ESB-umsókn Össurar átti að falla 31-30

Út er komið mjög athyglisvert Heimssýnarblað (marz 2014). Einn af mörgum merkum pistlum þar hefur fyrirsögnina hér ofar og hljóðar svo í heild:

"Þrír þingmenn VG greiddu atkvæði gegn yfirlýstri sannfæringu sinni þegar ESB- umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009 með 33 atkvæðum gegn 28, en 2 sátu hjá. Ef þingmenn VG hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, þá hefði ESB- umsóknin aldrei verið samþykkt heldur felld með 31 nei-i gegn 30 já-um.

Álfheiður Ingadóttir sagði þetta í sinni atkvæðaskýringu er hún samþykkti tillögu Össurar:

„Frú forseti. Stuðning minn við þessa tillögu um aðildarviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evrópu sam­bandinu. (Gripið fram í: Nú?) Ég er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðildarviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auðvaldi og yfirþjóðlegri drottnun þess.“

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lét eftirfarandi ummæli falla í ræðustól þingsins þegar hún samþykkt ESB­umsóknina:

„Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.“

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði frammi fyrir alþjóð þegar hún studdi tillögu Össurar um að sækja um aðild að ESB:

„Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.“

Ef þessir þingmenn VG, þar af tveir ráð­herrar, hefðu greitt atkvæði samkvæmt yfirlýstri sannfæringu sinni, þá hefði tillaga Össurar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fallið, 31 hefði sagt nei, 30 já og 2 setið hjá.

ESB­-umsóknin fór umboðslaus frá alþingi, VG klofnaði og almenningur kaus af sér vinstriflokkana með afgerandi hætti vorið 2013. Það eina sem eftir er að gera er að afturkalla umboðslausu umsóknina." (Tilvitnun lýkur í Heimssýnarblaðið.)

Hér skal að lokum minnt á 48. grein stjórnarskrárinnar (feitletr. hér):

  • Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
Er ekki nokkuð augljóst, að þessi þrír alþingismenn brutu gegn 48. gr. stjórnarskrárinnar með því að taka þátt í umsókn um inntöku landsins í stórveldabandalag þrátt fyrir sannfæringu í þveröfuga átt?!
 
Til viðbótar við þetta skal minnt á, að Össurarumsóknin 2009 var EKKI afgreidd í samræmi við fyrirmæli 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. HÉR! Og gróf stjórnarskrárbrot eru meðal alvarlegustu mála!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sem sagt, Vinstri grænir seldu sannfæringu sína fyrir smáaura, sambaborinn við þjóðarhag, en þjóðarhagur í þeirra augum vó léttar en klinkið sem þau fengu í sinn vasa.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.3.2014 kl. 14:41

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér sýnist þú hafa alveg rétt fyrir þér í þessu, Tómas.

Jón Valur Jensson, 18.3.2014 kl. 14:59

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

En hvernig voru sms-sendingar áhrifavaldur í þessari óskiljanlegu, og án efa erfiðu skyndiákvörðunar á síðustu stundu, í gjaldþrota-hrunstöðu (skyndilega og án nokkurs fyrirvara á síðustu stundu)?

Það væri fróðlegt að vita hver skipulagði þetta allt á bak við tjöldin, við valdahringborð Alþjóðabanka-heimsveldisins gjörspillta og siðlausa.

Það var fróðlegt að lesa nýlega á netinu, opið bréf til Samfylkingarinnar, skrifað af Guðbirni Jónssyni.

Það er alveg ljóst að sannleikurinn er ekki allur kominn í ljós ennþá.

Það er víst léttara á að horfa, en í að vera?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.3.2014 kl. 15:43

4 Smámynd: Örn Johnson

Af hverju talar enginn um hve marga milljarða við munum þurfa að borga fyrir það eitt að verða áhrifalaust ríki þarna inni.

Örn Johnson, 18.3.2014 kl. 16:24

5 identicon

Kæmi ekki á óvart að flótti fari að bresta á hjá vinstra liðinu þegar sannleikurinn í þessu ferli öllu fer að tínast upp á borðið.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 17:13

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott grein.

Anna sama fólk skipulagði þessa aðgerð 16 núlí 2009 og skipuleggur þessa 50 þúsund manna þáttöku núna með að draga til baka Þingsályktunina !"#$% asnalegu. Samfó eru með mjög sterkt probaganda batterí og þessi kosning hefir farið eins og eldur í sinu. Í mínum augum er þetta einskonar eurovision kosning.

Nú er að lögsækja liðið sem sveik þjóðina. Hverjir sátu hjá.

Valdimar Samúelsson, 19.3.2014 kl. 10:46

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað hefir þetta tríó kostað þjóðinni annað en sundrúng og ómældan kostnað.Við verðum að láta lögin og stjórnarskránna taka á þessu fólki.

Valdimar Samúelsson, 19.3.2014 kl. 10:57

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þakka ykkur umræðuna hér.

Varðandi ábendingu þina, Örn Johnson, þá hefur að vísu verið minnzt á þetta á netinu og á prenti, þ.e. hver greiðslukostnðurinn yrði til ESB. Ólafur Hannesson, varaformaður Ísafoldar, minntist t.d. á það í grein sinni í Mbl. 26. febrúar sl., Að kíkja í pakkann, tálsýn sem lifir, og sagði þar m.a.:

"2. Við verðum nettógreiðandi þjóð innan ESB, þ.e.a.s. við munum borga meira inn í sambandið en við komum til með að fá út úr því, þetta er staðreynd sem t.d. Þjóðverjar hafa fagnað, þar sem þeim finnst gott að fá þjóðir sem borga til sambandsins í stað þeirra sem taka fé úr því. Rætt er um tölur í kring um sex milljarða sem við munum greiða umfram þá styrki sem við fáum frá sambandinu."

Margs konar annar óhagur yrði að því að vera í Evrópusambandinu, það yrði mikil hnekkir fyrir landbúnað okkar, en einkum sjávarútveg og tapið gríðarlegt.

Jón Valur Jensson, 19.3.2014 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband