bannar öðrum ESB-borgurum (skv. fjórfrelsinu) að setjast þar að í samkeppni um þessi 1800 tonn (Ólafstonnin getum við kallað þau) eða að kaupa sig inn í maltneskar útgerðir.

Eitt er víst, að ekki er Ólafur Stephensen verjandi íslenzks sjávarútvegs, einnar undirstöðugreinar efnahags- og atvinnulífs hér á landi og gjaldeyrisskapandi öllum öðrum fremur.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Viðræðunum við ESB sjálfhætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir sérfræðiprófessorar: Engar varanlegar undanþágur fengjust frá lögum ESB um landbúnað og sjávarútveg

Sumir ímynda sér, að undanþágur/sérlausnir fyrir ESB-ríki gagnvart lögum ESB séu varanlegar, ef ekki er tekið fram, að þær þær sé tímabundnar.

En ESB hefur það í hendi sér, hvenær þær verða afnumdar, úreltar eða þeim breytt.

Það er mjög upplýsandi að lesa orð dr. Stefáns Más Stefánssonar, prófessors í Evrópurétti við lagadeild HÍ, í bók hans Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (2011, 108 bls.). Hann segir þar á síðu 66:

"Um varanlegar undanþágur frá reglum ESB. Skoðun á aðildarlögum einstakra ríkja staðfestir að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða, hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála." (Nánar þar.)

Ennfremur ritar hann á s. 66-67:

"Um tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Skoðun á aðildarlögum leiðir í ljós að unnt er að fá tímabundnar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins ef rök standa til þess. Er mismunandi og raunar samningsatriði hve hin tímabundna undanþága geti staðið lengi og hversu víðtæk hún getur orðið. Í aðildarsamningi Finnands, Svíþjóðar, Austurríkis og Noregs um aðild að Evrópusambandinu frá 1994 er m.a. gerð grein fyrir ýmsum aðlögunaraðgerðum sem giltu til ársloka 1999." (Nánar þar.)

Og í 3. lagi segir próf. Stefán Már (167):

"Breyting á reglum ESB í þágu einstakra aðildarríkja. Sem dæmi um þetta má nefna 142. grein fyrrnefnds aðildarsamnings en þar segir svo í lauslegri þýðingu:

  • Framkvæmdastjórnin skal heimila Noregi, Finnandi og Svíþjóð að veita langtíma innanlandsstuðning með það að markmiði að tryggja að landbúnaður verði áfram stundaður á tilteknum svæðum. Þessi svæði eiga að ná til landbúnaðarsvæða norðan 62. breiddargráðu og nokkurra aðliggjandi svæða innan þeirrar breiddargráðu, sem búa við svipaðar veðurfarsaðstæður sem gera landbúnað erfiðan."

Og takið svo eftir beinu framhaldi texta Stefáns Más (leturbr. JVJ):

"Stuðningur samkvæmt þessari grein er bundinn ströngum reglugerðarákvæðum sem framkvæmdastjórnin [í Brussel] setur. Sem dæmi má nefna að hámark er sett á heildarstuðning og tegund stuðnings er ákveðin eftir ströngum mælikvarða. Af þessu er ljóst að litið er á ákvæðið sem sérstaka útfærslu ESB-réttar. Það er ESB sem ákveður öll skilyrði fyrir stuðningnum og hann getur eftir atvikum alveg fallið í burtu með breyttri stefnu og löggjöf sambandsins í landbúnaðarmálum."

JVJ tók saman, aðallega úr bók Stefáns.  Álit hins sérfræðiprófessorsins, Ágústs Þórs Árnasonar, sjá umfjöllun hans sem tekin er upp í 1. aths. hér neðar.


mbl.is Fjöldi fólks á samstöðufundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórninni er réttast að sýna hér festu og ákveðni

Þótt einn stjórnarþingmaður kikni í hnjánum gagnvart útkomunni af samfelldum skrökáróðri Fréttastofu Rúv og fjölmiðlanna hans ESB-Jóns Ásgeirs eða konu hans og taki mark á "undirskriftasöfnun" þar sem er víðtæk kennitöluvöntun, þá þýðir það ekki, að það sé nein vitglóra í því fyrir ríkisstjórnina að kasta 200+ milljónum króna í slíka ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði því einber skoðanakönnun, því að hún væri EKKI bindandi fyrir Alþingi. Alþingismenn hafa engar skyldur til að fara eftir niðurstöðum slíkrar könnunar, heldur eru þeir "eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum," skv. 48. gr. þeirrar stjórnarskrár lýðveldisins, sem þeir hafa svarið eiðstaf að.

Ríkisstjórnarflokkarnir fengu (50.454 + 46.173 = ) 96.627 atkvæði í kosningunum í vor. 45-50.000 kennitölulausir, nytsamir sakleysingjar (ásamt slatta innlimunarsinna) jafnast aldrei á við það staðfesta kjörfylgi og valdsumboð ríkisstjórnarinnar til sinna verkefna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Við eigum að vera hér fyrir fólkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband