Færsluflokkur: Fjármál

Af evru-meðvirkni minnislítilla Rúvara

Hvimleitt var að horfa upp á samstöðu Rúvara í þætti Gísla Mart­eins. Atli Fannar reið á vaðið með því að uppteikna krón­una sem meiri háttar söku­dólg, vita­skuld án raka (hann kærir sig ekki um þau frekar en áreitnis­hópur femín­istanna; "rökræður eru ekki leyfðar" segja þær á sínum "lokaða" vef þegar Jón Steinar hrl. er veginn og léttvægur fundinn, svo að pent og vægt sé orðað um dólgslegt athæfi þeirra).

Gísli Marteinn, sem þrátt fyrir Valhallar­merkið hefur verið vinstri-meðvirkur síðasta áratug eða svo (m.a. þægt verkfæri í höndum flug­vallar­andstæð­inga í þeim herbúðum, rétt eins og Hanna Birna), lét sér krónu-níðið vel líka, og næstur á dagskrá var Bogi Ágústsson frétta­stjóri, sem byrjaði gamlan söng ESB-sinna um hve krónan hefði rýrnað mikið, síðan henni  var ýtt úr vör um 1922, miðað við dönsku krónuna, eins og þetta segi einhverja sögu um lífskjör okkar hér! En sér hann, sem fréttamaður, sem á að vera hlutlægur, ekki þessi þungvægu grundvallaratriði:

Það er engin spurning, að frá 1922 hefur lífskjörum Íslendinga, sem og gæðum íbúðarhúsnæðis okkar og tækni­væðingu atvinnu­veganna fleygt langum meira fram en hjá Dönum. Af hverju þagði Bogi um það?

Það er sömuleiðis alveg ljóst og viður­kennt af erlendum sér­fræðingum, að við banka­kreppuna reyndist sveigjan­leiki krónunnar okkur mikil björgunar­taug: án hennar hefði sam­keppnisstaða okkar erlendis og gagnvart ferðamennsku ekki stór­batnað, útflutningur fisk­afurða ekki gefið jafn­mikið af sér og bylt­ingin í ferða­mennsku jafnvel ekki átt sér stað! Það þarf meira en Eyja­fjalla­jökuls­gos til að laða að milljónir manna! Af hverju þagði Bogi um þetta?

Svo er sífellt sífrað um krónuna og vexti í herbúðum ESB-sinna, en aldrei minnast þeir á hitt, að bæði raforku- og hitunar­kostnaður húsa er margfalt lægri hér en úti í Evrópu, sem Atli kaus að miða okkur við. Veit hann ekki af því, að rafmagn til almenn­ings á Íslandi er fimmfalt ódýrara en í Þýzkalandi? Allt þetta vegur mikið í lífskjörum okkar.

Að sjálfsögðu á Bogi Ágústsson að vita þetta, en minntist ekki einu orði á það! Fremur sat hann þarna, ríkisstarfsmaður, og tók þátt í einhliða níði um gjaldmiðil þjóðarinnar! Er kannski næsti bær hjá honum að ganga í enn einn fáfræðiklúbb Loga Samfylking­ar­formanns, sem heldur að evran sé gjaldmiðill í Noregi, Danmörku og Svíþjóð?!!

Þá er enn óminnzt á Jón okkar blessaðan Ólafsson. Sá jafnvel hann ekki í gegnum það, að "Magga Kristmanns" er alltaf að gera lítið úr krónunni? -- þ.e.a.s. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verzlunar og þjónustu, sem er liðsmaður ESB-hópsins hlálega "Já Ísland" og gekk fram fyrir skjöldu til að mæla alveg sérstaklega með Icesave-áþjáninni?! Eigum við að taka slíka sem marktækan álitsgjafa um gjaldmiðil okkar og lífskjör?

Og getum við ekki einu sinni reitt okkur á það, að sjálfur frétta­stjóri Rúv kunni að gæta hlutlægni og standa á óvilhallan hátt með þjóð okkar frekar en þeim sem sífellt róa undir því, að við glötum fullveldisréttindum okkar til stórveldisins ESB?

Í beinu framhaldi af því: Munum við á komandi mánuðum geta treyst fréttaflutningi Boga og undirmanna hans af ACER-málinu? -- því sem nú ógnar dýrmætum hluta fullveldis okkar -- sem og lága verðinu á raforkunni!

Jón Valur Jensson.


Jón Baldvin Hannibalsson: stefna Evrópu­sambandsins "allsherjar-disaster"

"Evrópusambandið ætlaði að sameina þjóðir, en hefur algerlega sundrað þjóðum!" Spyrill: "Þannig að JBH er á móti inngöngu Íslands í ESB?" - JBH: "Ég efa að nokkur vilji það nú, það er fjarstæðukennt."

Þetta kom fram í viðtali Hauks Haukssonar, fréttamanns í Moskvu, við Jón Baldvin í þætti í Útvarpi Sögu í dag (endurtekið seint í kvöld, á FM 99,4). Hann fjallaði um þetta á mörgum orðum, endilega hlustið á þáttinn.

HH: "Evrópusambandið í dag?" -- JBH: "Það er í algerri klessu. Eftir fjármála­kreppuna 2008 hefur það aldrei náð sér sá strik. Tæknilega virkar það ekki - er ekki nothæft." Og hann skýrir þetta með hagfræðilegum atriðum og rökum: ríki þurfi að geta stýrt vaxtastigi og ráðið gengis­ákvörðun og haft sín ríkisframlög. Evrópusambandið hafi þetta ekki. Seðlabanki Evrópu (ESB) sé "ekki einu sinni almennilegur seðlabanki". Þetta hafi þau áhrif innan ESB, að það sé Þýzkaland sem ráði, "og það þýðir að öll hin löndin eru í spennitreyju."

"60 milljónir starfa eru horfnar!" (í Evrópusambandinu). Vá, þvílíkt!

Sannarlega fróðlegt og kannski einna helzt fyrir Benedikt Jóhann­esson og félaga hans í tímaskekkju­flokknum "Viðreisn"! Og þeir fengu nú aldeilis yfirhaln­inguna, sennilega hjá fyrrverandi seðlabankastjóra, í þessum tilvitnuðu skrifum í gær!

Jón Valur Jensson.


Breytt og jákvæð stefna Obama-stjórnar gagnvart viðskiptum við ESB-laust Bret­land

Yf­ir­maður ut­an­rík­is­viðskipta í rík­is­stjórn Obama sagði fyr­ir helgi að banda­rísk stjórn­völd hafi "þegar hafið óform­leg­ar viðræður við hátt­setta breska emb­ætt­is­menn um mögu­leg­an viðskipta­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands eft­ir að Bret­ar segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið." Mike From­an heitir maðurinn, og um þetta er fjallað í frétt Fin­ancial Times.

Fleiri ríki eins og Ástr­al­ía, Kan­ada, Nýja-Sjá­land, Mexí­kó, Ind­land og Suður-Kórea hafa þegar lýst yfir áhuga á viðskipta­samn­ingi við Bret­land auk EFTA-ríkj­anna Íslands, Nor­egs, Sviss og Liechten­stein. (Mbl.is)

Heur From­an þessi rætt við nokk­urn fjölda brezkra emb­ætt­is­manna frá því að brezk­ir kjós­end­ur samþykktu í þjóðar­at­kvæði 23. júní að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið.

Viðræðurn­ar hafi snú­ist um þau áform Breta og mögu­leg­an tví­hliða viðskipta­samn­ing eft­ir að úr­sögn­in úr sam­band­inu hef­ur tekið gildi. (Mbl.is)

Og takið eftir þessu:

Fyr­ir þjóðar­at­kvæði sagði Obama að ef Bret­ar segðu skilið við sam­bandið lentu þeir aft­ast í röð þeirra sem vildu viðskipta­samn­ing við Banda­rík­in. Eins og fram kem­ur í frétt­inni er því ljóst að stefnu­breyt­ing hef­ur átt sér stað í þeim efn­um. (Mbl.is, nánar þar.)

Viðræður þess­ar "fara fram sam­hliða yf­ir­lýs­ing­um full­trúa re­públi­kana í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings um að hefja ætti slík­ar viðræður við bresk stjórn­völd."

Og takið sérstaklega eftir þessu í hinni traustlegu frétt Mbl.is (leturbr. undirritaðs):

Ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins er óheim­ilt að semja um viðskipti við önn­ur ríki, en From­an seg­ir ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að óform­leg­ar und­ir­bún­ingsviðræður um viðskipti fari fram áður en Bret­land yf­ir­gef­ur sam­bandið form­lega. From­an seg­ir enn frem­ur að í ljósi fyr­ir­hugaðrar úr­sagn­ar Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu sé ástæða til að end­ur­meta yf­ir­stand­andi fríversl­un­ar­viðræður Banda­ríkj­anna við sam­bandið enda sé Bret­land stór ástæða fyr­ir því að sá samn­ing­ur sé tal­inn eft­ir­sókn­ar­verður að mati Banda­ríkja­manna. Fjórðung­ur banda­rísks út­flutn­ings til Evr­ópu­sam­bands­ins fari þannig til Bret­lands.

En það er líka unnt að fara aðra leið samkvæmt þeim vísa manni, sem kann þó að vera að sefa Brusselmenn með þessu:

Hugs­an­legt sé að Bret­land verði aðili að fríversl­un­ar­samn­ingn­um á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­sam­bands­ins þegar landið seg­ir skilið við sam­bandið og viðræðum um samn­ing­inn hef­ur verið lokið að sögn From­ans. Það sé einn af þeim mögu­leik­um sem rædd­ir hafi verið varðandi mögu­leg­an viðskipta­samn­ing á milli Banda­ríkj­anna og Bret­lands. (Mbl.is)

En það er greinilegt af öllu, að hrakspár ESB-sinna, m.a. í fréttamannastétt á Rúv og Fréttablaðinu, um yfirvofandi einangrun Bretlands viðskiptalega vegna Brexit, eiga ekki við nein rök að styðjast.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja viðskiptasamning við Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin Hannibalsson afhuga Evrópu­samband­inu: "Það þýðir ekkert að tala um að ganga inn í brenn­andi hús!"

"Þegar ég horfi á Evrópu núna sé ég Evrópu­samband sem er nánast í sjálfs­morðs­leið­angri ... og allt þar í rugli. Frammistaða ESB núna sýnir algert póli­tískt forystu­leysi, alltaf viðbrögð eftir á og skammar­lega lítil­mennsku. Við göngum ekki inn í brenn­andi hús núna. Slökkvið fyrst eldana,“ sagði Jón Baldvin Hanni­bals­son, fyrr­verandi utan­ríkis­ráðherra, í viðtali á Morgunvaktinni á Rúv í morgun, en hann hefur endur­skoðað afstöðu sína til aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu. Þar sé allt í rugli.

Rúv segir frá þessu á vef sínum og birtir þar viðtal Óðins Jónssonar við hann. Gefum Jóni Baldvin sjálfum orðið:

„Hér talar maður sem var harðvítugasti talsmaður þess að við eftir hrun gengjum í samfélag lýðræðis­ríkja, Evrópusambandið. Ég hef endurskoðað þá afstöðu. Einfald­lega vegna þess að þegar ég horfi á Evrópu, þá sé ég Evrópusamband sem er nánast í sjálfsmorðsleiðangri vegna þess að pólitíska forystan hefur algjörlega brugðist - og það er kreppa eftir kreppu eftir kreppu. Peninga­samstarfið er byggt á röngum grunni og stenst ekki. Það mun ekki standast nýtt áhlaup", sagði Jón Baldvin.

Já, hann skefur ekki af því, eftir að hafa fylgzt með þessu stórvelda­banda­lagi sem hann áður dáði!

„Sú stefna sem Evrópu­sambandið hefur rekið undir forystu Merkel gagnvart þeim þjóðum sem fóru verst út úr hruninu (þá er ég að tala um Grikkland, Kýpur, Íberíu­skagann, Írland) er rugl! Tómt efna­hags­legt rugl! Og ekki boðleg. Og síðan, frammistaða Evrópu­sambandsins gagnvart þeirri áraun sem fylgja flótta­manna­hrær­ingum um allan heim sýnir algjört pólitískt forystuleysi, alltaf viðbrögð við atburðum eftir á og í þessum málum skammarlega lítil­mennsku“. – Er Jón Baldvin Hannibalsson með öðrum orðum ekki lengur fylgjandi því að Ísland gerist aðili að Evrópu­samband­inu? – „Það þýðir ekkert að tala um að ganga inn í brennandi hús“.

Í staðinn eigum við að "koma okkar eigin húsi í lag og búa okkur undir það síðar meir að geta verið þjóð meðal þjóða."

Hér mega ESB-innlimunar­sinnar strjúka svitann af enninu, reyna að jafna sig og hlusta á yfirveguð orð þessa fyrrv. formanns Alþýðu­flokksins, eins harðasta tals­manns þess að Ísland sækti um aðild að Evrópu­sambandinu, því að ...

Jón Baldvin tekur þó fram að fram­tíðar­sýnin sé óbreytt, að vera í nánu sam­bandi við aðrar lýðræðisþjóðir, sérstak­lega á Norður­löndum og við Eystrasalt, en hann sé pólitískur raunsæis­maður. „Við göngum ekki inn í brennandi hús núna. Slökkvið fyrst eldana.“ 

Fátt um jafnaðarmenn nú orðið, en "vofa fasismans gengur ljósum logum um Evrópu"

Hann sagðist sjá núna tvo jafnaðarmenn í heim­inum: Annar væri "hans heilag­leiki páfinn" Franz, en hinn Bernie Sanders, fram­bjóðandi í Demókrata­flokknum til embættis forseta Bandaríkjanna.

Hann segist hræddur við margt í samtímanum, að þetta geti farið til verri vegar: "Ég er skíthræddur, alltsvo: vofa fasismans gengur ljósum logum um Evrópu." Hann hafi ekki búizt við, að þetta gæti átt sér stað árið 2016, hann sé ekki alvitur! Og síðan fylgdu orð hans um Evrópusambandið, þau sem tilfærð hafa verið hér ofar!

Jón Valur Jensson tíndi saman.


mbl.is Svíþjóðardemókratar styðja Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baktjaldamakk Samfylkingar um ESB-umsóknina þarf að koma algerlega upp á yfirborðið

Árni Páll: "Við byggðum aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjalda­samkomu­lagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildar­viðræður, sem hefði bundið alla flokka við umsóknar­ferlið." Hann flokkar því Össurar­umsóknina sem "mistök".*

Merkilegt að uppgötva þetta svona eftir á. Og nú á Árni það eftir, eins og bent var á í leiðara Morgunblaðsins í dag, að lýsa því fyrir okkur með nákvæmum, sannsöglum hætti, hvernig þetta mikla baktjalda­samkomu­lag varð til, hverjir voru þar aðalleikendur, innlendir eða erlendir, og hvort einstaklingar úr öðrum flokkum en Jóhönnustjórnarinnar komu þar við sögu; ennfremur út á hvað þetta baktjaldasamkomulag gekk – hvort til dæmis skyldi fyrir alla muni forðazt, að þjóðin yrði spurð ráða.

Ennfremur var þetta meðal þeirra helztu mistaka sem Árni Páll nefndi í frægu bréfi sínu í gær:

"Skuldir heimilanna Þegar fólk var að drukkna í skuldafeni tókum við að okkur í of ríkum mæli að útskýra fyrir fólki að það ætti að borga skuldir sínar, í stað þess að taka okkur stöðu með fólki gegn fjármálakerfi.

Icesave  Við studdum samning um Icesave sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og mæltum gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hann."

Sannarlega var kominn tími til sannleiksuppgjörs í Samfylkingunni við hennar arfaslappa feril í Icesave- og ESB-málum. En seint mun Árna Páli takast að fá samþingmenn sína í SF alla til að iðrast. Hætt er við, að nú verði hangið í þögn að hætti Oddnýjar Harðardóttur og afneitun á borð við undanfærslur og nýskáldskap Steingríms J. Sigfúsonar í Icesave-málinu og raunar í fleiri mjög viðkvæmum fjármálum fyir hann.

Árni Páll hefur óneitanlega hreinni skjöld í sumum þessum málum en sam­ráðherrar hans fyrrverandi. Þannig léði hann fyrstur manna í stjórnarliði Jóhönnu máls á því að snúa við blaðinu í Icesave-málinu eftir á.

* Reyndar var Árni Páll einn meðal fárra sem gerðu sér grein fyrir því, að Össurar-umsóknin var, eins og á henni var haldið, beint stjórnarskrárbrot, sbr. hér: Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bréf Árna Páls kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnskur efnahagur stefnir nú mest allra niður á við á evrusvæðinu

Finnland er nú kallað nýjasti "sjúklingur Evrópu" (þetta heiti var fyrst notað um Tyrkjaveldi í að­drag­anda hruns þess snemma á 20. öld). Met-samdráttur þjóðar­framleiðslu, ósam­keppnis­hæfi vegna launakostnaðar, lélegt gengi Nokia, allt þetta stuðlar að slökustu frammistöðu Finnlands nú á 3. ársfjórðungi 2015.

En það er ekki hrópandi húrra fyrir hinum evrusvæðis-löndunum, aðeins tvö þeirra, Spánn og Slóvakía, skríða lítillega yfir 0,5% aukningu þjóðartekna, en meðaltalshækkunin á evrusvæðinu aðeins 0,3% (margfalt minni en hjá okkur Krónlendingum):

JVJ.


Ætlar Bjarni Ben. að láta brjóta stjórnarskrána í þjónkun við evrópskt stórveldi?

Hér er í dag hrikaleg frétt sem of fáir taka eftir : ruv.is/frett/samkomulag-um-samevropskt-fjarmalaeftirlit Þetta felur í sér alls óheimilt fullveldisframsal ! Þar að auki er þetta stórhættulegt, gæti orðið verra en bankakreppan! En í fréttinni segir svo:

  •  
    • Samkomulag hefur náðst um innleiðingu reglna um samevrópskt fjármálaeftirlit í EFTA-ríkjunum þremur, Íslandi, Noregi og Liechtenstein.
    • Með því verður tryggt að evrópulöggjöf, sem byggir á viðbrögðum við alþjóðlegu fjármálakreppunni, tekur gildi í ríkjunum þremur, þar á meðal löggjöf um þrjár evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði. Þar sem stofnanirnar hafa meðal annars vald til að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja fela reglurnar í sér framsal framkvæmdavalds sem stjórnarskrá Íslands heimilar ekki.
    • Fjármálaþjónusta er mikilvæg fyrir efnahag Liechtenstein, sem þar af leiðandi hefur þrýst mjög á um að reglurnar verði innleiddar. Samkomulagið felur í sér að allar bindandi ákvarðanir gagnvart EFTA ríkjunum verða teknar af Eftirlitsstofnun EFTA og hægt verður að bera þær undir EFTA dómstólinn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfesti samkomulagið fyrir Íslands hönd en reglurnar verða lögfestar hér á landi á næstunni.

Jæja, hvernig ætlar Bjarni Benediktsson að láta "lögfesta" þessar reglur, úr því að þær fela í sér "framsal framkvæmdavalds sem stjórnarskrá Íslands heimilar ekki"? Ætlar hann að brjóta stjórnarskrána, eins og vinstri flokkarnir voru svo þjálfaðir í á síðasta kjörtímabili? Þar að auki eru þessar skuldbindingar stórhættulegar, gætu leitt til verra áfalls en bankakreppan!

Jón Valur Jensson.


ESB (útópía sumra!) vann harkalega gegn Íslandi í Icesave-málinu

Rétt er að minna á, að Evrópusambandið – stórveldi sem enn gerir sig breitt gagnvart Íslendingum (en leggur síður í Norðmenn!) – hafði upp á sitt eindæmi SAKFELLT Íslendinga í Icesave-málinu, þ.e. Seðlabanki Evrópu, ESB-dómstóllinn og Lúxemborg og sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þ.e. fulltrúar þessara ESB-stofnana, sem settust í gerðardóm yfir Íslendingum haustið 2008. (Þakkir séu Árna Mathiesen, þá ráðherra, að neita að skipa fulltrúa Íslands í þann gerðardóm.)

Skeikulleiki þessara ósvífnu aðila var hlálega auglýstur fyrir augliti þjóða heims fyrir um einu ári, þegar EFTA-dómstóllinn kvað upp sinn úrskurð um, að íslenzka ríkinu og almenningi hér bæri ekkert að borga vegna þessara Icesave-reikninga, jafnvel ekki málskostnaðinn!

Sjáið nú, hversu fráleitt það er fyrir Íslendinga að treysta þessum Seðlabanka Evrópu (ESB-fyrirbæri), en í höndum hans yrðu okkar gjaldeyrismál, ef Ísland léti innlimast í Evrópusambandið og yrði þá neytt til að taka upp evruna! Þessi sami Seðlabanki Evrópu hefur nú þegar reynzt okkur jafnvel enn verr í Icesave-málinu heldur en framkvæmdastjórn ESB og kommissararnir þar í makrílmálinu!

Á svo að bjóða okkur til þess óvinafagnaðar?!

Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, að "mikilvægt [er] að hafa í huga að það hefur áður verið leyst úr því álitamáli hvort ríkissjóður beri ábyrgð að þessu leyti, og svo er ekki,“ en þarna svaraði hann spurður um 556 milljarða kr. kröfu Hollenska seðlabankans DNB og breska innistæðusjóðsins FSCS á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF. „Þannig að það mun ekki reyna á ábyrgð ríkisins að neinu leyti í þessu máli,“ sagði hann, og rétt er það. En hann má líka öðrum fremur minnast þess, að það reyndi áður á það mál, fyrir EFTA-dómstólnum, og eingöngu vegna þess, að þjóðin vildi hvorki hlíta leiðsögn hans, Bjarna hins unga, né vinstri stjórnarinnar með Jóhönnu og Steingrím J. í fararbroddi. Hefði verið farið að vilja þeirra þriggja í málinu, værum við nú (1) að þræla við að borga þessar gervikröfur Breta og Hollendinga og búin að afleggja velferðarkerfi okkar að stórum hluta, (2) víða farin að trúa því, að við höfum verið SEK í þessu máli !

Hve þakklát við megum vera fyrir að hafa ekki hlustað á Bjarna, Steingrím J., Indriða Þorláksson, Össur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Helga Hjörvar og Jóhönnu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ekki mun reyna á ábyrgð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran verður gjaldmiðill Letta þrátt fyrir beina andstöðu þjóðarinnar - Fréttaflutningur Rúv ámælisverður

Fréttamaður Rúv leyndi þjóðina því nú í hádeginu, að 60% Letta eru beinlínis andvíg upptöku evrunnar í nýrri skoðanakönnun skv. frétt AFP, en hafa engin völd til að koma í veg fyrir, að í dag verður evran formlega gjaldmiðill Lettlands. Fréttamaðurinn, Kristján Róbert Kristjánsson, sagði frá því, að Lettar hefðu nú tekið upp evruna, en steinþagði um andstöðu lettnesku þjóðarinnar! Er þetta eitt margra dæma um ESB-auðsveipni Fréttastofu Ríkisútvarpsins, og er mál að linni.

Með inngöngu í Evrópusambandið fyrir tæpum áratug urðu Lettar skuldbundnir til að taka upp evru þegar efnahagsleg skilyrði þess hefðu verið uppfyllt.

  • Stjórnvöld í Lettlandi hafa lagt mikla áherslu á að uppfylla skilyrðin sem meðal annars hafa falið í sér að tryggja að gengi latsins, gjaldmiðli landsins, væri haldið innan ákveðinna vikmarka frá gengi evrunnar. Það hefur meðal annars haft í för með sér miklar launalækkanir, þar sem ekki hefur verið hægt að fella gengi gjaldmiðilsins. (Mbl.is, leturbr. jvj.)

Og nú fá Lettar að þola áframhaldandi tilraunastarfsemi með þennan nýja, varhugaverða gjaldmiðil sem er rétt kominn á fermingaraldur, en hefur þegar haft stórskaðleg áhrif á fjárhag ýmissa ESB-þjóða.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meirihluti Letta vill ekki evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrkeyptar óþurftar-tilskipanir ESB

Hér skal vakin athygli á grein Halldórs Jónssonar verkfræðings, 'Er ekki nóg komið af bullinu frá ESB?', þar sem hann bendir á, að skv. tilskipun frá Evrópusambandinu á hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis hér sem í ESB að fara í 5% árið 2015 og 10% árið 2020, gersamlega að tilefnislausu, enda er hlutfall endurnýjanlegrar orku um 75% á Íslandi, eins og Glúmur Jón Björnsson, framkvæmdastjóri efnarannsóknastofunnar Fjölvers, hefur bent á.

Ívar Pálsson viðskiptafræðingur ritar einnig um þetta mál o.fl. í nýjum pistli sínum í dag: Óíslenskar tilskipanir, þ.e.a.s. þessa umræddu tilskipun, einnig um glóperubann, ofurþykkt einangrunar (sbr. dýrkeypta byggingareglugerð okkar) o.s.frv. Taka ber undir orð Ívars um hinn þindarlausa og umhugsunarlitla mokstur alþingismanna af ESB-tilskipunum inn í okkar efnahagslíf:

  • Nú er kominn tími til þess að endurskoða þetta fargan: snúa til fyrri vegar, sem var sá að vega og meta hvort tilskipunin henti íslenskum aðstæðum yfirleitt og haga aðgerðum í samræmi við það. Sú aðferð gekk ágætlega og veldur Íslendingum ekki kostnaði og armæðu eins og óþurftar-tilskipanir gera.

Jón Valur Jensson.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband